Innlent

Fréttamynd

Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Gengi hlutabréfa tók að lækka hratt í Kauphöll Íslands í kjölfar birtingar matsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Refresco kaupir í Bretlandi

Drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem er í meirihlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaupþings og með starfsemi á 13 stöðum í Evrópu, hefur fest kaup á breska drykkjarvöruframleiðandanum Histogram. Þetta eru fyrstu kaup Refresco í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekjuafgangur hins opinbera 60,1 milljarður í fyrra

Tekjuafgangur hins opinbera nam 20 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er 1,4 milljörðum krónum betri afkoma en ári fyrr. Tekjuafgangur alls síðasta árs nam 60,7 milljörðum króna samanborið við 53,6 milljarða krónur árið á undan, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birgjar svara fyrir sig

Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana.

Innlent
Fréttamynd

Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn

Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál.

Innlent
Fréttamynd

Landsframleiðsla jókst um 2,5 prósent

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,5 prósent að raungildi á síðasta ársfjórðungi 2006 frá sama fjórðungi árið áður. Þjóðarútgjöld jukust hins vegar meira, eða um 3,2 prósent með tilheyrandi halla á viðskiptum við útlönd. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjustu Hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

EES-samningurinn staðist tímans tönn

Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það.

Innlent
Fréttamynd

Sækja póstinn í lögreglufylgd

Fjórar fjölskyldur í Dísar- og Traðarlandi í Bolungarvík mega enn ekki snúa heim vegna yfirvofandi snjóflóðahættu. Húsin voru rýmd fyrir hádegi í gær og íbúarnir þurfa að sækja póstinn í lögreglufylgd.

Innlent
Fréttamynd

Hugbúnaðarsérfræðingar dýrir

Hugbúnaðarsérfræðingar eru dýrir og vandfengnir, segir framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Þannig skýrir hann þrjátíuþúsund króna reikningi sem staðarhaldari í Iðnó fékk fyrir smá viðvik sérfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð

Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri.

Innlent
Fréttamynd

Neyslan fjármögnuð með kreditkortum

Kortavelta í febrúar nam 53,6 milljörðum króna. Þar af nemur velta debertkosta 31,6 milljörðum króna en velta kreditkorta 22,1 milljarði. Kreditkortavelta jókst um 12 prósent frá sama tíma fyrir ári en greiningardeild Kaupþings segir það benda til að neysla heimila sé í auknum mæli fjármögnuð með kreditkortum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launakostnaður jókst um allt að 9,4 prósent

Launakostnaður atvinnurekenda fyrir hverja vinnustund jókst um 2,2 til 9,4 prósent frá fjórða ársfjórðungi 2005 til sama tíma fyrir. Mest var hækkunin í iðnaði og minnst í verslun og þjónustu, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Félagsbústöðum

Talsvert minni hagnaður var af rekstri Félagsbústaða í fyrra en árið á undan. Hagnaðurinn í fyrra nam 836 milljónum króna samanborið við rúma 4,6 milljarða krónum árið á undan. Félagsbústaðir eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og á og rekur félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálfkjörið í stjórn Existu

Sjálfkjörið er í næstu stjórn Existu, sem tekur til starfa eftir aðalfund félagsins sem haldinn verður á morgun. Ágúst Guðmundsson, Bogi Óskar Pálsson, Guðmundur Hauksson, Lýður Guðmundsson, Robert Tchenguiz og Sigurjón Rúnar Rafnsson hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Víða hálka úti á vegum

Greiðfært er um alla helstu vegi á Suður- og Suðausturland. Hálkublettir eru víða á Vesturlandi, hálka er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á fjallvegum. Á Norðurlandi vestra er hálka, hálkublettir og éljagangur. Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtæki taki frekar þátt í öryggismálaumræðu

Ríki og alþjóðastofnanir, víða um heim, ráðfæra sig ekki í nægilega miklum mæli við fyrirtæki í einkageiranum þegar kemur að því að bregðast við öryggisógnum. Þetta segir virtur breskur sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum sem kemur í haust til starfa hjá Háskóla Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Bylting í gagnaflutningum

Þrjú símafyrirtæki munu keppa um hylli farsímanotenda með þriðju kynslóð farsíma, en þau uppfylla öll lágmarksskilyrði Póst- og fjarskiptastofnunar um uppbyggingu kerfisins. Alger bylting verður í gagnaflutningum með tilkomu kerfisins en tilboð í uppbyggingu þess voru opnuð í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Dorrit sveiflaði sér í kaðli

Forsetafrúin klifraði upp kaðla með nemendum Ártúnsskóla í Reykjavík og forsetinn var spurður að því hvernig honum þætti að láta gera grín að sér í Spaugsstofunni, þegar þau voru í opinberri heimsókn í skólanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rifist um stjórnarskrána

Stjórn og stjórnarandstaða tókust á um það, á Alþingi í dag, hvort stjórnarskrárfrumvarp formanna stjórnarflokkanna tryggði eignarhald útgerðarinnar á auðlindum sjávar eða ekki. Forsætisráðherra segir frumvarpið afstýra þessu en formaður Samfylkingarinnar segir frumvarpið eins og óútfylltan tékka fyrir dómstóla landsins að skera úr um.

Innlent
Fréttamynd

30 þúsund fyrir kortersvinnu

Er eðlilegt að borga tæpar þrjátíu þúsund krónur fyrir kortersvinnu? Ekki finnst staðarhaldara Iðnó, sem blöskrar okrið á útkalli hjá tölvufyrirtæki í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Telja fasteignaverð á uppleið

Greiningardeild Kaupþings segir svo virðast sem líf sé að færast í fasteignamarkaðinn og bendir á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið kipp um janúar og hækkað um 2,3 prósent á milli mánaða. Bendi allt til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði í febrúar, einkum á fjölbýli, að sögn deildarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólgan meiri en spáð var

Verðbólga mældist 5,9 prósent í síðasta mánuði. Þetta er meiri verðbólga en greinendur gerðu ráð fyrir og að minnsta kosti þriðja verðbólgumælingin í röð þar sem verðbólga er yfir spám. Margt bendir til að fjárfestar telji líkur á að stýrivextir haldist háir lengur en gert hafði verið ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

3-400 störf á landsbyggðina

Þrjú til fjögurhundruð störf gætu lagst landsbyggðinni til á ári að mati formanns Samfylkingarinnar ef störf óháð staðsetningu væru auglýst sem slík.

Innlent
Fréttamynd

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljarðar króna

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,4 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru 960 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán sjóðsins námu 3,5 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána námu 9,2 milljónum króna, að því er segir í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður segir brunabótamat fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og víðar enn langt undir markaðsvirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkun virðisauka á matvöru skilar sér að hluta

Vísitala neysluverð lækkaði um 0,34 prósent á milli mánaða og jafngildir það að verðbólga sé 5,9 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er mun minni lækkun en gert var ráð fyrir. Lækkun virðisaukaskatts á matvöru hefur þó skilað sér því á tímabilinu lækkaði verð á mat og drykk um rúm sjö prósent. Verð á veitingum lækkaði þó aðeins um 3,2 prósent.

Viðskipti innlent