Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 10:11 Ása Ellerup hefur sótt um skilnað frá Rex Heuermann, sem grunaður er um að hafa myrt fjórar konur. AP/Facebook Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. AP fréttaveitan segir að Ása hafi sótt um skilnað í gær og var það staðfest af lögmanni hennar. Hann vildi þó ekkert segja frekar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Heuermann var handtekinn í New York borg en skömmu eftir það komu lögregluþjónar á heimili þeirra hjóna og sögðu Ásu og börnum þeirra frá handtökunni og ákærunni. Lögmaðurinn segir fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Sjá einnig: Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Heuermann var handtekinn í síðustu viku en lögregluþjónar eru enn að leita á heimili hans og Ásu, sem eiga saman eina dóttur og hann á son úr fyrra hjónabandi. Þau eru bæði 59 ára gömul en fram kom í ákærunum gegn Heuermann að þegar hann er grunaður um hafa myrt konurnar þrjár var Ása ekki heima. Í einu tilviki var hún á Íslandi. Ása var í gær mynduð í fyrsta sinn frá því Heuermann var ákærður. Rex Heuermann's wife pictured for first time as she files for divorce from Gilgo Beach serial slaying suspect https://t.co/6WCyh7gnSN— Fox News (@FoxNews) July 20, 2023 Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu en situr í gæsluvarðhaldi, án möguleika á því að losna þar til hann mætir fyrir dómara í næsta mánuði. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Jóhanna Ellerup, systir Ásu, býr einnig í Bandaríkjunum en fjölmiðlar hafa rætt við hana á undanförnum dögum. Hún segist ekki hafa átt í samskiptum við Ásu og að hún viti í raun lítið um hvað sé að gerast. Það sama eigi við föður þeirra, Fróða Ellerup. Sjá einnig: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins PIX11 þar sem meðal annars er rætt við Jóhönnu. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Ása hafi sótt um skilnað í gær og var það staðfest af lögmanni hennar. Hann vildi þó ekkert segja frekar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Heuermann var handtekinn í New York borg en skömmu eftir það komu lögregluþjónar á heimili þeirra hjóna og sögðu Ásu og börnum þeirra frá handtökunni og ákærunni. Lögmaðurinn segir fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Sjá einnig: Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Heuermann var handtekinn í síðustu viku en lögregluþjónar eru enn að leita á heimili hans og Ásu, sem eiga saman eina dóttur og hann á son úr fyrra hjónabandi. Þau eru bæði 59 ára gömul en fram kom í ákærunum gegn Heuermann að þegar hann er grunaður um hafa myrt konurnar þrjár var Ása ekki heima. Í einu tilviki var hún á Íslandi. Ása var í gær mynduð í fyrsta sinn frá því Heuermann var ákærður. Rex Heuermann's wife pictured for first time as she files for divorce from Gilgo Beach serial slaying suspect https://t.co/6WCyh7gnSN— Fox News (@FoxNews) July 20, 2023 Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu en situr í gæsluvarðhaldi, án möguleika á því að losna þar til hann mætir fyrir dómara í næsta mánuði. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Jóhanna Ellerup, systir Ásu, býr einnig í Bandaríkjunum en fjölmiðlar hafa rætt við hana á undanförnum dögum. Hún segist ekki hafa átt í samskiptum við Ásu og að hún viti í raun lítið um hvað sé að gerast. Það sama eigi við föður þeirra, Fróða Ellerup. Sjá einnig: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins PIX11 þar sem meðal annars er rætt við Jóhönnu.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira