„Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 2. maí 2022 13:31 Eyþór, Sigga, Elín og Beta á fyrstu æfingunni sinni á Eurovision sviðinu í gær. EBU Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær. Hljómsveitin kallar sig Systur í keppninni. Systkinin eru búin að vera í hljóðveri undanfarið og munu gefa út nýtt efni í sumar. Við tókum púlsinn á þeim Elínu, Siggu, Betu og Eyþóri, en þau keppa á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudaginn 10. maí. Hvernig ertu stemmd/stemmdur fyrir keppninni? Sigga: Bara vel. Ég veit ekki almennilega hvað ég er að fara út í en ég veit að það verður geggjað. Beta: Ég er mega peppuð! Eyþór: Ótrúlega spenntur og þá sérstaklega í ljósi þess að ég fæ að deila sviðinu með yndislegu systrum mínum. Elín: Ég er rosa vel stemmd, við erum búin að fá góðan tíma til þess að melta þetta allt saman og kynna okkur vel hvað framundan er. Ég er eiginlega bara orðin mjög spennt! Samheldinn hópur.EBU Hvernig hafa síðustu mánuðir gengið? Sigga: Bara mjög vel. Mikið að gera, margt nýtt en það hefur gengið ótrúlega vel enda ekkert nema frábært fólk sem við erum að vinna með Beta: Rosalega vel. Þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg vinna! Eyþór: Rosalega vel. Ég eignaðist mitt fyrsta barn og það að vera að undirbúa fyrir Eurovision á sama tíma og að taka á móti nýju lífi er skrítið en það hefur gengið mjög vel upp meðal annars af því að systur mínar og fjölskylda eru til staðar fyrir okkur. Elín: Þeir hafa gengið vel, þetta er búið að vera svaka ferðalag og mikið ævintýri og mikill lærdómur í þessu öllu saman. View this post on Instagram A post shared by @systur_siggabetaelin Hvað hefur komið mest á óvart í undirbúningsferlinu? Sigga: Hversu mikil vinna það er að fara í Eurovision, hversu stórt og mikið þetta ferli er og hversu margir eru ótrúlega miklir Eurovision aðdáendur og vita allt um Eurovision keppnina. Þetta er svo miklu stærra en ég bjóst við Beta: Hvað þessi Eurovision heimur er stór! Svo ótrúlega áhugavert og gaman að fá að læra inn á þennan skemmtilega heim. Eyþór: Kanski bara að kynnast þessum töfraheimi sem Eurovsion er - þetta er náttúrulega bara huge! Elín: Hvað það er búið að vera brjálað að gera. Mér líður eins og ég hafi eiginlega ekki vitað hvað brjálað að gera þýddi fyrr en nú og svo líka hvað Eurovision keppnin á marga digga aðdáendur. Þetta er heimur sem ég vissi ekki af og ég elska hann! Litadýrð er á skjáunum í kringum íslenska hópinn á sviðinu í Tórínó.EBU Hafði umræðan um einvígið einhver áhrif á andann í hópnum? Sigga: Já í byrjun. Ég tók því svolítið nærri mér fyrst. Maður vill auðvitað að allir séu sáttir og styðji við það sem við erum að gera fyrir Íslands hönd, en það er auðvitað óraunhæf krafa. Ég ber fulla virðingu fyrir því að fólk hafi ólíkan smekk og skoðanir. Beta: Nei alls ekki. Allir verða að fá að hafa sína skoðun og maður verður bara að passa að taka því ekki persónulega. Við elskum Reykjavíkurdætur og alla sem voru að keppa með okkur og hefðum svo sannarlega viljað sjá alla fara út til Ítalíu! Eyþór: Við leyfum ekki neikvæðum ummælum að hafa áhrif á okkur og viljum bara gefa frá okkur ást og góða orku. Elín: Já hún gerði það alveg aðeins. Ég ætla ekki að ljúga, þetta var óþægilegt. En það gekk yfir fljótt því við höfum auðvitað ekkert með þetta að gera annað en að hafa stigið þarna á svið og gert okkar besta. View this post on Instagram A post shared by Eyþór (@_bleache_) Hverju ertu spenntust/spenntastur fyrir úti? Sigga: Fyrir utan að keppa í Eurovision þá er ég spenntust að vera með yndislegu systkinum mínum og öllu frábæra fólkinu sem verður með okkur úti. Það er svo ótrúlega gaman hjá okkur og hópurinn er svo náinn Beta: Að vera með systkinum mínum og öllum snillingunum sem við erum að fara með út til Ítalíu! Eyþór: Samverunni með yndislegu fólki í fallegu landi. Elín: Hlátursköstunum sem að ég veit að eru framundan með systkinum mínum og öllu góða fólkinu sem þarna verður. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í lokaatriðinu úti? Sigga: Svona 70’s americana með smá glamour Beta: Ég myndi segja glamúr 70´s. Elín: Hann er mjög innblásinn af Jimi Hendrix. Verða einhverjar breytingar frá atriðinu ykkar á lokakvöldinu heima? Sigga: Já búningarnir eru nýir, það er búið að gera smá breyting á laginu og svo bara svona almenn fínpússun Beta: Það verða smá breytingar en mjög mínimalískar! Við munum ekki koma fljúgandi inn á svið eða neitt þannig, en við erum búin að fínpússa atriðið með snillingunum Unni Elísabeti Gunnarsdóttur og Salóme Þorkelsdóttur. Elín: Ég er að reyna fá það í gegn að við komum fljúgandi inná svið en það gengur ekki vel. Eitthvað sem mun koma íslensku þjóðinni á óvart í atriðinu? Sigga: Ég veit það ekki, örugglega eitthvað. Eyþór: Kannski, kannski ekki - en mest líklega verður eitthvað nýtt sem verður svo örugglega kanski ekki. Elín: Vonandi það að við komum fljúgandi inná svið. View this post on Instagram A post shared by @systur_siggabetaelin Hvað hefur verið mesta áskorunin? Sigga: Að vera mikið í burtu frá börnunum mínum og fjölskyldu og að taka ekki óuppbyggilegu gagnrýninni of nærri mér. Það er stundum skotið ansi hart. En ég reyni að passa mig að hafa gaman, njóta mín og vera þakklát fyrir þetta stórkostlega ævintýri. Beta: Sko ég er allavegana búin að læra það að þegar það er svona mikið að gera þá er mjög mikilvægt að skipuleggja sig vel! Ég þarf klárlega að læra að skipuleggja mig aðeins betur. Eyþór: Fyrir mig er erfiðast að þurfa að fara í burtu frá konunni minni og nýburanum okkar í hálfan mánuð - en þau munu fylgjast með og það verður gott að koma heim til þeirra eftir þetta magnaða ferli. Elín: Að vera svona mikið upptekin og hafa ekki allan þann tíma sem ég myndi vilja með syni mínum og fólkinu mínu. Hvernig komiði ykkur vanalega í gírinn áður en þið farið á svið? Sigga: Með því að kjarna okkur, jarðbinda okkur, hugleiða og hreyfa okkur. Hvetja hvort annað og minna okkur á að við séum saman í þessu. Dansa og syngja saman og hlægja mikið… Beta: Við knúsumst og peppum okkur með kærleika og þakklæti. Eyþór: Við erum svo ótrúlega náin og við styrkjum hvort annað og stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni. Elín: Við tökum utan um hvert annað og förum með einhverjar vel valdar möntrur. Hvaðan sækirðu innblástur í tónlistinni? Sigga: Náttúruna, lífsreynslu, sorgina, gleðina, óttann, hversdagsleikann. Hjá öðru tónlistarfólki, úr kvikmyndum, fréttum og fleira. Beta: Mér finnst öll falleg tónlist vera mér innblástur. Ég fæ mikinn innblástur þegar ég heyri fallegar radd og strengja útsetningar! Mér finnst rosalega gaman að útsetja raddir og strengi. Eyþór: Hjá mömmu og pabba og þeim sem gefa mér gæsahúð. Elín: Lífinu og öllu sem því fylgir. Hljómsveitin Systur eru framlag okkar í Eurovision í ár.EBU Eruð þið opin fyrir því að fara á tónleikaferðalag eftir keppni? Sigga: Við erum svo sannarlega opin fyrir því. Við elskum fátt meira en að syngja, spila og ferðast saman. Beta: Við erum að gera plötu og stefnum á að gefa út tónlist mjög fljótlega! Við erum ótrúlega spennt að halda áfram að semja, syngja og spila því að það er svo sannarlega það sem við elskum einna mest! Eyþór: Við erum spennt að sjá hvað kemur næst og ætlum að sameina krafta til að semja og flytja eitthvað magnað. Elín: Absalút! Þurfum bara að fá barnapíu með svo börnin geti verið með. Mamma og pabbi? Eru þið laus? Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjörnulífið: Ítalía, barneignir og árshátíð í höll Það birtir svo sannarlega yfir skemmtanalífi landsins með hækkandi sól svo mikið er um að vera hjá listamönnum landsins. Systurnar eru mættar til Tórínó þar sem þær munu keppa í Eurovision og margir virðast vera að skella sér til útlanda. 2. maí 2022 12:31 Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. 2. maí 2022 00:36 „Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa stolið senuninni í Eurovision-umfjöllun bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes, sem var birtur í bandarísku sjónvarpi í gær. 2. maí 2022 10:43 Dansgleðin eykst í takt við hækkandi sól Tónlistarmaðurinn Farruko trónir á toppi íslenska listans þessa vikuna með lagið Pepas. Lagið kom út síðastliðið sumar og er skothelldur danssmellur sem flæðir vel og býr yfir kröftugu viðlagi sem er næstum ómögulegt að dansa ekki við. 30. apríl 2022 16:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Hljómsveitin kallar sig Systur í keppninni. Systkinin eru búin að vera í hljóðveri undanfarið og munu gefa út nýtt efni í sumar. Við tókum púlsinn á þeim Elínu, Siggu, Betu og Eyþóri, en þau keppa á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudaginn 10. maí. Hvernig ertu stemmd/stemmdur fyrir keppninni? Sigga: Bara vel. Ég veit ekki almennilega hvað ég er að fara út í en ég veit að það verður geggjað. Beta: Ég er mega peppuð! Eyþór: Ótrúlega spenntur og þá sérstaklega í ljósi þess að ég fæ að deila sviðinu með yndislegu systrum mínum. Elín: Ég er rosa vel stemmd, við erum búin að fá góðan tíma til þess að melta þetta allt saman og kynna okkur vel hvað framundan er. Ég er eiginlega bara orðin mjög spennt! Samheldinn hópur.EBU Hvernig hafa síðustu mánuðir gengið? Sigga: Bara mjög vel. Mikið að gera, margt nýtt en það hefur gengið ótrúlega vel enda ekkert nema frábært fólk sem við erum að vinna með Beta: Rosalega vel. Þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg vinna! Eyþór: Rosalega vel. Ég eignaðist mitt fyrsta barn og það að vera að undirbúa fyrir Eurovision á sama tíma og að taka á móti nýju lífi er skrítið en það hefur gengið mjög vel upp meðal annars af því að systur mínar og fjölskylda eru til staðar fyrir okkur. Elín: Þeir hafa gengið vel, þetta er búið að vera svaka ferðalag og mikið ævintýri og mikill lærdómur í þessu öllu saman. View this post on Instagram A post shared by @systur_siggabetaelin Hvað hefur komið mest á óvart í undirbúningsferlinu? Sigga: Hversu mikil vinna það er að fara í Eurovision, hversu stórt og mikið þetta ferli er og hversu margir eru ótrúlega miklir Eurovision aðdáendur og vita allt um Eurovision keppnina. Þetta er svo miklu stærra en ég bjóst við Beta: Hvað þessi Eurovision heimur er stór! Svo ótrúlega áhugavert og gaman að fá að læra inn á þennan skemmtilega heim. Eyþór: Kanski bara að kynnast þessum töfraheimi sem Eurovsion er - þetta er náttúrulega bara huge! Elín: Hvað það er búið að vera brjálað að gera. Mér líður eins og ég hafi eiginlega ekki vitað hvað brjálað að gera þýddi fyrr en nú og svo líka hvað Eurovision keppnin á marga digga aðdáendur. Þetta er heimur sem ég vissi ekki af og ég elska hann! Litadýrð er á skjáunum í kringum íslenska hópinn á sviðinu í Tórínó.EBU Hafði umræðan um einvígið einhver áhrif á andann í hópnum? Sigga: Já í byrjun. Ég tók því svolítið nærri mér fyrst. Maður vill auðvitað að allir séu sáttir og styðji við það sem við erum að gera fyrir Íslands hönd, en það er auðvitað óraunhæf krafa. Ég ber fulla virðingu fyrir því að fólk hafi ólíkan smekk og skoðanir. Beta: Nei alls ekki. Allir verða að fá að hafa sína skoðun og maður verður bara að passa að taka því ekki persónulega. Við elskum Reykjavíkurdætur og alla sem voru að keppa með okkur og hefðum svo sannarlega viljað sjá alla fara út til Ítalíu! Eyþór: Við leyfum ekki neikvæðum ummælum að hafa áhrif á okkur og viljum bara gefa frá okkur ást og góða orku. Elín: Já hún gerði það alveg aðeins. Ég ætla ekki að ljúga, þetta var óþægilegt. En það gekk yfir fljótt því við höfum auðvitað ekkert með þetta að gera annað en að hafa stigið þarna á svið og gert okkar besta. View this post on Instagram A post shared by Eyþór (@_bleache_) Hverju ertu spenntust/spenntastur fyrir úti? Sigga: Fyrir utan að keppa í Eurovision þá er ég spenntust að vera með yndislegu systkinum mínum og öllu frábæra fólkinu sem verður með okkur úti. Það er svo ótrúlega gaman hjá okkur og hópurinn er svo náinn Beta: Að vera með systkinum mínum og öllum snillingunum sem við erum að fara með út til Ítalíu! Eyþór: Samverunni með yndislegu fólki í fallegu landi. Elín: Hlátursköstunum sem að ég veit að eru framundan með systkinum mínum og öllu góða fólkinu sem þarna verður. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í lokaatriðinu úti? Sigga: Svona 70’s americana með smá glamour Beta: Ég myndi segja glamúr 70´s. Elín: Hann er mjög innblásinn af Jimi Hendrix. Verða einhverjar breytingar frá atriðinu ykkar á lokakvöldinu heima? Sigga: Já búningarnir eru nýir, það er búið að gera smá breyting á laginu og svo bara svona almenn fínpússun Beta: Það verða smá breytingar en mjög mínimalískar! Við munum ekki koma fljúgandi inn á svið eða neitt þannig, en við erum búin að fínpússa atriðið með snillingunum Unni Elísabeti Gunnarsdóttur og Salóme Þorkelsdóttur. Elín: Ég er að reyna fá það í gegn að við komum fljúgandi inná svið en það gengur ekki vel. Eitthvað sem mun koma íslensku þjóðinni á óvart í atriðinu? Sigga: Ég veit það ekki, örugglega eitthvað. Eyþór: Kannski, kannski ekki - en mest líklega verður eitthvað nýtt sem verður svo örugglega kanski ekki. Elín: Vonandi það að við komum fljúgandi inná svið. View this post on Instagram A post shared by @systur_siggabetaelin Hvað hefur verið mesta áskorunin? Sigga: Að vera mikið í burtu frá börnunum mínum og fjölskyldu og að taka ekki óuppbyggilegu gagnrýninni of nærri mér. Það er stundum skotið ansi hart. En ég reyni að passa mig að hafa gaman, njóta mín og vera þakklát fyrir þetta stórkostlega ævintýri. Beta: Sko ég er allavegana búin að læra það að þegar það er svona mikið að gera þá er mjög mikilvægt að skipuleggja sig vel! Ég þarf klárlega að læra að skipuleggja mig aðeins betur. Eyþór: Fyrir mig er erfiðast að þurfa að fara í burtu frá konunni minni og nýburanum okkar í hálfan mánuð - en þau munu fylgjast með og það verður gott að koma heim til þeirra eftir þetta magnaða ferli. Elín: Að vera svona mikið upptekin og hafa ekki allan þann tíma sem ég myndi vilja með syni mínum og fólkinu mínu. Hvernig komiði ykkur vanalega í gírinn áður en þið farið á svið? Sigga: Með því að kjarna okkur, jarðbinda okkur, hugleiða og hreyfa okkur. Hvetja hvort annað og minna okkur á að við séum saman í þessu. Dansa og syngja saman og hlægja mikið… Beta: Við knúsumst og peppum okkur með kærleika og þakklæti. Eyþór: Við erum svo ótrúlega náin og við styrkjum hvort annað og stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni. Elín: Við tökum utan um hvert annað og förum með einhverjar vel valdar möntrur. Hvaðan sækirðu innblástur í tónlistinni? Sigga: Náttúruna, lífsreynslu, sorgina, gleðina, óttann, hversdagsleikann. Hjá öðru tónlistarfólki, úr kvikmyndum, fréttum og fleira. Beta: Mér finnst öll falleg tónlist vera mér innblástur. Ég fæ mikinn innblástur þegar ég heyri fallegar radd og strengja útsetningar! Mér finnst rosalega gaman að útsetja raddir og strengi. Eyþór: Hjá mömmu og pabba og þeim sem gefa mér gæsahúð. Elín: Lífinu og öllu sem því fylgir. Hljómsveitin Systur eru framlag okkar í Eurovision í ár.EBU Eruð þið opin fyrir því að fara á tónleikaferðalag eftir keppni? Sigga: Við erum svo sannarlega opin fyrir því. Við elskum fátt meira en að syngja, spila og ferðast saman. Beta: Við erum að gera plötu og stefnum á að gefa út tónlist mjög fljótlega! Við erum ótrúlega spennt að halda áfram að semja, syngja og spila því að það er svo sannarlega það sem við elskum einna mest! Eyþór: Við erum spennt að sjá hvað kemur næst og ætlum að sameina krafta til að semja og flytja eitthvað magnað. Elín: Absalút! Þurfum bara að fá barnapíu með svo börnin geti verið með. Mamma og pabbi? Eru þið laus?
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjörnulífið: Ítalía, barneignir og árshátíð í höll Það birtir svo sannarlega yfir skemmtanalífi landsins með hækkandi sól svo mikið er um að vera hjá listamönnum landsins. Systurnar eru mættar til Tórínó þar sem þær munu keppa í Eurovision og margir virðast vera að skella sér til útlanda. 2. maí 2022 12:31 Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. 2. maí 2022 00:36 „Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa stolið senuninni í Eurovision-umfjöllun bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes, sem var birtur í bandarísku sjónvarpi í gær. 2. maí 2022 10:43 Dansgleðin eykst í takt við hækkandi sól Tónlistarmaðurinn Farruko trónir á toppi íslenska listans þessa vikuna með lagið Pepas. Lagið kom út síðastliðið sumar og er skothelldur danssmellur sem flæðir vel og býr yfir kröftugu viðlagi sem er næstum ómögulegt að dansa ekki við. 30. apríl 2022 16:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Stjörnulífið: Ítalía, barneignir og árshátíð í höll Það birtir svo sannarlega yfir skemmtanalífi landsins með hækkandi sól svo mikið er um að vera hjá listamönnum landsins. Systurnar eru mættar til Tórínó þar sem þær munu keppa í Eurovision og margir virðast vera að skella sér til útlanda. 2. maí 2022 12:31
Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. 2. maí 2022 00:36
„Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa stolið senuninni í Eurovision-umfjöllun bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes, sem var birtur í bandarísku sjónvarpi í gær. 2. maí 2022 10:43
Dansgleðin eykst í takt við hækkandi sól Tónlistarmaðurinn Farruko trónir á toppi íslenska listans þessa vikuna með lagið Pepas. Lagið kom út síðastliðið sumar og er skothelldur danssmellur sem flæðir vel og býr yfir kröftugu viðlagi sem er næstum ómögulegt að dansa ekki við. 30. apríl 2022 16:00