Hómófóbísk líkamsárás náðist á myndband: „Ég var bara í sjokki“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 21:01 Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð. Vísir/Samsett Íslendingur sem varð fyrir árás vegna kynhneigðar sinnar í líkamsræktarstöð í Síle í vikunni segist hafa óttast um líf sitt. Lögreglan brást honum en maðurinn segir málinu hvergi nærri lokið. Ómar Alejandro Waldosson, uppalinn á Hvolsvelli, hefur notið frísins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari með meiru og var farinn að mæta reglulega í tiltekna líkamsræktarstöð í heimabæ sínum Quilpué þar til hann varð allt í einu fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn. Á myndbandi úr öryggismyndavélum sem sjá má hér að ofan má sjá Ómar þar sem hann situr á bekk hægra megin í salnum í appelsínugulum bol, þegar ókunnugur maður í hlýrabol kemur upp að honum. „Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ segir Ómar. Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð.Vísir/Samsett Á engum tímapunkti koma þjálfarar líkamsræktarstöðvarinnar Ómari til hjálpar, sem hann segir óásættanlegt. „Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar. Algert úrræðaleysi á þeim tímapunkti en málinu er ekki lokið. Ómar segist munu fara með málið alla leið og sjá til þess, með sönnunargögnin að vopni, að maðurinn hljóti refsingu. Maðurinn hefur haft í hótunum við Ómar og málið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á svæðinu. Chile Líkamsræktarstöðvar Íslendingar erlendis Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Ómar Alejandro Waldosson, uppalinn á Hvolsvelli, hefur notið frísins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari með meiru og var farinn að mæta reglulega í tiltekna líkamsræktarstöð í heimabæ sínum Quilpué þar til hann varð allt í einu fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn. Á myndbandi úr öryggismyndavélum sem sjá má hér að ofan má sjá Ómar þar sem hann situr á bekk hægra megin í salnum í appelsínugulum bol, þegar ókunnugur maður í hlýrabol kemur upp að honum. „Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ segir Ómar. Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð.Vísir/Samsett Á engum tímapunkti koma þjálfarar líkamsræktarstöðvarinnar Ómari til hjálpar, sem hann segir óásættanlegt. „Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar. Algert úrræðaleysi á þeim tímapunkti en málinu er ekki lokið. Ómar segist munu fara með málið alla leið og sjá til þess, með sönnunargögnin að vopni, að maðurinn hljóti refsingu. Maðurinn hefur haft í hótunum við Ómar og málið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á svæðinu.
Chile Líkamsræktarstöðvar Íslendingar erlendis Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira