Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 18:00 Ungur maður skimaður fyrir kórónuveirunni á Gaza. Getty/Ali Jadallah Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sagt Ísraelsmenn bera ábyrgð á því að sjá um að útvega bóluefni fyrir íbúa svæðisins að því er BBC greinir frá. Ísraelsmenn segjast hins vegar ekki taka þátt í samþykktum þess efnis auk þess sem Palestínumenn hafi ekki óskað eftir því. Eru skammtarnir fimm þúsund því þeir fyrstu sem til stendur að senda til Palestínu. Um 640 þúsund hafa greinst með covid-19 í Ísrael frá því faraldurinn hófst og hafa um 4700 látist af völdum sjúkdómsins þar í landi samkvæmt tölfræði John Hopkins háskóla. Um 160 þúsund hafa hins vegar greinst smitaðir á Vesturbakkanum og á Gaza og þar af hafa ríflega 1800 látið lífið. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer en Ísraelar fá samkvæmt samningnum fleiri skammta af bóluefni á skemmri tíma en í staðinn deila Ísraelar heilbrigðisgögnum með Pfizer í rannsóknartilgangi. Samkomulagið hefur gert Ísraelum kleift að bólusetja þjóðina hraðar en annars staðar í heiminum en þegar hafa hátt í tuttugu prósent þjóðarinnar verið full bólusett. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í dag að til stæði að senda skammtana fimm þúsund til Palestínu en stjórnvöld í Palestínu hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið samkvæmt frétt BBC. Hvorki palestínsk stjórnvöld á Vesturbakkanum né ráðandi öfl Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni hafa sett í gang skipulagaða bólusetningu gegn covid-19. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld hafa þó sagst vera í viðræðum um kaup á bóluefni en ekkert liggur fyrir um það hvenær skipulögð bólusetning getur hafist. Þá hafa staðbundin stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að geta notið góðs af Covax-verkefninu, sem nýtur stuðnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ætlað er að tryggja fátækari ríkjum bóluefni. Einnig er óvíst um hvernig þeim málum mun vinda fram. Hins vegar hafa nokkur þúsund skammtar af rússnesku bóluefni farið til Palestínu en óvíst er hverjir hafa fengið það bóluefni. Um 2,7 milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um 1,8 milljón á Gaza. Ísrael Palestína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sagt Ísraelsmenn bera ábyrgð á því að sjá um að útvega bóluefni fyrir íbúa svæðisins að því er BBC greinir frá. Ísraelsmenn segjast hins vegar ekki taka þátt í samþykktum þess efnis auk þess sem Palestínumenn hafi ekki óskað eftir því. Eru skammtarnir fimm þúsund því þeir fyrstu sem til stendur að senda til Palestínu. Um 640 þúsund hafa greinst með covid-19 í Ísrael frá því faraldurinn hófst og hafa um 4700 látist af völdum sjúkdómsins þar í landi samkvæmt tölfræði John Hopkins háskóla. Um 160 þúsund hafa hins vegar greinst smitaðir á Vesturbakkanum og á Gaza og þar af hafa ríflega 1800 látið lífið. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer en Ísraelar fá samkvæmt samningnum fleiri skammta af bóluefni á skemmri tíma en í staðinn deila Ísraelar heilbrigðisgögnum með Pfizer í rannsóknartilgangi. Samkomulagið hefur gert Ísraelum kleift að bólusetja þjóðina hraðar en annars staðar í heiminum en þegar hafa hátt í tuttugu prósent þjóðarinnar verið full bólusett. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í dag að til stæði að senda skammtana fimm þúsund til Palestínu en stjórnvöld í Palestínu hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið samkvæmt frétt BBC. Hvorki palestínsk stjórnvöld á Vesturbakkanum né ráðandi öfl Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni hafa sett í gang skipulagaða bólusetningu gegn covid-19. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld hafa þó sagst vera í viðræðum um kaup á bóluefni en ekkert liggur fyrir um það hvenær skipulögð bólusetning getur hafist. Þá hafa staðbundin stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að geta notið góðs af Covax-verkefninu, sem nýtur stuðnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ætlað er að tryggja fátækari ríkjum bóluefni. Einnig er óvíst um hvernig þeim málum mun vinda fram. Hins vegar hafa nokkur þúsund skammtar af rússnesku bóluefni farið til Palestínu en óvíst er hverjir hafa fengið það bóluefni. Um 2,7 milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um 1,8 milljón á Gaza.
Ísrael Palestína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira