Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn 14. mars 2007 12:30 Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefndina í júlí 2004 og var henni ætlað að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild. Gerðar voru ýmsar tillögur um aukin samskipti Íslands og ESB en þegar kom að spurningu um aðild fóru flokkarnir í sínar skotgrafir. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Frjálslyndra voru andvígir, Framsóknarmenn töldu þörf á umræðu en Samfylkingarmenn töluðu fyrir aðild. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður nefndarinnar að vissulega væru skiptar skoðanir um aðild innan Sjálfstæðisflokksins. Yrði aðild að ESB hitamál í íslenskum stjórnmálum þá myndi það leiða til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi um langt árabil verið menn sem vilji íhuga það að ganga í ESB. Össur Skarphéðinssin, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir einn helsta ásteitingarsteininn í starfi nefndarinnar hafa verið sjávarútvegsmál. Hann telur sjávarútvegsstefnu ESB ekki fyrirstöðu - aðild yrði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. Þessu er Ragnar Arnalds, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ekki sammála. Hann segir að með aðild yrði að fórna yfirráðum yfir landhelgi Íslands til Evrópusambandsins. Gælt hafi verið við þá hugmynd að fá landhelgina viðurkennda sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem Íslendingar réðu sjálfir. Í skýrslunni séu menn sammála um að það sé ekki raunhæfur möguleiki eftir viðræður við forystumenn ESB. Ragnar segir að í raun sé þessum möguleika ýtt af borðinu í skýrslunni. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefndina í júlí 2004 og var henni ætlað að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild. Gerðar voru ýmsar tillögur um aukin samskipti Íslands og ESB en þegar kom að spurningu um aðild fóru flokkarnir í sínar skotgrafir. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Frjálslyndra voru andvígir, Framsóknarmenn töldu þörf á umræðu en Samfylkingarmenn töluðu fyrir aðild. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður nefndarinnar að vissulega væru skiptar skoðanir um aðild innan Sjálfstæðisflokksins. Yrði aðild að ESB hitamál í íslenskum stjórnmálum þá myndi það leiða til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi um langt árabil verið menn sem vilji íhuga það að ganga í ESB. Össur Skarphéðinssin, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir einn helsta ásteitingarsteininn í starfi nefndarinnar hafa verið sjávarútvegsmál. Hann telur sjávarútvegsstefnu ESB ekki fyrirstöðu - aðild yrði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. Þessu er Ragnar Arnalds, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ekki sammála. Hann segir að með aðild yrði að fórna yfirráðum yfir landhelgi Íslands til Evrópusambandsins. Gælt hafi verið við þá hugmynd að fá landhelgina viðurkennda sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem Íslendingar réðu sjálfir. Í skýrslunni séu menn sammála um að það sé ekki raunhæfur möguleiki eftir viðræður við forystumenn ESB. Ragnar segir að í raun sé þessum möguleika ýtt af borðinu í skýrslunni.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira