Innlent

Sækja póstinn í lögreglufylgd

 

Fjórar fjölskyldur í Dísar- og Traðarlandi í Bolungarvík mega enn ekki snúa heim vegna yfirvofandi snjóflóðahættu. Húsin voru rýmd fyrir hádegi í gær og íbúarnir þurfa að sækja póstinn í lögreglufylgd.

Fjölskyldunum fjórum verður ekki hleypt heim fyrr en veðurstofan gefur grænt ljós á að snjóflóðahætta sé liðin hjá. Hann spáir suðaustan hvassviðri í nótt með þíðu og eykur það hættu á snjóflóðum. Því er ólíklegt að fólkið fái að snúa heim á næstu klukkustundum. Íbúarnir eru margir ósáttir við að þurfa að yfirgefa heimili sín. Þeirra á meðal er Kolbrún Ármannsdóttir, íbúi við Traðarland, sem finnst einkennilegt að þurfa að sækja póstinn sinn í lögreglufylgd - þegar póstberinn getur dreift honum þangað óáreittur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×