Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas 7. mars 2007 18:45 Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Þetta mál hefur verið að vinda uppá sig í pólitíkinni í Texas síðustu daga en Aron Pálmi Ágústsson sem sat í unglingafangelsi í sjö ár hefur tengst því vegna reynslu sinnar. Í gær stormuðu lögreglumenn ínn í öll unglingafangelsi í Texas til að rannska ásakanir um víðtæka hylmingu yfir kynferðisofbeldi gegn föngunum á síðustu árum. Í síðustu viku var Perry ríkisstjóri borin þeim sökum að starfsfólk hans hefði ekki brugðist við í tvö ár þrátt fyrir vitneskju um þetta kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur ringt yfir sögum og ásökunum um misbeitingu starfsmanna á unglingunum. Yfirstjórn þessara barnafangelsa, - Texas Youth Commission - hefur verið vikið frá og ríkisstjórinn hefur fyrirskipað víðtæka rannsókn. Fylkisþingið hefur rinnig stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Málið hefur vakið athygli um allt land. Andstæðingur Perrys fylkisstjóra hafa sótt hart að honum vegna þessa henykslismáls. Einn af þeim sem þar hefur verið fremstur í flokki, Juan Hinojosa, þigmaður, hafði samband við Aron Pálma en hann eyddi sjö árum í Giddings barnafangelsinu í Texas - og er enn á reynslulausn eftir að hafa hlotið 10 ára fangelsisdóm þrettán ára gamall. Fór hann fram á það að Aron vitnaði um eigin reynslu og því sem hann upplifði í Giddings. Hann var sjálfur fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir raunar að í unglingafangelsinu hafi slíkt ofbeldi verið daglegt brauð. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann óttaðist hemdaraðgerðir ef hann vitnaði gegn Texas Youth Commission. Vegna þessa hefur Aron haft samband við íslenska sendiráðið í Washington og beðið um stuðning. Aron Pálmi er enn á reynslulausn og er með takmarkað ferðafrelsi. Hann fær að sækja skóla en er stöðugt með GPS senditæki fest við ökklann og fylgst er með honum. 10 ára refsidómi sem hann hlaut 13 ára lýkur í ágúst og mun hann þegar koma til Íslands. Hann hlaut dóm sinn fyrir að brjóta gegn sér yngri dreng með því að setja lim hans í munn sér. Saksóknarinn í málinu krafðist 30 ára fangelsis yfir honum en dómarinn taldi 10 ára dóm hæfilegan. Beiðni Arons um að vera fluttur í afplánun til Íslands hefur ítrekað verið hafnað. Fréttir Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Þetta mál hefur verið að vinda uppá sig í pólitíkinni í Texas síðustu daga en Aron Pálmi Ágústsson sem sat í unglingafangelsi í sjö ár hefur tengst því vegna reynslu sinnar. Í gær stormuðu lögreglumenn ínn í öll unglingafangelsi í Texas til að rannska ásakanir um víðtæka hylmingu yfir kynferðisofbeldi gegn föngunum á síðustu árum. Í síðustu viku var Perry ríkisstjóri borin þeim sökum að starfsfólk hans hefði ekki brugðist við í tvö ár þrátt fyrir vitneskju um þetta kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur ringt yfir sögum og ásökunum um misbeitingu starfsmanna á unglingunum. Yfirstjórn þessara barnafangelsa, - Texas Youth Commission - hefur verið vikið frá og ríkisstjórinn hefur fyrirskipað víðtæka rannsókn. Fylkisþingið hefur rinnig stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Málið hefur vakið athygli um allt land. Andstæðingur Perrys fylkisstjóra hafa sótt hart að honum vegna þessa henykslismáls. Einn af þeim sem þar hefur verið fremstur í flokki, Juan Hinojosa, þigmaður, hafði samband við Aron Pálma en hann eyddi sjö árum í Giddings barnafangelsinu í Texas - og er enn á reynslulausn eftir að hafa hlotið 10 ára fangelsisdóm þrettán ára gamall. Fór hann fram á það að Aron vitnaði um eigin reynslu og því sem hann upplifði í Giddings. Hann var sjálfur fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir raunar að í unglingafangelsinu hafi slíkt ofbeldi verið daglegt brauð. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann óttaðist hemdaraðgerðir ef hann vitnaði gegn Texas Youth Commission. Vegna þessa hefur Aron haft samband við íslenska sendiráðið í Washington og beðið um stuðning. Aron Pálmi er enn á reynslulausn og er með takmarkað ferðafrelsi. Hann fær að sækja skóla en er stöðugt með GPS senditæki fest við ökklann og fylgst er með honum. 10 ára refsidómi sem hann hlaut 13 ára lýkur í ágúst og mun hann þegar koma til Íslands. Hann hlaut dóm sinn fyrir að brjóta gegn sér yngri dreng með því að setja lim hans í munn sér. Saksóknarinn í málinu krafðist 30 ára fangelsis yfir honum en dómarinn taldi 10 ára dóm hæfilegan. Beiðni Arons um að vera fluttur í afplánun til Íslands hefur ítrekað verið hafnað.
Fréttir Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira