Birgjar svara fyrir sig 14. mars 2007 18:56 Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. Hundruð ábendinga hafa borist Neytendastofu um að veitingastaðir og mötuneyti hafi ekki lækkað verð eftir skattalagabreytingarnar fyrsta mars. Sumir veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki lækka. Svigrúmið sé ekkert vegna hækkana hjá birgjum. Fréttastofa hafði samband við ýmsa birgja og veitingamenn í dag. Stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta til landsins, Bananar ehf., sem selur til fjölda veitingastaða, neitar því að verð hjá þeim hafi hækkað á árinu. Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana, segir álagningu fyrirtækisins ekki hafa hækkað. "En aftur á móti á sama tímabili í fyrra hefur tollgengi hækkað um 14% á evru. Þannig að við erum að gera betri innkaup, betri magninnkaup og erum að selja meira. En álagning Banana hefur ekki hækkað." Um tugur veitinga- og kaffihúsa kaupir kaffi frá Kaffitári. En af hverju hækkaði kaffi frá þeim um 4,8% í janúar? "Það var vegna almennra kauphækkana í landinu og svo út af hækkun á kaffiverði," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Heimsmarkaðsverð á kaffi tók að stíga í október og náði hámarki um áramótin. Aðalheiður segir að megnið af því kaffi sem fyrirtækið kaupi sé einmitt keypt í desember. Kaffitár kaupir mikið frá Mið-Ameríku, segir Aðalheiður, og uppskerurnar þar eru að koma í hús í desember og um þá er Kaffitár að gera framvirka samninga beint við bændur til nokkurra ára. Aðalheiður segir einnig nokkuð launaskrið hafa orðið vegna þess að erfitt hafi verið að fá starfsfólk. Rétt er að taka fram að verð á kaffihúsum Kaffitárs lækkaði að meðaltali um fjórtán prósent þann fyrsta mars. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verð á kjöti frá birgjum til veitingastaða hækkað um allt að 20 prósent frá miðju síðasta ári. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum sagði í samtali við fréttastofu í dag að nautakjöt frá sláturhúsum hefði hækkað um 7-8 prósent frá því í september. Ferskar kjötvörur hefði ekki skilað því út í verð til veitingastaða fyrr en fjórum mánuðum síðar og var þá hækkað um 5-6 prósent. Þá hafi svínakjöt hækkað í janúar vegna launahækkana og dýrari aðfanga. Leifur segir að síðastliðið hálft annað ár hafi verðstríð geisað milli sláturleyfishafa og kjötskorturinn hafi hækkað mjög verð, meðal annars á nautakjöti. Hækkanir sem kjötvinnslurnar hafi tekið á sig að hluta. . Fréttir Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. Hundruð ábendinga hafa borist Neytendastofu um að veitingastaðir og mötuneyti hafi ekki lækkað verð eftir skattalagabreytingarnar fyrsta mars. Sumir veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki lækka. Svigrúmið sé ekkert vegna hækkana hjá birgjum. Fréttastofa hafði samband við ýmsa birgja og veitingamenn í dag. Stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta til landsins, Bananar ehf., sem selur til fjölda veitingastaða, neitar því að verð hjá þeim hafi hækkað á árinu. Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana, segir álagningu fyrirtækisins ekki hafa hækkað. "En aftur á móti á sama tímabili í fyrra hefur tollgengi hækkað um 14% á evru. Þannig að við erum að gera betri innkaup, betri magninnkaup og erum að selja meira. En álagning Banana hefur ekki hækkað." Um tugur veitinga- og kaffihúsa kaupir kaffi frá Kaffitári. En af hverju hækkaði kaffi frá þeim um 4,8% í janúar? "Það var vegna almennra kauphækkana í landinu og svo út af hækkun á kaffiverði," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Heimsmarkaðsverð á kaffi tók að stíga í október og náði hámarki um áramótin. Aðalheiður segir að megnið af því kaffi sem fyrirtækið kaupi sé einmitt keypt í desember. Kaffitár kaupir mikið frá Mið-Ameríku, segir Aðalheiður, og uppskerurnar þar eru að koma í hús í desember og um þá er Kaffitár að gera framvirka samninga beint við bændur til nokkurra ára. Aðalheiður segir einnig nokkuð launaskrið hafa orðið vegna þess að erfitt hafi verið að fá starfsfólk. Rétt er að taka fram að verð á kaffihúsum Kaffitárs lækkaði að meðaltali um fjórtán prósent þann fyrsta mars. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verð á kjöti frá birgjum til veitingastaða hækkað um allt að 20 prósent frá miðju síðasta ári. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum sagði í samtali við fréttastofu í dag að nautakjöt frá sláturhúsum hefði hækkað um 7-8 prósent frá því í september. Ferskar kjötvörur hefði ekki skilað því út í verð til veitingastaða fyrr en fjórum mánuðum síðar og var þá hækkað um 5-6 prósent. Þá hafi svínakjöt hækkað í janúar vegna launahækkana og dýrari aðfanga. Leifur segir að síðastliðið hálft annað ár hafi verðstríð geisað milli sláturleyfishafa og kjötskorturinn hafi hækkað mjög verð, meðal annars á nautakjöti. Hækkanir sem kjötvinnslurnar hafi tekið á sig að hluta. .
Fréttir Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira