Innlent

Rifist um stjórnarskrána

Stjórn og stjórnarandstaða tókust á um það, á Alþingi í dag, hvort stjórnarskrárfrumvarp formanna stjórnarflokkanna tryggði eignarhald útgerðarinnar á auðlindum sjávar eða ekki. Forsætisráðherra segir frumvarpið afstýra þessu en formaður Samfylkingarinnar segir frumvarpið eins og óútfylltan tékka fyrir dómstóla landsins að skera úr um.

Frumvarp formanna stjórnarflokkanna um breytingar á stjórnarskránni kom til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. En frumvarpinu er ætlað að binda þjóðareign á auðlindum sem ekki eru nú þegar í einkaeign í stjórnarskrána.

Stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórnarflokkanna harðlega fyrir aðdraganda málsins og hvað það kemur seint fram á þinginu, aðeins nokkrum dögum fyrir þinglok. En efnislega takast stjórnarliðar og stjórnarandstaða um það hvort ákvæðið tryggir eignarrétt útgerðarinnar á fisknum í sjónum eða hvort það geri einmitt það gagnstæða.

Forsætisráðherra sagði að frumvarpið tryggði í fyrsta lagi að ekki væri hægt að gera fyrirvaralausar breytingar á réttindum aðila til að nýta t.d. auðlindir sjávar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×