Viðskipti innlent

Ó­ljóst hvort veð­hafar fái nokkuð

Samúel Karl Ólason skrifar
Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, mætir til fundar með kröfuhöfum á Hilton Nordica í dag.
Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, mætir til fundar með kröfuhöfum á Hilton Nordica í dag. Vísir/Anton Brink

Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá skuldabréfaeigendum Fly Play Hf. Þar segir að um sé að ræða fjölbreyttan hóp fjárfesta sem hafi þann 26. ágúst lagt til fjármögnun í formi verðtryggðrar breytanlegrar skuldabréfaútgáfu.

Tilgangur þess var að bæta lausafjárstöðu félagsins á meðan forvarsmenn þess gerðu umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani Play.

Sjá einnig: Risa­gjald­dagi vegna losunar­heimilda daginn eftir gjald­þrot

Í yfirlýsingunni segir að tilkynningin um rekstrarstöðvun Play síðasta mánudag hafi verið mikið reiðarslag fyrir alla sem tengdust félaginu. Í kjölfarið voru áðurnefnd skuldabréf gjaldfelld.

„Síðan þá hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að lágmarka tjón og hámarka virði þeirra eigna sem gengið var að í samræmi við lög og reglur,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar segir að þetta verkefni sé bæði erfitt og flókið og alfarið sé óljóst hvort það muni á endanum skila nokkru til veðhafa. Áhersla er lögð á að tryggja sem besta niðurstöðu fyrir alla hagsmunaaðila. Því eru skuldabréfaeigendur sagðir ætla að eiga í góðu samstarfi við skiptastjóra, enda sé hagur allra að hámarka virði eigna búsins.

Þá segir einnig að rík ástæða sé til að taka fram að fyrrverandi dótturfélag Play á Möltu sé ekki með gilda flugvélaleigusamninga.


Tengdar fréttir

Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna

Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag.

Síðasti fuglinn floginn

Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×