Play Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Árshátíð flugfélagsins Play var haldin með glæsibrag í Silfurbergi í Hörpu síðastliðinn laugardag. Um 400 manns mættu í sínu fínasta pússi þar sem þema kvöldsins var glimmer. Lífið 16.9.2024 20:03 Töf á að flugfélög njóti almennilega lækkana á eldsneytisverði Verð á flugvélaeldsneyti hefur lækkað umtalsvert á fáeinum mánuðum. Greinendur segja að verði olíuverð áfram á svipuðum slóðum ætti það að hafa umtalsverð áhrif á afkomu og verðmat flugfélaga í Kauphöllinni. Flugfélögin Icelandair og Play hafa gert framvirka samninga um kaup á olíu sem hefur í för með sér að lækkunin skilar sér ekki að fullu í reksturinn strax. Innherji 11.9.2024 16:04 Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. Viðskipti innlent 10.9.2024 10:07 Sætanýtingin aldrei verið betri Flugfélagið Play flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8 prósenta aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6 prósent, sem er met í einum mánuði hjá félaginu en um er að ræða 2,7 prósenta aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9 prósent. Viðskipti innlent 9.9.2024 09:03 Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu Brynjar Níelsson segir kynþokka og gleði vera eitur í beinum þeirra sem kenni sig við kvenfrelsi og jafnrétti og vísar þar í þau hörðu viðbrögð sem umdeild auglýsingaherferð Play vakti í vikunni. Innlent 8.9.2024 15:37 „Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Drífa Snædal gagnrýnir flugfélagið Play harðlega fyrir nýja auglýsingaherferð. Hún segir konur niðurlægðar í auglýsingum fyrirtækisins. Innlent 7.9.2024 17:09 Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi Innlent 7.9.2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. Viðskipti innlent 6.9.2024 23:32 Gengi Play tók dýfu Gengi flugfélagsins Play lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,52 prósent. Gengið hefur nú lækkað um rúm 78,08 prósent það sem af er ári. Viðskipti innlent 2.9.2024 16:55 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. Innlent 31.8.2024 12:44 Play fjölgar áfangastöðum í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október. Viðskipti innlent 28.8.2024 10:09 Fljúga til Álaborgar næsta sumar Flugfélagið Play mun hefja áætlunarflug til Álaborgar í júní næsta sumar. Þetta er þriðja borgin sem Play hefur flugferðir til en fyrir er flogið til Kaupmannahafnar allan ársins hring og til Billundar yfir sumarið. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:32 Play ætti að geta hækkað verð Play ætti að hafa meira svigrúm til að hækka verð vegna minna framboðs flugferða til Íslands og minni áherslu á flug yfir Atlantshafið á seinni hluta ársins, segir í hlutabréfagreiningu þar sem flugfélagið er verðmetið í takt við markaðsgengi. Sami hlutabréfagreinandi verðmetur Icelandair langt yfir markaðsverði. Innherji 19.8.2024 17:53 „Komin í hóp fullorðnu félaganna“ Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll hófust í morgun. Forstjóri félagsins segir skráningu þess á aðalmarkað vera þroskamerki fyrir félagið. Breytingar verða gerðar á leiðakerfi félagsins í haust sem fela meðal annars í sér fækkun ferða til Ameríku. Viðskipti innlent 8.8.2024 14:20 Play mætt á aðalmarkað Kauphallar Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll, Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll en Fly Play hf. er 25. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nastaq Nordic í ár að því er segir í tilkynningunni. Viðskipti innlent 8.8.2024 10:22 Play í Kauphöllina Kauphöllin hefur samþykkt umsókn flugfélagsins Play um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á fimmtudaginn en þau hafa hingað til verið á First north markaðnum. Viðskipti innlent 6.8.2024 14:59 Aðstoðarforstjóri Play hættur Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra. Viðskipti innlent 30.7.2024 14:36 Telur „alls ekki“ að flugfargjöld Play á heimamarkaðinum séu ósjálfbær Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra. Innherji 26.7.2024 12:24 Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna Viðskipti innlent 25.7.2024 16:33 Bein útsending: Play kynnir uppgjör Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, mun kynna uppgjör fyrir annan ársfjórðung félagsins á fundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 25.7.2024 15:32 Umsvifamikill verktaki byggir upp stöðu í Icelandair Eigandi eins umsvifamesta verktakafyrirtækis landsins, sem hagnaðist um marga milljarða króna á liðnu ári, er kominn í hóp stærri hluthafa Icelandair eftir að hafa byggt upp nærri eins prósenta eignarhlut í flugfélaginu. Hlutabréfaverð Icelandair, sem hefur fallið um meira en sextíu prósent á einu ári, er núna í sögulegri lægð en rekstrarafkoman hefur versnað skarpt samhliða minnkandi eftirspurn í flugferðum til Íslands og lækkandi fargjöldum. Innherji 24.7.2024 11:47 „Ljóst að staðan er mjög strembin“ Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ristjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðskipti innlent 23.7.2024 23:08 Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi afkomuhorfa Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir. Innherji 23.7.2024 11:59 Horfurnar versna hjá Play sem kippir afkomuspá úr gildi Flugfélagið Play hefur fellt úr gildi afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár. Félagið fetar í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í maí. Play birtir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn. Neytendur 23.7.2024 10:25 Flugi Play seinkað vegna ógnandi tilburða flugdólgs Töf varð á brottför farþegaflugvélar Play frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur um ellefuleytið í morgun vegna flugdólgs sem var með ógnandi tilburði í garð flugfreyja. Innlent 16.7.2024 11:55 Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. Viðskipti innlent 8.7.2024 17:24 Fleiri farþegar og betri nýting Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra. Viðskipti innlent 7.6.2024 12:01 Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Viðskipti innlent 4.6.2024 12:22 Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 3.6.2024 22:22 Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu. Innherji 30.5.2024 11:05 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 14 ›
Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Árshátíð flugfélagsins Play var haldin með glæsibrag í Silfurbergi í Hörpu síðastliðinn laugardag. Um 400 manns mættu í sínu fínasta pússi þar sem þema kvöldsins var glimmer. Lífið 16.9.2024 20:03
Töf á að flugfélög njóti almennilega lækkana á eldsneytisverði Verð á flugvélaeldsneyti hefur lækkað umtalsvert á fáeinum mánuðum. Greinendur segja að verði olíuverð áfram á svipuðum slóðum ætti það að hafa umtalsverð áhrif á afkomu og verðmat flugfélaga í Kauphöllinni. Flugfélögin Icelandair og Play hafa gert framvirka samninga um kaup á olíu sem hefur í för með sér að lækkunin skilar sér ekki að fullu í reksturinn strax. Innherji 11.9.2024 16:04
Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. Viðskipti innlent 10.9.2024 10:07
Sætanýtingin aldrei verið betri Flugfélagið Play flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8 prósenta aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6 prósent, sem er met í einum mánuði hjá félaginu en um er að ræða 2,7 prósenta aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9 prósent. Viðskipti innlent 9.9.2024 09:03
Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu Brynjar Níelsson segir kynþokka og gleði vera eitur í beinum þeirra sem kenni sig við kvenfrelsi og jafnrétti og vísar þar í þau hörðu viðbrögð sem umdeild auglýsingaherferð Play vakti í vikunni. Innlent 8.9.2024 15:37
„Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Drífa Snædal gagnrýnir flugfélagið Play harðlega fyrir nýja auglýsingaherferð. Hún segir konur niðurlægðar í auglýsingum fyrirtækisins. Innlent 7.9.2024 17:09
Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi Innlent 7.9.2024 12:50
Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. Viðskipti innlent 6.9.2024 23:32
Gengi Play tók dýfu Gengi flugfélagsins Play lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,52 prósent. Gengið hefur nú lækkað um rúm 78,08 prósent það sem af er ári. Viðskipti innlent 2.9.2024 16:55
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. Innlent 31.8.2024 12:44
Play fjölgar áfangastöðum í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október. Viðskipti innlent 28.8.2024 10:09
Fljúga til Álaborgar næsta sumar Flugfélagið Play mun hefja áætlunarflug til Álaborgar í júní næsta sumar. Þetta er þriðja borgin sem Play hefur flugferðir til en fyrir er flogið til Kaupmannahafnar allan ársins hring og til Billundar yfir sumarið. Viðskipti innlent 21.8.2024 10:32
Play ætti að geta hækkað verð Play ætti að hafa meira svigrúm til að hækka verð vegna minna framboðs flugferða til Íslands og minni áherslu á flug yfir Atlantshafið á seinni hluta ársins, segir í hlutabréfagreiningu þar sem flugfélagið er verðmetið í takt við markaðsgengi. Sami hlutabréfagreinandi verðmetur Icelandair langt yfir markaðsverði. Innherji 19.8.2024 17:53
„Komin í hóp fullorðnu félaganna“ Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll hófust í morgun. Forstjóri félagsins segir skráningu þess á aðalmarkað vera þroskamerki fyrir félagið. Breytingar verða gerðar á leiðakerfi félagsins í haust sem fela meðal annars í sér fækkun ferða til Ameríku. Viðskipti innlent 8.8.2024 14:20
Play mætt á aðalmarkað Kauphallar Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll, Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll en Fly Play hf. er 25. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nastaq Nordic í ár að því er segir í tilkynningunni. Viðskipti innlent 8.8.2024 10:22
Play í Kauphöllina Kauphöllin hefur samþykkt umsókn flugfélagsins Play um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á fimmtudaginn en þau hafa hingað til verið á First north markaðnum. Viðskipti innlent 6.8.2024 14:59
Aðstoðarforstjóri Play hættur Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra. Viðskipti innlent 30.7.2024 14:36
Telur „alls ekki“ að flugfargjöld Play á heimamarkaðinum séu ósjálfbær Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra. Innherji 26.7.2024 12:24
Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna Viðskipti innlent 25.7.2024 16:33
Bein útsending: Play kynnir uppgjör Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, mun kynna uppgjör fyrir annan ársfjórðung félagsins á fundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 25.7.2024 15:32
Umsvifamikill verktaki byggir upp stöðu í Icelandair Eigandi eins umsvifamesta verktakafyrirtækis landsins, sem hagnaðist um marga milljarða króna á liðnu ári, er kominn í hóp stærri hluthafa Icelandair eftir að hafa byggt upp nærri eins prósenta eignarhlut í flugfélaginu. Hlutabréfaverð Icelandair, sem hefur fallið um meira en sextíu prósent á einu ári, er núna í sögulegri lægð en rekstrarafkoman hefur versnað skarpt samhliða minnkandi eftirspurn í flugferðum til Íslands og lækkandi fargjöldum. Innherji 24.7.2024 11:47
„Ljóst að staðan er mjög strembin“ Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ristjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðskipti innlent 23.7.2024 23:08
Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi afkomuhorfa Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir. Innherji 23.7.2024 11:59
Horfurnar versna hjá Play sem kippir afkomuspá úr gildi Flugfélagið Play hefur fellt úr gildi afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár. Félagið fetar í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í maí. Play birtir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn. Neytendur 23.7.2024 10:25
Flugi Play seinkað vegna ógnandi tilburða flugdólgs Töf varð á brottför farþegaflugvélar Play frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur um ellefuleytið í morgun vegna flugdólgs sem var með ógnandi tilburði í garð flugfreyja. Innlent 16.7.2024 11:55
Fleiri farþegar en minni sætanýting Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu. Viðskipti innlent 8.7.2024 17:24
Fleiri farþegar og betri nýting Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra. Viðskipti innlent 7.6.2024 12:01
Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Viðskipti innlent 4.6.2024 12:22
Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 3.6.2024 22:22
Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu. Innherji 30.5.2024 11:05