Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn 14. mars 2007 12:30 Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefndina í júlí 2004 og var henni ætlað að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild. Gerðar voru ýmsar tillögur um aukin samskipti Íslands og ESB en þegar kom að spurningu um aðild fóru flokkarnir í sínar skotgrafir. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Frjálslyndra voru andvígir, Framsóknarmenn töldu þörf á umræðu en Samfylkingarmenn töluðu fyrir aðild. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður nefndarinnar að vissulega væru skiptar skoðanir um aðild innan Sjálfstæðisflokksins. Yrði aðild að ESB hitamál í íslenskum stjórnmálum þá myndi það leiða til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi um langt árabil verið menn sem vilji íhuga það að ganga í ESB. Össur Skarphéðinssin, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir einn helsta ásteitingarsteininn í starfi nefndarinnar hafa verið sjávarútvegsmál. Hann telur sjávarútvegsstefnu ESB ekki fyrirstöðu - aðild yrði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. Þessu er Ragnar Arnalds, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ekki sammála. Hann segir að með aðild yrði að fórna yfirráðum yfir landhelgi Íslands til Evrópusambandsins. Gælt hafi verið við þá hugmynd að fá landhelgina viðurkennda sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem Íslendingar réðu sjálfir. Í skýrslunni séu menn sammála um að það sé ekki raunhæfur möguleiki eftir viðræður við forystumenn ESB. Ragnar segir að í raun sé þessum möguleika ýtt af borðinu í skýrslunni. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefndina í júlí 2004 og var henni ætlað að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild. Gerðar voru ýmsar tillögur um aukin samskipti Íslands og ESB en þegar kom að spurningu um aðild fóru flokkarnir í sínar skotgrafir. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Frjálslyndra voru andvígir, Framsóknarmenn töldu þörf á umræðu en Samfylkingarmenn töluðu fyrir aðild. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður nefndarinnar að vissulega væru skiptar skoðanir um aðild innan Sjálfstæðisflokksins. Yrði aðild að ESB hitamál í íslenskum stjórnmálum þá myndi það leiða til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi um langt árabil verið menn sem vilji íhuga það að ganga í ESB. Össur Skarphéðinssin, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir einn helsta ásteitingarsteininn í starfi nefndarinnar hafa verið sjávarútvegsmál. Hann telur sjávarútvegsstefnu ESB ekki fyrirstöðu - aðild yrði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. Þessu er Ragnar Arnalds, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ekki sammála. Hann segir að með aðild yrði að fórna yfirráðum yfir landhelgi Íslands til Evrópusambandsins. Gælt hafi verið við þá hugmynd að fá landhelgina viðurkennda sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem Íslendingar réðu sjálfir. Í skýrslunni séu menn sammála um að það sé ekki raunhæfur möguleiki eftir viðræður við forystumenn ESB. Ragnar segir að í raun sé þessum möguleika ýtt af borðinu í skýrslunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira