Innlent

Snjóflóð á Ísafirði undanfarinn sólarhring

Snjóflóð féll á varnargarðinn, við Sorpbrennslustöðina Funa á Ísafirði, á níunda tímanum í morgun. Varnargarðurinn klauf flóðið en hluti þess fór yfir hann og inn um hurð sem var opin á sorpbrennslustöðinni. Einn maður var í snjómokstursvél á svæðinu, þegar flóðið féll, en sakaði ekki. Talið er að flóðið sé með þeim stærri sem fallið hafa á þessu slóðum frá því varnargarðurinn var byggður. Þá féll snjóflóð í nótt um 200 metra frá bænum Kirkjubóli skammt frá sorpbrennslustöðinni og lokaði veginum um tíma. Talið er að um 17 snjóflóð hafi fallið úr Kirkjubólshlíð undanfarinn sólarhring en flest þeirra eru lítil. Helsta ástæðan er hækkandi hitastig og úrkoma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×