Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Alltaf verið hrædd við að staðna

Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir fór út til Los Angeles á vit ævintýranna fyrir nokkrum árum og lærði leiklist. Hún starfar sem söngkona og lagahöfundur í Kaupmannahöfn og vinnur að nýrri plötu. 

Lífið
Fréttamynd

Freyr til liðs við Heimi í Katar

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands í knattspyrnu, er í þann mund að skrifa undir hjá Al-Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson ræður ríkjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gagnrýni rignir yfir Róbert

Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“

„Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Rafmagnaður bíltúr frá Mosó til Alicante

Hjónin Bragi Þór Antoníusson og Dagný Fjóla Jóhannsdóttir fluttu nýverið ásamt sonum sínum tveimur til Spánar. Þau flugu þó ekki út, líkt og flestir Íslendingar eru vanir að gera þegar þeir skella sér til sólarlanda, heldur keyrðu þau frá Mosfellsbæ til Alicante og það á rafmagnsbíl.

Lífið
Fréttamynd

Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar

Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna

Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví.

Erlent