Hómófóbísk líkamsárás náðist á myndband: „Ég var bara í sjokki“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 21:01 Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð. Vísir/Samsett Íslendingur sem varð fyrir árás vegna kynhneigðar sinnar í líkamsræktarstöð í Síle í vikunni segist hafa óttast um líf sitt. Lögreglan brást honum en maðurinn segir málinu hvergi nærri lokið. Ómar Alejandro Waldosson, uppalinn á Hvolsvelli, hefur notið frísins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari með meiru og var farinn að mæta reglulega í tiltekna líkamsræktarstöð í heimabæ sínum Quilpué þar til hann varð allt í einu fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn. Á myndbandi úr öryggismyndavélum sem sjá má hér að ofan má sjá Ómar þar sem hann situr á bekk hægra megin í salnum í appelsínugulum bol, þegar ókunnugur maður í hlýrabol kemur upp að honum. „Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ segir Ómar. Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð.Vísir/Samsett Á engum tímapunkti koma þjálfarar líkamsræktarstöðvarinnar Ómari til hjálpar, sem hann segir óásættanlegt. „Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar. Algert úrræðaleysi á þeim tímapunkti en málinu er ekki lokið. Ómar segist munu fara með málið alla leið og sjá til þess, með sönnunargögnin að vopni, að maðurinn hljóti refsingu. Maðurinn hefur haft í hótunum við Ómar og málið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á svæðinu. Chile Líkamsræktarstöðvar Íslendingar erlendis Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ómar Alejandro Waldosson, uppalinn á Hvolsvelli, hefur notið frísins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari með meiru og var farinn að mæta reglulega í tiltekna líkamsræktarstöð í heimabæ sínum Quilpué þar til hann varð allt í einu fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn. Á myndbandi úr öryggismyndavélum sem sjá má hér að ofan má sjá Ómar þar sem hann situr á bekk hægra megin í salnum í appelsínugulum bol, þegar ókunnugur maður í hlýrabol kemur upp að honum. „Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ segir Ómar. Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð.Vísir/Samsett Á engum tímapunkti koma þjálfarar líkamsræktarstöðvarinnar Ómari til hjálpar, sem hann segir óásættanlegt. „Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar. Algert úrræðaleysi á þeim tímapunkti en málinu er ekki lokið. Ómar segist munu fara með málið alla leið og sjá til þess, með sönnunargögnin að vopni, að maðurinn hljóti refsingu. Maðurinn hefur haft í hótunum við Ómar og málið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á svæðinu.
Chile Líkamsræktarstöðvar Íslendingar erlendis Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira