Sagði skilið við fjármálaheiminn til að gerast vínbóndi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. apríl 2022 23:16 Íslenskur doktor í stærðfræði ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn, láta drauminn rætast og gerast vínbóndi í Sviss. Hann er nú á landinu að kynna vín sitt fyrir Íslendingum og býður öllum sem vilja að koma að smakka. Þeir eru ekki margir íslensku vínbændurnir - hvað þá íslensku vínbændurnir sem eru með doktorspróf í stærðfræði. En hér er einn slíkur: Höskuldur Ari Hauksson sem ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn úti í Sviss og helga líf sitt vínbúskap. Höskuldur hélt vínsmakk fyrir alla sem vildu á Hilton Nordica milli 14 og 19 í dag. Það verður aftur á sama tíma á morgun. Við litum við í vínsmakkið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag - hægt er að sjá hvernig var þar í myndbandinu hér að ofan. vísir/arnar „Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu. Ég byrjaði að kaupa eitt tonn af pinot noir þrúgum - fór með það ofan í þvottahús og bjó til vín heima. Gerði það í tvö, þrjú ár og þriðja árið tók ég við fyrstu ekrunni minni. Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir Höskuldur Ari. Það var fyrir fimm árum sem Höskuldur keypti vínekru í sveitarfélaginu Rüfenach í Sviss. Þar er lífið líkast draumi - allavega á myndum... Vínekrur Höskuldar í Rüfenach eru óneitanlega fallegar.aðsend „Ég held það hafi nú margir kannski verið með þann draum, sérstaklega þegar menn eru saman komnir á flösku númer tvö og farið að dreyma um það hvað það væri nú yndislegt að vera með eigin vínekru... og svona þetta ljúfa líf, la dolce vita. En staðreyndin er sú að þetta er bara hörkumikið púl. En það er rosa skemmtilegt,“ segir Höskuldur Ari. Notar dvergkindur víkinga við víngerðina Hann er til dæmis nýbúinn að fá sér kindur til að hjálpa sér að halda grasinu á vínekrunum niðri. En það eru engar venjulegar kindur sem Höskuldur er með. „Þetta eru dvergkindur. Þetta er minnsta kindakyn í heiminum. En það er svo áhugavert við það að það voru upphaflega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ouessant [í Bretaníuskaga]. Nú segi ég svona í gríni að víkingarnir séu búnir að taka þær til baka,“ segir Höskuldur Ari. Það er því einhver Íslandstenging í víngerð Höskuldar í Sviss. Hann nefnir einnig mörg vína sinna íslenskum nöfnum; til dæmis Sólskin, Horn, Rauð, Hvít, Tunglskin og nýjasta vín hans - freyðivín sem nefnist Perlur. Dverkkindurnar koma upprunalega frá víkingum.aðsend Höskuldi hefur gengið vel að selja vínið og er nú að flytja það til sex landa, meðal annars Íslands en það hefur verið hægt að fá nokkrar tegundir af víni hans í ríkinu síðustu árin. Hann hélt smakk á vínum sínum í dag á Hótel Hilton Nordica og verður þar aftur á morgun milli klukkan tvö og sjö. Því geta allir sem vilja komið og smakkað. „Hver sem er sem er á lögaldri hann er hjartanlega velkominn að koma og smakka,“ segir Höskuldur Ari. Höskuldur með einni af dvergkindum sinum. Eins og sést á myndinni eru þær ansi smávaxnar.aðsend Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Sviss Reykjavík Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Þeir eru ekki margir íslensku vínbændurnir - hvað þá íslensku vínbændurnir sem eru með doktorspróf í stærðfræði. En hér er einn slíkur: Höskuldur Ari Hauksson sem ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn úti í Sviss og helga líf sitt vínbúskap. Höskuldur hélt vínsmakk fyrir alla sem vildu á Hilton Nordica milli 14 og 19 í dag. Það verður aftur á sama tíma á morgun. Við litum við í vínsmakkið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag - hægt er að sjá hvernig var þar í myndbandinu hér að ofan. vísir/arnar „Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu. Ég byrjaði að kaupa eitt tonn af pinot noir þrúgum - fór með það ofan í þvottahús og bjó til vín heima. Gerði það í tvö, þrjú ár og þriðja árið tók ég við fyrstu ekrunni minni. Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir Höskuldur Ari. Það var fyrir fimm árum sem Höskuldur keypti vínekru í sveitarfélaginu Rüfenach í Sviss. Þar er lífið líkast draumi - allavega á myndum... Vínekrur Höskuldar í Rüfenach eru óneitanlega fallegar.aðsend „Ég held það hafi nú margir kannski verið með þann draum, sérstaklega þegar menn eru saman komnir á flösku númer tvö og farið að dreyma um það hvað það væri nú yndislegt að vera með eigin vínekru... og svona þetta ljúfa líf, la dolce vita. En staðreyndin er sú að þetta er bara hörkumikið púl. En það er rosa skemmtilegt,“ segir Höskuldur Ari. Notar dvergkindur víkinga við víngerðina Hann er til dæmis nýbúinn að fá sér kindur til að hjálpa sér að halda grasinu á vínekrunum niðri. En það eru engar venjulegar kindur sem Höskuldur er með. „Þetta eru dvergkindur. Þetta er minnsta kindakyn í heiminum. En það er svo áhugavert við það að það voru upphaflega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ouessant [í Bretaníuskaga]. Nú segi ég svona í gríni að víkingarnir séu búnir að taka þær til baka,“ segir Höskuldur Ari. Það er því einhver Íslandstenging í víngerð Höskuldar í Sviss. Hann nefnir einnig mörg vína sinna íslenskum nöfnum; til dæmis Sólskin, Horn, Rauð, Hvít, Tunglskin og nýjasta vín hans - freyðivín sem nefnist Perlur. Dverkkindurnar koma upprunalega frá víkingum.aðsend Höskuldi hefur gengið vel að selja vínið og er nú að flytja það til sex landa, meðal annars Íslands en það hefur verið hægt að fá nokkrar tegundir af víni hans í ríkinu síðustu árin. Hann hélt smakk á vínum sínum í dag á Hótel Hilton Nordica og verður þar aftur á morgun milli klukkan tvö og sjö. Því geta allir sem vilja komið og smakkað. „Hver sem er sem er á lögaldri hann er hjartanlega velkominn að koma og smakka,“ segir Höskuldur Ari. Höskuldur með einni af dvergkindum sinum. Eins og sést á myndinni eru þær ansi smávaxnar.aðsend
Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Sviss Reykjavík Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur