Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:34 Áhöfnin situr föst um borð í bátnum eftir að skipverji sem þangað var nýmættur til vinnu fékk svar um að hann hafi greinst jákvæður fyrir covid-19 í seinni skimun eftir komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Þetta staðfestir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þegar hann kemur um borð þá fær hann svar úr seinni skimun og jákvætt og fer náttúrlega til baka aftur. En hann var þá búinn að heilsa þremur og nú bíðum við bara niðurstöðu með þetta, þetta fór bara í feril,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. „Þeir eru þrír sem að heilsuðu honum og þeir eru í einangrun og hinir sex bíða í sóttkví eftir morgundeginum. En hann fer í skimun, þeir halda að þetta sé gamalt smit og það kemur í ljós í fyrramálið. Hann mætir átta í fyrramálið og það verður klárt um tíu leytið, niðurstaðan með það,“ segir Aðalsteinn. Viðkomandi sé ekki með nein einkenni. „Þetta er allt saman í ferli og í samráði við þá sem þessum málum stjórna.“ Til stóð að lagt yrði úr höfn í kvöld en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Ljóst er að sá er greindist braut reglur um sóttkví en líkt og áður segir var hann mættur til vinnu og búinn að heilsa þremur skipverjum þegar hann fékk skilaboðin um að seinna sýnið greindist jákvætt. Sá er greindist er sjálfur ekki um borð heldur í einangrun í íbúð í Keflavík að sögn Aðalsteins. „Svona fer ef að menn fylgja ekki reglunum,“ segir Aðalsteinn sem sjálfur er þó ekki um borð. „Ég var akkúrat að fara í frí og er þar af leiðandi bæði með samviskubit yfir að vera ekki í jafnslæmum málum og hinir og jafnglaður yfir því að vera bara heima,“ segir Aðalsteinn. „Við krossum fingur og vonum það besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Þetta staðfestir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þegar hann kemur um borð þá fær hann svar úr seinni skimun og jákvætt og fer náttúrlega til baka aftur. En hann var þá búinn að heilsa þremur og nú bíðum við bara niðurstöðu með þetta, þetta fór bara í feril,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. „Þeir eru þrír sem að heilsuðu honum og þeir eru í einangrun og hinir sex bíða í sóttkví eftir morgundeginum. En hann fer í skimun, þeir halda að þetta sé gamalt smit og það kemur í ljós í fyrramálið. Hann mætir átta í fyrramálið og það verður klárt um tíu leytið, niðurstaðan með það,“ segir Aðalsteinn. Viðkomandi sé ekki með nein einkenni. „Þetta er allt saman í ferli og í samráði við þá sem þessum málum stjórna.“ Til stóð að lagt yrði úr höfn í kvöld en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Ljóst er að sá er greindist braut reglur um sóttkví en líkt og áður segir var hann mættur til vinnu og búinn að heilsa þremur skipverjum þegar hann fékk skilaboðin um að seinna sýnið greindist jákvætt. Sá er greindist er sjálfur ekki um borð heldur í einangrun í íbúð í Keflavík að sögn Aðalsteins. „Svona fer ef að menn fylgja ekki reglunum,“ segir Aðalsteinn sem sjálfur er þó ekki um borð. „Ég var akkúrat að fara í frí og er þar af leiðandi bæði með samviskubit yfir að vera ekki í jafnslæmum málum og hinir og jafnglaður yfir því að vera bara heima,“ segir Aðalsteinn. „Við krossum fingur og vonum það besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira