Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni

Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna.

Erlent
Fréttamynd

Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin

Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum.

Menning
Fréttamynd

Kimmel sendi Lauf­eyju pylsusinnep eftir þáttinn

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir fékk heldur betur sérstaka kveðju frá þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Laufey birti kveðjuna á Instagram-síðu sinni en hún flutti lagið sitt Like The Movies í spjallþætti Kimmel fyrir rúmri viku. 

Lífið
Fréttamynd

Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja

Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingur í Boston ó­hræddur við hríðar­byl

Snjó kyngir nú niður í miklum hríðarbyl sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna í fyrsta sinn í fjögur ár. Neyðarástandi hefur meðal annars verið lýst yfir en Íslendingur sem búsettur er í Boston lætur ekki mikið á sig fá.

Erlent
Fréttamynd

Björk sló í gegn í Los Angeles

Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco.

Lífið
Fréttamynd

Íslensk CrossFit stjarna á forsíðu Women´s Fitness

CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir er glæsileg þar sem hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Women´s Fitness . Blaðið er virt og vinsælt rit sem hefur fjölmarga lesendur um allan heim og fjallar um hreyfingu og heilsu kvenna.

Lífið
Fréttamynd

Stökkið: „Ég er komin með þykkan stór­borgar­skráp“

Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál.

Lífið
Fréttamynd

Náðu toppi Acon­cagua

Arnar Hauksson fjallamaður og Sebastian Garcia leiðsögumaður hans náðu toppi Aconcagua nú rétt upp úr klukkan sex. Fjallið er hæsta fjall heims utan Asíu.

Innlent
Fréttamynd

Eiga fimm hundruð metra eftir á toppinn

Þeir Arnar Hauksson og Sebastian Garcia eru nú nærri því að ná á topp Aconcague, hæsta fjalls Ameríku. Myndlistarmaðurinn Tolli ætlaði á topp fjallsins en hætt við í gær. Þeir Arnar og Sebastian áttu einungis fimm hundruð metra eftir á toppinn í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Ferðalöngum létt þegar fregn af áfengisleysi reyndist röng

Forseti Íslands var með í för þegar hópur Íslendinga tók leiguflug til Búdapest til þess að hvetja strákana okkar áfram gegn heimsmeisturum Dana á EM í handbolta. Óhætt er að fullyrða að stemningin hafi verið gríðarleg allt frá því að komið var inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fullyrðing eins ferðalangs um að um áfengislaust flug væri að ræða féll hins vegar í grýttan jarðveg. Þá vakti kátínu blaðamanns þegar sjálfur forsetinn var spurður hvort hann væri Íslendingur.

Lífið