Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 07:29 Reynir Ólafsson, úr skátafélaginu Skjöldungum, er á meðal íslensku skátanna sem eru á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu. Hann virðist ekki láta hitann á sig fá. Sigrún María Bjarnadóttir/Selma Björk Hauksdóttir Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja. Þar segir að ákveðið hafi verið að rýma mótsvæðið í Suður-Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga og stefnir beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og þá þurfi að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu. Íslenski hópurinn taki fréttum af fellibylnum af yfirvegun en hafi þó tekið ákvörðun um að yfirgefa svæðið strax í kvöld til að forðast mögulega óreiðu sem gæti skapast á morgun. Það henti hópnum einnig betur að pakka og ganga frá þegar sólin er ekki eins hátt á lofti. Það má segja að fellibylurinn sé punkturinn yfir i-ið á mótinu sem hefur gengið ansi brösulega fyrir sig. Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið mótsgesti á mótinu og yfir hundrað þátttakendur hafa örmagnast í hitanum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Mótið átti að fara fram frá 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Í fyrradag yfirgáfu bandarískir og breskir skátar mótið vegna bágra aðstæðna en svo virðist sem svæðið hafi ekki höndlað að taka á móti þeim 50 þúsund skátum sem mættu til leiks. Yfirveguð en ætla fyrr heim Þá segir að íslenska fararstjórnin, með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta, hafi verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á sjálfu mótssvæðinu. Þau herbergi komi nú að góðum notum. Það hafi því verið auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul. Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu en þjóðirnar munu halda hópinn í Seoul. Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við fararstjóra íslenska hópsins í fyrradag. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Skátar Tengdar fréttir Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja. Þar segir að ákveðið hafi verið að rýma mótsvæðið í Suður-Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga og stefnir beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og þá þurfi að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu. Íslenski hópurinn taki fréttum af fellibylnum af yfirvegun en hafi þó tekið ákvörðun um að yfirgefa svæðið strax í kvöld til að forðast mögulega óreiðu sem gæti skapast á morgun. Það henti hópnum einnig betur að pakka og ganga frá þegar sólin er ekki eins hátt á lofti. Það má segja að fellibylurinn sé punkturinn yfir i-ið á mótinu sem hefur gengið ansi brösulega fyrir sig. Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið mótsgesti á mótinu og yfir hundrað þátttakendur hafa örmagnast í hitanum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Mótið átti að fara fram frá 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Í fyrradag yfirgáfu bandarískir og breskir skátar mótið vegna bágra aðstæðna en svo virðist sem svæðið hafi ekki höndlað að taka á móti þeim 50 þúsund skátum sem mættu til leiks. Yfirveguð en ætla fyrr heim Þá segir að íslenska fararstjórnin, með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta, hafi verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á sjálfu mótssvæðinu. Þau herbergi komi nú að góðum notum. Það hafi því verið auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul. Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu en þjóðirnar munu halda hópinn í Seoul. Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við fararstjóra íslenska hópsins í fyrradag.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Skátar Tengdar fréttir Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22