Downs-félagið kallar eftir aðgerðum heilbrigðisráðherra í ljósi ógnvekjandi tölfræði Eiður Þór Árnason skrifar 30. janúar 2021 10:01 Inga Guðrún Kristjánsdóttir, formaður Downs-félagsins, segir að heilbrigðisyfirvöld þurfi að taka niðurstöðunum alvarlega. Samsett Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði. Inga Guðrún Kristjánsdóttir, formaður félagsins, segir að stjórnin hafi fyrst sett sig í samband við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni fyrir jól en fengið þau svör að búið væri að raða í forgangsflokkanna og hópurinn yrði ekki færður innan þeirra. Félagið hefur nú sent áskorun til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og kallað eftir því að hún taki málið til alvarlegrar skoðunar. Nú þegar hafa þegar einhverjir með Downs-heilkenni sem búa á sambýlum, í íbúðakjörnum eða eru með NPA-samninga fengið bólusetningu en fjöldi annarra bíða enn svara. Talið er að í kringum 150 einstaklingar séu með Downs-heilkenni hér á landi. Flestir tilheyra nú forgangshópi sjö fyrir fólk með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Skapi streitu og áhyggjur Inga segir aðstandendur kalla eftir heildstæðari nálgun heilbrigðisyfirvalda og að tekið verði mið af nýjustu upplýsingum. „Þarna stendur fólk frammi fyrir því að það er ekki jafnt að ganga yfir alla. Auðvitað er þessum hópi og ættingjum þeirra mikið í mun að fá þessa bólusetningu og þegar þetta er svona handahófskennt þá get ég ímyndað mér að þetta skapi víða streitu og áhyggjur.“ Inga bætir við að þó að Íslendingar séu heppnir með góða stöðu Covid-19 faraldursins í dag þá sýni ástandið í öðrum ríkjum að hlutir geti alltaf breyst. „Það er ekki að við höldum að það fái ekki allir bólusetningu en tíminn skiptir hér líka máli.“ Fyrri rannsóknir sýnt ólíka mynd Stjórn Downs-félagsins telur að núverandi forgangslisti hafi verið útbúinn áður en upplýsingar um þessa auknu áhættu komu fram. „Það var skoðað í upphafi faraldursins hvernig fólk með Downs-heilkenni var að farnast í baráttunni við Covid-19. Til að byrja með þá litu tölurnar betur út en seinna koma fram þessar nýju tölur og þær niðurstöður benda til þess að það verði að bregðast við með öðrum hætti,“ segir Inga. Fjallað var um mikil áhrif Covid-19 á fólk með Downs-heilkenni á vef vísindaritsins Science í desember og meðal annars vísað til breskrar rannsóknar sem var gerð fyrr á árinu. Downs-félagið hefur sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áskorun vegna málsins.Vísir/Vilhelm Kalla eftir viðbrögðum ráðherra „Við erum að tala um alvöru tölfræði sem varðar líf fólks og okkur finnst að það vanti meiri skilning á þessari breyttu stöðu sem nú blasir við,“ segir Inga. Hún áréttar að Downs-samtökin og Þroskahjálp hafi átt í góðum samskiptum við sóttvarnalækni þrátt fyrir að þau hafi kosið að niðurstaða hans væri önnur. Inga segir málið nú á borði heilbrigðisráðherra. Í áskorun félagsins sé kallað eftir því að Svandís bregðist við þeim upplýsingar sem hafi komið fram og að ákvarðanir séu teknar út frá þeim en ekki eldri gögnum. „Við viljum að hún sýni lífi fólks og þessari nýju tölfræði þá virðingu að veita okkur svör.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Downs-heilkenni Tengdar fréttir Biður fólk að hætta að senda tölvupósta til að komast ofar í forgangsröðun Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að hætta að senda embætti landlæknis og sóttvarnalæknis tölvupósta með óskum um að komast framar í forgangsröðun í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Slíkt skapi aðeins óþarfa álag á starfsfólk og leiði ekki til neins. 21. janúar 2021 12:21 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Inga Guðrún Kristjánsdóttir, formaður félagsins, segir að stjórnin hafi fyrst sett sig í samband við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni fyrir jól en fengið þau svör að búið væri að raða í forgangsflokkanna og hópurinn yrði ekki færður innan þeirra. Félagið hefur nú sent áskorun til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og kallað eftir því að hún taki málið til alvarlegrar skoðunar. Nú þegar hafa þegar einhverjir með Downs-heilkenni sem búa á sambýlum, í íbúðakjörnum eða eru með NPA-samninga fengið bólusetningu en fjöldi annarra bíða enn svara. Talið er að í kringum 150 einstaklingar séu með Downs-heilkenni hér á landi. Flestir tilheyra nú forgangshópi sjö fyrir fólk með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Skapi streitu og áhyggjur Inga segir aðstandendur kalla eftir heildstæðari nálgun heilbrigðisyfirvalda og að tekið verði mið af nýjustu upplýsingum. „Þarna stendur fólk frammi fyrir því að það er ekki jafnt að ganga yfir alla. Auðvitað er þessum hópi og ættingjum þeirra mikið í mun að fá þessa bólusetningu og þegar þetta er svona handahófskennt þá get ég ímyndað mér að þetta skapi víða streitu og áhyggjur.“ Inga bætir við að þó að Íslendingar séu heppnir með góða stöðu Covid-19 faraldursins í dag þá sýni ástandið í öðrum ríkjum að hlutir geti alltaf breyst. „Það er ekki að við höldum að það fái ekki allir bólusetningu en tíminn skiptir hér líka máli.“ Fyrri rannsóknir sýnt ólíka mynd Stjórn Downs-félagsins telur að núverandi forgangslisti hafi verið útbúinn áður en upplýsingar um þessa auknu áhættu komu fram. „Það var skoðað í upphafi faraldursins hvernig fólk með Downs-heilkenni var að farnast í baráttunni við Covid-19. Til að byrja með þá litu tölurnar betur út en seinna koma fram þessar nýju tölur og þær niðurstöður benda til þess að það verði að bregðast við með öðrum hætti,“ segir Inga. Fjallað var um mikil áhrif Covid-19 á fólk með Downs-heilkenni á vef vísindaritsins Science í desember og meðal annars vísað til breskrar rannsóknar sem var gerð fyrr á árinu. Downs-félagið hefur sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áskorun vegna málsins.Vísir/Vilhelm Kalla eftir viðbrögðum ráðherra „Við erum að tala um alvöru tölfræði sem varðar líf fólks og okkur finnst að það vanti meiri skilning á þessari breyttu stöðu sem nú blasir við,“ segir Inga. Hún áréttar að Downs-samtökin og Þroskahjálp hafi átt í góðum samskiptum við sóttvarnalækni þrátt fyrir að þau hafi kosið að niðurstaða hans væri önnur. Inga segir málið nú á borði heilbrigðisráðherra. Í áskorun félagsins sé kallað eftir því að Svandís bregðist við þeim upplýsingar sem hafi komið fram og að ákvarðanir séu teknar út frá þeim en ekki eldri gögnum. „Við viljum að hún sýni lífi fólks og þessari nýju tölfræði þá virðingu að veita okkur svör.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Downs-heilkenni Tengdar fréttir Biður fólk að hætta að senda tölvupósta til að komast ofar í forgangsröðun Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að hætta að senda embætti landlæknis og sóttvarnalæknis tölvupósta með óskum um að komast framar í forgangsröðun í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Slíkt skapi aðeins óþarfa álag á starfsfólk og leiði ekki til neins. 21. janúar 2021 12:21 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Biður fólk að hætta að senda tölvupósta til að komast ofar í forgangsröðun Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að hætta að senda embætti landlæknis og sóttvarnalæknis tölvupósta með óskum um að komast framar í forgangsröðun í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Slíkt skapi aðeins óþarfa álag á starfsfólk og leiði ekki til neins. 21. janúar 2021 12:21
Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44