Innlent

30 þúsund fyrir kortersvinnu

Er eðlilegt að borga tæpar þrjátíu þúsund krónur fyrir kortersvinnu? Ekki finnst staðarhaldara Iðnó, sem blöskrar okrið á útkalli hjá tölvufyrirtæki í höfuðborginni.

Til að lækka virðisaukaskattinn á útseldan mat þurfti Margrét Einarsdóttir sem rekur veitingaþjónustu í Iðnó að kalla til tölvusérfræðing frá Nýherja svo að matartakkinn á kassanum legði sjö prósenta skatt á matinn, í stað fjórtán prósenta áður. Henni blöskrar kostnaðurinn við þessa einföldu aðgerð. Margrét segir að til sín hafi komið piltur, staldrað við í 15-20 mínútur á meðan hann breytti matartakkanum. Síðan kom reikningurinn og Margréti brá í brún. Hann hljóðaði upp á 29.173 kr. Þar af voru reiknaðar tvær vinnustundir og tímakaupið var 10.900 kr.

Að borga tæpar 30 þúsund krónur fyrir um það bil kortersvinnu finnst Margréti til marks um misræmi í verðmætamati. Sjálf leigir hún út sal undir 4-5 tíma fundi að degi til, með Kjarval á veggjum, útsýni yfir Tjörnina og starfsmann fyrir lægri upphæð. Um 20 þúsund krónur.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×