Innlent Eldur á vélaverkstæði í Stapahrauni Eldur kviknaði á vélaverkstæði í Stapahrauni í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út vegna atviksins sem reyndist síðan ekki jafn mikið og óttast var. Eldurinn var í lítilli skemmu, í einu rými af þremur í henni. Engin hætta stafar af eldinum og ekki er óttast að hann breiðist út. Slökkviliðsmenn eru nú að fullvissa sig um að enginn eldur sé lengur í skúrnum og eru að rífa þakið af honum til þess. Innlent 7.3.2007 19:09 Ísland.is komið á netið Ferðum manna á opinberar stofnanir gæti fækkað, nú þegar íslenska vefgáttin ísland.is hefur verið opnuð. Það var forsætisráðherra sem fór fyrstur manna á slóðina. Innlent 7.3.2007 19:04 Snjóflóð á Ísafirði undanfarinn sólarhring Snjóflóð féll á varnargarðinn, við Sorpbrennslustöðina Funa á Ísafirði, á níunda tímanum í morgun. Innlent 7.3.2007 18:28 Launaleynd hugsanlega aflétt Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Innlent 7.3.2007 18:50 Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Innlent 7.3.2007 18:26 Lilja Viðarsdóttir sendiherra látin Lilja Viðarsdóttir sendiherra og aðstoðarframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) andaðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi fyrr í dag, 49 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu. Innlent 7.3.2007 17:43 Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. Innlent 7.3.2007 11:56 Glitnir uppfærir verðmat á Kaupþingi Glitnir hefur gefið út nýtt og uppfært verðmat á Kaupþingi. Fyrra verðmat Glitnis hljóðaði upp á 968 krónur á hlut. Nýja matið hljóðar hins vegar upp á 1.171 krónu á hlut. Í mati Glitnis segir að uppgjör Kaupþings á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið verulega yfir væntingum. Viðskipti innlent 7.3.2007 11:44 Atorka og Straumborg í 3X Fjárfestingafélögin Atorka Group hf., móðurfélag fyrirtækja á borð við Promens og Jarðboranir, og Staumborg ehf., sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, og fjölskyldu, hefur keypt meirihluta hlutafjár, 50,1 prósent, í fyrirtækinu 3X Stál á Ísafirði. Samfara kaupunum hefur nafni félagsins verið breytt í 3X Technology ehf. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Mjúk eða hörð stjórnun Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Jarðvegur Indlands nærir forystu Actavis Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Sjálfkjörið í stjórn Straums Sjálfkjörið verður í stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingar-banka. Þeir sem hafa boðið sig fram sem aðalmenn eru eftirtaldir: Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Már Ragnarsson, Guðmundur Kristjánsson, Friðrik Hallbjörn Karlsson og James Leitner. Leitner er forstjóri bandaríska fjárfestingarsjóðsins Falcon Management Corporation í New Jersey. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim Fyrirsögnin er fengin úr söng Trölla fyrir hönd Útvegsbankans á árum áður. Þetta var auðvitað rétt hjá Trölla en bara hálf sagan og varla það. Á dögum Trölla máttu allir þessir vextir sín oftast lítils fyrir verðbólgunni og innstæður í bönkum rýrnuðu að raunvirði. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 MA-nám í alþjóðaviðskiptum Háskólinn í Reykjavík ætlar á næsta haustmisseri að bjóða nemendum upp á nýtt nám á meistarastigi í alþjóðaviðskiptum. Námið er sérsniðið fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja ná starfsframa á alþjóðavettvangi, að sögn forstöðumanna námsins. Sjónum er sérstaklega beint að sérstökum markaðssvæðum auk þess sem nemendur munu dvelja í eina önn á þriðja misseri námsins á erlendri grund í því skyni að víkka sjóndeildarhring þeirra enn frekar. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36 Verður hægt að stinga bílnum í samband Bílar framtíðarinnar verða knúnir áfram með rafmagni í bland við hefðbundið eldsneyti. Ólíkt eldri tvinnbílum, sem fyrir eru, verður hægt að stinga þessum í samband við rafmagn og hlaða þá á næturnar meðan ökumaður sefur. Framkvæmdastjóri Orkusetursins segir þetta hagkvæma framtíðartækni og góða búbót fyrir orkufyrirtækin. Innlent 6.3.2007 20:12 Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð rétt í þessu á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaspítala. Lögreglan hefur lokað veginum tímabundið vegna þess. Samkvæmt fyrstu fréttum slasaðist einn maður. Enn er ekki vitað hversu margir bílar voru í slysinu eða hvernig það gerðist. Meira mun birtast um málið um leið og fregnir berast. Innlent 6.3.2007 20:28 Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. Innlent 6.3.2007 19:58 Bætur öryrkja falla ekki niður vegna vinnu Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þótt þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði, verði tillögur nefndar forsætisráðherra að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Tillögurnar eru unnar í góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. Innlent 6.3.2007 19:42 Geðhjálp segir fólki úthýst af Landspítalanum Vilyrði ráðamanna um að koma því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík til hjálpar virðast innistæðulaus. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fullyrðir að fólkinu sé úthýst af Landspítalanum. Innlent 6.3.2007 19:35 Nýtt frumvarp breytir skattbyrði álversins í Straumsvík Álverið í Straumsvík greiðir sömu skatta og önnur fyrirtæki hér á landi, nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Álverið greiðir þá tæplega helmingi minna í skatta til ríkisins en nær tvöfalt meira til Hafnarfjarðarbæjar. Innlent 6.3.2007 18:56 Sjálfstæðismenn fá frest til fimmtudags Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnarandstaðan vill greiða götu slíks frumvarps en ráðherrann dregur í efa heilindi hennar og segir hana ýmist hæða eða hrósa Framsóknarflokknum. Innlent 6.3.2007 18:11 Áhersla lögð á öryggisráðsframboðið Sendiherra Íslands í Suður-Afríku ætlar í starfi sínu að leggja áherslu á að afla stuðningsmanna í álfunni við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins kveðst reiðubúinn að styðja framboðið. Innlent 6.3.2007 18:21 Vanskil einstaklinga og fyrirtækja ekki minni í sex ár Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnanna lækkaði úr tæplega 0,7 prósentum í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra í rúmlega 0,5 prósent í lok síðasta árs og hafa vanskil ekki verið jafn lítil í sex ár, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Viðskipti innlent 6.3.2007 13:42 Ríkisstofnanir fá endurgreiðslu Til stendur að endurgreiða ríkisstofnunum virðisaukaskatt af allri þjónustu sem þær kaupa af tölvu-og hugbúnaðarfyrirtækjum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upplýsti um þetta á ráðstefnunni „Útvistun - allra hagur“ sem haldin var fyrir helgi af Samtökum UT-fyrirtækja, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum og ráðuneytum fjármála, iðnaðar og viðskipta. Viðskipti innlent 5.3.2007 23:23 Umferðaróhapp á Sæbraut í kvöld Umferðaróhapp varð á Sæbraut til móts við Aktu Taktu skyndibitastaðinn í kvöld. Slysið var ekki alvarlegt en farþegi í aftursæti í öðrum bílnum slasaðist lítillega. Ökumenn beggja bílanna sluppu ómeiddir. Lögreglan vísar sem stendur umferð af Sæbrautinni inn á Skúlagötuna á meðan hún sinnir störfum sínum. Bílarnir skemmdust eitthvað en ekki er vitað hvort að þeir séu ökufærir. Innlent 5.3.2007 22:23 Veður fer versnandi á Holtavörðuheiði Veður og færð fer versnandi á Holtavörðuheiði og eru ökumenn lítilla bíla beðnir að leggja ekki á heiðina fyrir nóttina. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur er lokaður og einnig er varað við snjóflóðahættu á veginum um Óshlíð. Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að aðstoða mann sem hafði fest sig á Steingrímsfjarðarheiði en Vegagerðin hafði varað fólk við að ferðast þar um þar sem þjónustu var hætt klukkan átta í kvöld. Innlent 5.3.2007 22:09 Ókeypis hafragrautur handa svöngum nemendum Grunnskóli á Akureyri hefur brotið blað í sögu skóla þar í bæ með því að bjóða öllum nemendum sínum upp á ókeypis hafragraut. Börnin taka árbítnum fagnandi og rennur grauturinn ofan í maga nemenda í stríðum straumum. Innlent 5.3.2007 19:50 Akureyrarbær boðar kennara á sérfund Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að funda með kennurum vegna kjaradeilunnar. Akureyrarbær hefur einnig boðað sína kennara á sérfund og er fyrsta sveitarfélagið sem tekur það það skref. Innlent 5.3.2007 19:30 Gera lítið úr ágreiningi Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna gerðu lítið úr ágreiningi sínum eftir að hafa verið á fundi í forsætisráðuneytinu í morgun. Engin niðurstaða er enn komin í málið. Innlent 5.3.2007 19:14 Stjórnarandstaðan vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá Þingflokkar Samfylkingar, vinstri grænna og frjálslyndra vilja greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði tekið upp í stjórnarskrá. Þingflokkarnir samþykkja jafnframt að afgreiðsla frumvarps til nýrra stjórnskipunarlaga, með slíku innihaldi, verði forgangsmál í störfum Alþingis það sem eftir lifir þingtímans. Innlent 5.3.2007 19:00 « ‹ 103 104 105 106 107 108 109 110 111 … 334 ›
Eldur á vélaverkstæði í Stapahrauni Eldur kviknaði á vélaverkstæði í Stapahrauni í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út vegna atviksins sem reyndist síðan ekki jafn mikið og óttast var. Eldurinn var í lítilli skemmu, í einu rými af þremur í henni. Engin hætta stafar af eldinum og ekki er óttast að hann breiðist út. Slökkviliðsmenn eru nú að fullvissa sig um að enginn eldur sé lengur í skúrnum og eru að rífa þakið af honum til þess. Innlent 7.3.2007 19:09
Ísland.is komið á netið Ferðum manna á opinberar stofnanir gæti fækkað, nú þegar íslenska vefgáttin ísland.is hefur verið opnuð. Það var forsætisráðherra sem fór fyrstur manna á slóðina. Innlent 7.3.2007 19:04
Snjóflóð á Ísafirði undanfarinn sólarhring Snjóflóð féll á varnargarðinn, við Sorpbrennslustöðina Funa á Ísafirði, á níunda tímanum í morgun. Innlent 7.3.2007 18:28
Launaleynd hugsanlega aflétt Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. Innlent 7.3.2007 18:50
Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Innlent 7.3.2007 18:26
Lilja Viðarsdóttir sendiherra látin Lilja Viðarsdóttir sendiherra og aðstoðarframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) andaðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi fyrr í dag, 49 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu. Innlent 7.3.2007 17:43
Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. Innlent 7.3.2007 11:56
Glitnir uppfærir verðmat á Kaupþingi Glitnir hefur gefið út nýtt og uppfært verðmat á Kaupþingi. Fyrra verðmat Glitnis hljóðaði upp á 968 krónur á hlut. Nýja matið hljóðar hins vegar upp á 1.171 krónu á hlut. Í mati Glitnis segir að uppgjör Kaupþings á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið verulega yfir væntingum. Viðskipti innlent 7.3.2007 11:44
Atorka og Straumborg í 3X Fjárfestingafélögin Atorka Group hf., móðurfélag fyrirtækja á borð við Promens og Jarðboranir, og Staumborg ehf., sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, og fjölskyldu, hefur keypt meirihluta hlutafjár, 50,1 prósent, í fyrirtækinu 3X Stál á Ísafirði. Samfara kaupunum hefur nafni félagsins verið breytt í 3X Technology ehf. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Mjúk eða hörð stjórnun Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Jarðvegur Indlands nærir forystu Actavis Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Sjálfkjörið í stjórn Straums Sjálfkjörið verður í stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingar-banka. Þeir sem hafa boðið sig fram sem aðalmenn eru eftirtaldir: Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Már Ragnarsson, Guðmundur Kristjánsson, Friðrik Hallbjörn Karlsson og James Leitner. Leitner er forstjóri bandaríska fjárfestingarsjóðsins Falcon Management Corporation í New Jersey. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim Fyrirsögnin er fengin úr söng Trölla fyrir hönd Útvegsbankans á árum áður. Þetta var auðvitað rétt hjá Trölla en bara hálf sagan og varla það. Á dögum Trölla máttu allir þessir vextir sín oftast lítils fyrir verðbólgunni og innstæður í bönkum rýrnuðu að raunvirði. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
MA-nám í alþjóðaviðskiptum Háskólinn í Reykjavík ætlar á næsta haustmisseri að bjóða nemendum upp á nýtt nám á meistarastigi í alþjóðaviðskiptum. Námið er sérsniðið fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja ná starfsframa á alþjóðavettvangi, að sögn forstöðumanna námsins. Sjónum er sérstaklega beint að sérstökum markaðssvæðum auk þess sem nemendur munu dvelja í eina önn á þriðja misseri námsins á erlendri grund í því skyni að víkka sjóndeildarhring þeirra enn frekar. Viðskipti innlent 7.3.2007 09:36
Verður hægt að stinga bílnum í samband Bílar framtíðarinnar verða knúnir áfram með rafmagni í bland við hefðbundið eldsneyti. Ólíkt eldri tvinnbílum, sem fyrir eru, verður hægt að stinga þessum í samband við rafmagn og hlaða þá á næturnar meðan ökumaður sefur. Framkvæmdastjóri Orkusetursins segir þetta hagkvæma framtíðartækni og góða búbót fyrir orkufyrirtækin. Innlent 6.3.2007 20:12
Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð rétt í þessu á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaspítala. Lögreglan hefur lokað veginum tímabundið vegna þess. Samkvæmt fyrstu fréttum slasaðist einn maður. Enn er ekki vitað hversu margir bílar voru í slysinu eða hvernig það gerðist. Meira mun birtast um málið um leið og fregnir berast. Innlent 6.3.2007 20:28
Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. Innlent 6.3.2007 19:58
Bætur öryrkja falla ekki niður vegna vinnu Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þótt þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði, verði tillögur nefndar forsætisráðherra að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Tillögurnar eru unnar í góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. Innlent 6.3.2007 19:42
Geðhjálp segir fólki úthýst af Landspítalanum Vilyrði ráðamanna um að koma því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík til hjálpar virðast innistæðulaus. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fullyrðir að fólkinu sé úthýst af Landspítalanum. Innlent 6.3.2007 19:35
Nýtt frumvarp breytir skattbyrði álversins í Straumsvík Álverið í Straumsvík greiðir sömu skatta og önnur fyrirtæki hér á landi, nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Álverið greiðir þá tæplega helmingi minna í skatta til ríkisins en nær tvöfalt meira til Hafnarfjarðarbæjar. Innlent 6.3.2007 18:56
Sjálfstæðismenn fá frest til fimmtudags Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnarandstaðan vill greiða götu slíks frumvarps en ráðherrann dregur í efa heilindi hennar og segir hana ýmist hæða eða hrósa Framsóknarflokknum. Innlent 6.3.2007 18:11
Áhersla lögð á öryggisráðsframboðið Sendiherra Íslands í Suður-Afríku ætlar í starfi sínu að leggja áherslu á að afla stuðningsmanna í álfunni við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins kveðst reiðubúinn að styðja framboðið. Innlent 6.3.2007 18:21
Vanskil einstaklinga og fyrirtækja ekki minni í sex ár Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnanna lækkaði úr tæplega 0,7 prósentum í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra í rúmlega 0,5 prósent í lok síðasta árs og hafa vanskil ekki verið jafn lítil í sex ár, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Viðskipti innlent 6.3.2007 13:42
Ríkisstofnanir fá endurgreiðslu Til stendur að endurgreiða ríkisstofnunum virðisaukaskatt af allri þjónustu sem þær kaupa af tölvu-og hugbúnaðarfyrirtækjum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upplýsti um þetta á ráðstefnunni „Útvistun - allra hagur“ sem haldin var fyrir helgi af Samtökum UT-fyrirtækja, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum og ráðuneytum fjármála, iðnaðar og viðskipta. Viðskipti innlent 5.3.2007 23:23
Umferðaróhapp á Sæbraut í kvöld Umferðaróhapp varð á Sæbraut til móts við Aktu Taktu skyndibitastaðinn í kvöld. Slysið var ekki alvarlegt en farþegi í aftursæti í öðrum bílnum slasaðist lítillega. Ökumenn beggja bílanna sluppu ómeiddir. Lögreglan vísar sem stendur umferð af Sæbrautinni inn á Skúlagötuna á meðan hún sinnir störfum sínum. Bílarnir skemmdust eitthvað en ekki er vitað hvort að þeir séu ökufærir. Innlent 5.3.2007 22:23
Veður fer versnandi á Holtavörðuheiði Veður og færð fer versnandi á Holtavörðuheiði og eru ökumenn lítilla bíla beðnir að leggja ekki á heiðina fyrir nóttina. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur er lokaður og einnig er varað við snjóflóðahættu á veginum um Óshlíð. Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að aðstoða mann sem hafði fest sig á Steingrímsfjarðarheiði en Vegagerðin hafði varað fólk við að ferðast þar um þar sem þjónustu var hætt klukkan átta í kvöld. Innlent 5.3.2007 22:09
Ókeypis hafragrautur handa svöngum nemendum Grunnskóli á Akureyri hefur brotið blað í sögu skóla þar í bæ með því að bjóða öllum nemendum sínum upp á ókeypis hafragraut. Börnin taka árbítnum fagnandi og rennur grauturinn ofan í maga nemenda í stríðum straumum. Innlent 5.3.2007 19:50
Akureyrarbær boðar kennara á sérfund Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að funda með kennurum vegna kjaradeilunnar. Akureyrarbær hefur einnig boðað sína kennara á sérfund og er fyrsta sveitarfélagið sem tekur það það skref. Innlent 5.3.2007 19:30
Gera lítið úr ágreiningi Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna gerðu lítið úr ágreiningi sínum eftir að hafa verið á fundi í forsætisráðuneytinu í morgun. Engin niðurstaða er enn komin í málið. Innlent 5.3.2007 19:14
Stjórnarandstaðan vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá Þingflokkar Samfylkingar, vinstri grænna og frjálslyndra vilja greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði tekið upp í stjórnarskrá. Þingflokkarnir samþykkja jafnframt að afgreiðsla frumvarps til nýrra stjórnskipunarlaga, með slíku innihaldi, verði forgangsmál í störfum Alþingis það sem eftir lifir þingtímans. Innlent 5.3.2007 19:00