Íslendingar erlendis Íslendingur með dólgslæti handtekinn í Póllandi Íslenskur karlmaður var handtekinn í pólsku borginni Gdansk síðastliðið fimmtudagskvöld eftir að hann ruddist drukkinn inn á hótel í miðborginni og olli skemmdum. Innlent 14.8.2023 08:01 Flæðir yfir klóakið og ráðstafanir gerðar til að bjarga skautahöllinni Íslendingur í Brumunddal í Noregi segir vandræðin halda áfram að hrannast upp á flóðasvæði þrátt fyrir að rigningunni hafi lokið. Í bænum Hamar flæðir nú yfir klóakið og hafa ráðstafanir verið gerðar til að bjarga skautahöllinni. Innlent 12.8.2023 14:58 Ótrúleg upplifun á vellinum með þessa stemmningu Jóhanna Margrét Snorradóttir landsliðsknapi í hestaíþróttum var klökk eftir stórkostlega sýningu í tölti á hinum drifhvíta Bárði frá Melabergi í dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestins sem nú stendur yfir í Oirschot í Hollandi. Sport 11.8.2023 16:50 Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. Sport 11.8.2023 10:25 Reyna að bjarga verðmætum áður en vatn flæðir yfir Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. Erlent 10.8.2023 13:00 Komin heim þremur dögum á eftir áætlun Eva Rún Guðmundsdóttir, sem fljúga átti til Íslands frá Osló á sunnudag er nú komin til landsins, þremur dögum eftir áætlaða heimferð. Hún segist mjög fegin að vera loksins komin heim. Innlent 9.8.2023 21:56 Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. Erlent 9.8.2023 20:01 Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp. Innlent 8.8.2023 17:59 Martröð mæðgna sem áttu að koma til Íslands á sunnudag Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum. Innlent 8.8.2023 14:54 Íslensk ungmenni geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár Íslensk ungmenni á aldrinum 18 til 30 ára munu geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár þökk sé nýundirrituðum samningi. Um er að ræða gagnkvæman samning sem tryggir ungu fólki frá Kanada sömu réttindi. Innlent 8.8.2023 11:34 Kynntu „sifjaspellaapp“ Íslendinga fyrir erlendum skátum Mikið hefur gengið á hjá 140 manna hópi íslenskra skáta sem tók þátt í Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu á dögunum. Eftir hitabylgju, úrhellisrigningu, skordýrabit og skipulagsvandræði var tekin ákvörðun um að hópurinn kæmi fyrr heim en mótsvæðið verður rýmt á morgun vegna fellibylsins Kahun. Lífið 7.8.2023 16:51 „Það má alveg segja að við höfum verið verulega óheppin“ Hrakfarir þátttakenda á Alheimsmóti skáta í Suður Kóreu virðast engan endi ætla að taka. Fararstjóri íslenska skátaflokksins segir svekkjandi að þurfa að yfirgefa svæðið nú þegar mótið sé loks að fara almennilega af stað, en von er á fellibyl og því þarf að rýma svæðið. Innlent 7.8.2023 12:32 Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. Innlent 7.8.2023 07:29 Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. Innlent 6.8.2023 21:22 Íslenskir skátar beri sig vel þrátt fyrir hrakfarirnar í Suður-Kóreu Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið 140 íslenska skáta grátt sem staddir eru í Suður-Kóreu til að taka þátt í Alheimsmóti skáta. Mannskapur frá suður-kóreska hernum og Rauða krossinum var sendur á staðinn þegar uppbygging vinnubúða á mótssvæðinu gekk illa vegna veðurs. Innlent 5.8.2023 08:03 Leigði sér miðaldra karl í heilan dag Stefán Þór Þorgeirsson tók japanskan miðaldra karlmann á leigu í heilan dag. Hann segir Japani líta á slíka leigu sem eðlilega og að fólk vilji frekar leigja sér félagsskap en að sjást eitt á ferð. Stefán fór með manninum í spilasal, í pílu og út að borða. Lífið 2.8.2023 07:30 „Tónlistin er það sem gerir lífið þess virði að lifa því“ „Tónlist hefur alltaf verið svo sjálfsagður partur af lífi mínu. Það hafði auðvitað mikil áhrif á mig að pabbi minn, Kristján Eldjárn heitinn, starfaði sem gítarleikari þannig að tónlistin var alltaf mjög stór partur af heimilislífinu og það er eitthvað sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn. Blaðamaður ræddi við hana um tónlistina og lífið í Suður Frakklandi, þar sem hún er búsett. Lífið 1.8.2023 07:01 Týndi syni sínum í Nice: „Ég gat ekki hætt að gráta“ Haraldur Þorleifsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, týndi sex ára syni sínum um stund í borginni Nice í Frakklandi í dag. Hann sagði uppákomuna þá mest ógnvekjandi í lífi hans í Twitter færslu í dag. Lífið 28.7.2023 21:34 „Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Innlent 26.7.2023 09:00 Ekkill Maríu fær ekki að búa í Noregi Ryan Toney, ekkill Maríu Guðmundsdóttur Toney, sem lést úr krabbameini í fyrra, verður senn vísað frá Noregi. Þar vildi hann búa til þess að vera nálægt fjölskyldu Maríu og vegna þess að þaðan er stutt að heimsækja leiði hennar á Íslandi. Innlent 25.7.2023 22:50 Góðan daginn, faggi á faraldsfæti: „Ögrandi að fara úr íslensku búbblunni“ Leiksýningin Góðan daginn faggi er á leið út fyrir landsteinana en hún verður sýnd á Fringe listahátíðinni í Edinborg 4. - 27. ágúst. Blaðamaður ræddi við Bjarna Snæbjörnsson en ásamt honum standa Gréta Kristín Ómarsdóttir og Axel Ingi að sýningunni og fara þau öll saman út. Menning 25.7.2023 14:21 Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Innlent 25.7.2023 13:48 Fagnar handtöku mágs síns og hugsar til frændsystkina Hálfsystir Ásu Guðbjargar Ellerup, eiginkonu grunaða raðmorðingjans Rex Heuermann, segir að hún sé í áfalli eftir að mágur hennar var handtekinn og ákærður fyrir þrjú morð. Erlent 24.7.2023 16:47 Hildur Guðna og Sam giftu sig á ástarfleyi Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það. Lífið 24.7.2023 10:51 Foreldrar Hákons og Hauks: Við erum náttúrulega bara fótboltafjölskylda Það getur tekið á að vera foreldri ungra drengja sem iðka íþróttir. Það þekkja Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson betur en flestir aðrir foreldrar. Síðustu vikur hafa verið strembnar hjá þeim hjónum þar sem tveir synir þeirra hafa samið við franska knattspyrnuliðið Lille. Annar þeirra, sá eldri, kostaði liðið tæpa tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. Fótbolti 22.7.2023 12:00 Íslendingur ferðast um Bandaríkin með Metallica og Pantera Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. Lífið 21.7.2023 09:01 Stefán Eysteinn Sigurðsson er látinn Framkvæmdastjórinn og fyrrverandi útvarpsmaðurinn Stefán Eysteinn Sigurðsson varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 16. júlí síðastliðinn. Stefán var 51 árs að aldri, fæddur 3. júní árið 1972. Innlent 20.7.2023 10:29 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Erlent 20.7.2023 10:11 Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. Innlent 17.7.2023 22:30 Var við það að missa vitið en fann sig svo í tónlistinni „Ég var í voða fínni inni vinnu og kominn á miðjan aldur en leiður á henni og ýmsu öðru. Ég var eiginlega bara að missa vitið af leiðindum og mig langaði að prófa eitthvað annað áður en af því yrði endanlega. Á svipuðum tíma áttaði ég mig líka á því að ekki bara einn heldur tveir jafnaldrar mínir og fyrrum hljómsveitafélagar höfðu dáið tiltölulega nýlega,“ segir tónlistarmaðurinn Klemens Ólafur Þrastarson, sem notast við listamannsnafnið Klói og var að senda frá sér tveggja laga smáskífu. Tónlist 17.7.2023 15:02 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 67 ›
Íslendingur með dólgslæti handtekinn í Póllandi Íslenskur karlmaður var handtekinn í pólsku borginni Gdansk síðastliðið fimmtudagskvöld eftir að hann ruddist drukkinn inn á hótel í miðborginni og olli skemmdum. Innlent 14.8.2023 08:01
Flæðir yfir klóakið og ráðstafanir gerðar til að bjarga skautahöllinni Íslendingur í Brumunddal í Noregi segir vandræðin halda áfram að hrannast upp á flóðasvæði þrátt fyrir að rigningunni hafi lokið. Í bænum Hamar flæðir nú yfir klóakið og hafa ráðstafanir verið gerðar til að bjarga skautahöllinni. Innlent 12.8.2023 14:58
Ótrúleg upplifun á vellinum með þessa stemmningu Jóhanna Margrét Snorradóttir landsliðsknapi í hestaíþróttum var klökk eftir stórkostlega sýningu í tölti á hinum drifhvíta Bárði frá Melabergi í dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestins sem nú stendur yfir í Oirschot í Hollandi. Sport 11.8.2023 16:50
Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. Sport 11.8.2023 10:25
Reyna að bjarga verðmætum áður en vatn flæðir yfir Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. Erlent 10.8.2023 13:00
Komin heim þremur dögum á eftir áætlun Eva Rún Guðmundsdóttir, sem fljúga átti til Íslands frá Osló á sunnudag er nú komin til landsins, þremur dögum eftir áætlaða heimferð. Hún segist mjög fegin að vera loksins komin heim. Innlent 9.8.2023 21:56
Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. Erlent 9.8.2023 20:01
Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp. Innlent 8.8.2023 17:59
Martröð mæðgna sem áttu að koma til Íslands á sunnudag Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum. Innlent 8.8.2023 14:54
Íslensk ungmenni geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár Íslensk ungmenni á aldrinum 18 til 30 ára munu geta ferðast og starfað í Kanada í allt að tvö ár þökk sé nýundirrituðum samningi. Um er að ræða gagnkvæman samning sem tryggir ungu fólki frá Kanada sömu réttindi. Innlent 8.8.2023 11:34
Kynntu „sifjaspellaapp“ Íslendinga fyrir erlendum skátum Mikið hefur gengið á hjá 140 manna hópi íslenskra skáta sem tók þátt í Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu á dögunum. Eftir hitabylgju, úrhellisrigningu, skordýrabit og skipulagsvandræði var tekin ákvörðun um að hópurinn kæmi fyrr heim en mótsvæðið verður rýmt á morgun vegna fellibylsins Kahun. Lífið 7.8.2023 16:51
„Það má alveg segja að við höfum verið verulega óheppin“ Hrakfarir þátttakenda á Alheimsmóti skáta í Suður Kóreu virðast engan endi ætla að taka. Fararstjóri íslenska skátaflokksins segir svekkjandi að þurfa að yfirgefa svæðið nú þegar mótið sé loks að fara almennilega af stað, en von er á fellibyl og því þarf að rýma svæðið. Innlent 7.8.2023 12:32
Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. Innlent 7.8.2023 07:29
Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. Innlent 6.8.2023 21:22
Íslenskir skátar beri sig vel þrátt fyrir hrakfarirnar í Suður-Kóreu Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið 140 íslenska skáta grátt sem staddir eru í Suður-Kóreu til að taka þátt í Alheimsmóti skáta. Mannskapur frá suður-kóreska hernum og Rauða krossinum var sendur á staðinn þegar uppbygging vinnubúða á mótssvæðinu gekk illa vegna veðurs. Innlent 5.8.2023 08:03
Leigði sér miðaldra karl í heilan dag Stefán Þór Þorgeirsson tók japanskan miðaldra karlmann á leigu í heilan dag. Hann segir Japani líta á slíka leigu sem eðlilega og að fólk vilji frekar leigja sér félagsskap en að sjást eitt á ferð. Stefán fór með manninum í spilasal, í pílu og út að borða. Lífið 2.8.2023 07:30
„Tónlistin er það sem gerir lífið þess virði að lifa því“ „Tónlist hefur alltaf verið svo sjálfsagður partur af lífi mínu. Það hafði auðvitað mikil áhrif á mig að pabbi minn, Kristján Eldjárn heitinn, starfaði sem gítarleikari þannig að tónlistin var alltaf mjög stór partur af heimilislífinu og það er eitthvað sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn. Blaðamaður ræddi við hana um tónlistina og lífið í Suður Frakklandi, þar sem hún er búsett. Lífið 1.8.2023 07:01
Týndi syni sínum í Nice: „Ég gat ekki hætt að gráta“ Haraldur Þorleifsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, týndi sex ára syni sínum um stund í borginni Nice í Frakklandi í dag. Hann sagði uppákomuna þá mest ógnvekjandi í lífi hans í Twitter færslu í dag. Lífið 28.7.2023 21:34
„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Innlent 26.7.2023 09:00
Ekkill Maríu fær ekki að búa í Noregi Ryan Toney, ekkill Maríu Guðmundsdóttur Toney, sem lést úr krabbameini í fyrra, verður senn vísað frá Noregi. Þar vildi hann búa til þess að vera nálægt fjölskyldu Maríu og vegna þess að þaðan er stutt að heimsækja leiði hennar á Íslandi. Innlent 25.7.2023 22:50
Góðan daginn, faggi á faraldsfæti: „Ögrandi að fara úr íslensku búbblunni“ Leiksýningin Góðan daginn faggi er á leið út fyrir landsteinana en hún verður sýnd á Fringe listahátíðinni í Edinborg 4. - 27. ágúst. Blaðamaður ræddi við Bjarna Snæbjörnsson en ásamt honum standa Gréta Kristín Ómarsdóttir og Axel Ingi að sýningunni og fara þau öll saman út. Menning 25.7.2023 14:21
Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Innlent 25.7.2023 13:48
Fagnar handtöku mágs síns og hugsar til frændsystkina Hálfsystir Ásu Guðbjargar Ellerup, eiginkonu grunaða raðmorðingjans Rex Heuermann, segir að hún sé í áfalli eftir að mágur hennar var handtekinn og ákærður fyrir þrjú morð. Erlent 24.7.2023 16:47
Hildur Guðna og Sam giftu sig á ástarfleyi Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það. Lífið 24.7.2023 10:51
Foreldrar Hákons og Hauks: Við erum náttúrulega bara fótboltafjölskylda Það getur tekið á að vera foreldri ungra drengja sem iðka íþróttir. Það þekkja Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson betur en flestir aðrir foreldrar. Síðustu vikur hafa verið strembnar hjá þeim hjónum þar sem tveir synir þeirra hafa samið við franska knattspyrnuliðið Lille. Annar þeirra, sá eldri, kostaði liðið tæpa tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. Fótbolti 22.7.2023 12:00
Íslendingur ferðast um Bandaríkin með Metallica og Pantera Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. Lífið 21.7.2023 09:01
Stefán Eysteinn Sigurðsson er látinn Framkvæmdastjórinn og fyrrverandi útvarpsmaðurinn Stefán Eysteinn Sigurðsson varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 16. júlí síðastliðinn. Stefán var 51 árs að aldri, fæddur 3. júní árið 1972. Innlent 20.7.2023 10:29
Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Erlent 20.7.2023 10:11
Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. Innlent 17.7.2023 22:30
Var við það að missa vitið en fann sig svo í tónlistinni „Ég var í voða fínni inni vinnu og kominn á miðjan aldur en leiður á henni og ýmsu öðru. Ég var eiginlega bara að missa vitið af leiðindum og mig langaði að prófa eitthvað annað áður en af því yrði endanlega. Á svipuðum tíma áttaði ég mig líka á því að ekki bara einn heldur tveir jafnaldrar mínir og fyrrum hljómsveitafélagar höfðu dáið tiltölulega nýlega,“ segir tónlistarmaðurinn Klemens Ólafur Þrastarson, sem notast við listamannsnafnið Klói og var að senda frá sér tveggja laga smáskífu. Tónlist 17.7.2023 15:02
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti