Mjúk eða hörð stjórnun 7. mars 2007 09:36 Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun. Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. Mannauðsstjórnun er þá borin saman við hefðbundna starfsmannastjórnun sem er af mörgum talin vera bundin kostnaðareftirliti og skrifstofuhaldi sem starfi ekki endilega í takt við stefnu fyrirtækis. Oft velta menn vöngum yfir hvort munur sé á hefðbundinni starfsmannastjórnun og nútíma mannauðsstjórnun og hvort einhver möguleiki sé í raun á að skapa virði í hefðbundnum starfsmannadeildum. Hvort ekki sé um að ræða nýtt nafn á einum og sama hlutnum. Meginmarkmið mannauðsstjórnunar er stjórnun í anda stefnumiðaðra vinnubragða með langtíma markmiðum þar sem fyrirtæki geti á fljótan og öruggan hátt snúið stefnu í framkvæmd. Þá er stefna mannauðsdeilda samræmd viðskiptastefnu fyrirtækisins að öllu leyti. Mannauðsstjórnun hefur einnig verið skipt í mjúka og harða stjórnun þar sem mjúk mannauðsstjórnun er tákn fyrir mannúðlega stefnu í umhverfi sem virðir tryggð, þarfir, tilfinningar og góð samskipti á meðal starfsmanna. Hörð mannauðsstjórnun stendur fyrir áherslu á að minnka kostnað með áherslu á skipulag og áætlanir þar sem full nýting er fengin úr mannauði. Með nýju hlutverki mannauðsdeilda er nauðsynlegt að mæla árangur því deildirnar þurfa að sýna fram á virðisskapandi starfsemi sem sannarlega tekur heildarstefnu fyrirtækis með í reikninginn. Ekki er nóg að sýna fram á lækkun kostnaðar og skilvirkni heldur þarf að skilgreina hlutverk starfsmanna með tilliti til stefnu. Með áherslu á stefnumiðaða mannauðsstjórnun geta mælingar breyst úr hefðbundnum viðmiðum og mælingum sem oftast eru tengdar kostnaði við ráðningar eða kostnaði við þjálfun, yfir í mælingar sem sýna prósentuhlutfall þeirra starfsmanna sem hafa fengið þjálfun, prósentuhlutfall starfsmanna sem mælast hjálplegir við viðskiptavini eða hversu margir starfsmenn eru stundvísir svo dæmi séu tekin. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. Mannauðsstjórnun er þá borin saman við hefðbundna starfsmannastjórnun sem er af mörgum talin vera bundin kostnaðareftirliti og skrifstofuhaldi sem starfi ekki endilega í takt við stefnu fyrirtækis. Oft velta menn vöngum yfir hvort munur sé á hefðbundinni starfsmannastjórnun og nútíma mannauðsstjórnun og hvort einhver möguleiki sé í raun á að skapa virði í hefðbundnum starfsmannadeildum. Hvort ekki sé um að ræða nýtt nafn á einum og sama hlutnum. Meginmarkmið mannauðsstjórnunar er stjórnun í anda stefnumiðaðra vinnubragða með langtíma markmiðum þar sem fyrirtæki geti á fljótan og öruggan hátt snúið stefnu í framkvæmd. Þá er stefna mannauðsdeilda samræmd viðskiptastefnu fyrirtækisins að öllu leyti. Mannauðsstjórnun hefur einnig verið skipt í mjúka og harða stjórnun þar sem mjúk mannauðsstjórnun er tákn fyrir mannúðlega stefnu í umhverfi sem virðir tryggð, þarfir, tilfinningar og góð samskipti á meðal starfsmanna. Hörð mannauðsstjórnun stendur fyrir áherslu á að minnka kostnað með áherslu á skipulag og áætlanir þar sem full nýting er fengin úr mannauði. Með nýju hlutverki mannauðsdeilda er nauðsynlegt að mæla árangur því deildirnar þurfa að sýna fram á virðisskapandi starfsemi sem sannarlega tekur heildarstefnu fyrirtækis með í reikninginn. Ekki er nóg að sýna fram á lækkun kostnaðar og skilvirkni heldur þarf að skilgreina hlutverk starfsmanna með tilliti til stefnu. Með áherslu á stefnumiðaða mannauðsstjórnun geta mælingar breyst úr hefðbundnum viðmiðum og mælingum sem oftast eru tengdar kostnaði við ráðningar eða kostnaði við þjálfun, yfir í mælingar sem sýna prósentuhlutfall þeirra starfsmanna sem hafa fengið þjálfun, prósentuhlutfall starfsmanna sem mælast hjálplegir við viðskiptavini eða hversu margir starfsmenn eru stundvísir svo dæmi séu tekin.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira