Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Aron Guðmundsson skrifar 15. janúar 2025 09:31 Freyr Alexandersson með fjölskyldu sinni. Freyr tók nýverið við þjálfun Brann í Noregi og mun fyrst um sinn starfa fjarri fjölskyldu sinni í Bergen. Aðsend mynd Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, er yfir sig stoltur af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau hafa tæklað bröltið sem hefur ríkjandi vegna ferils Freys sem þjálfari í atvinnumennskunni í fótboltanum. Frá árinu 2020 hefur Freyr tekið að sér ýmis störf víðs vegar um heiminn. Hann var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar. Þaðan lá leið hans til Lyngby í Danmörku og í fyrra var hann fenginn til þess að stýra liði KV Kortrijk í Belgíu. Nú liggur leið hans til Bergen þar sem að Freyr hefur skrifað undir samning við norska stórliðið Brann. Það hefur verið allur gangur á því hvort að fjölskyldan fylgi Frey með til nýrra landa þar sem að hann starfar í Bergen mun Freyr búa einn um sinn en það leynir sér ekki hversu stoltur hann er af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau tækla þetta líf sem þau hafa skapað sér saman. „Ég er einn í Bergen og verð einn fram á sumar. Svo sjáum við til hvað við gerum. Þau eru ótrúleg öll. Börnin mín og eiginkona mín. Börnin eru að gera hrikalega vel í skóla í Frakkland og við viljum ekki slíta þau úr því. Þannig að konan, enn og aftur, tekur pakkann og ber þetta á herðum sér. Fyrir það er ég endalaust þakklátur.“ Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Það er líka bara mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem að við höfum valið. Ég er mjög stoltur af þeim, hvernig þau hafa mótast í þessu og hvers konar manneskjur og karakterar, sérstaklega unglingstelpurnar mínar, eru orðnar. Ég á svo ungan dreng líka og hvað konan mín er sterk og gerir þetta vel maður. Það er geggjað. Svo sjáum við til hvað setur. Tíminn leiðir það í ljós en markmiðið er svo að þau verði með mér frá og með haustinu.ׅ“ Íslendingar erlendis Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53 Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26 Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sjá meira
Frá árinu 2020 hefur Freyr tekið að sér ýmis störf víðs vegar um heiminn. Hann var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar. Þaðan lá leið hans til Lyngby í Danmörku og í fyrra var hann fenginn til þess að stýra liði KV Kortrijk í Belgíu. Nú liggur leið hans til Bergen þar sem að Freyr hefur skrifað undir samning við norska stórliðið Brann. Það hefur verið allur gangur á því hvort að fjölskyldan fylgi Frey með til nýrra landa þar sem að hann starfar í Bergen mun Freyr búa einn um sinn en það leynir sér ekki hversu stoltur hann er af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau tækla þetta líf sem þau hafa skapað sér saman. „Ég er einn í Bergen og verð einn fram á sumar. Svo sjáum við til hvað við gerum. Þau eru ótrúleg öll. Börnin mín og eiginkona mín. Börnin eru að gera hrikalega vel í skóla í Frakkland og við viljum ekki slíta þau úr því. Þannig að konan, enn og aftur, tekur pakkann og ber þetta á herðum sér. Fyrir það er ég endalaust þakklátur.“ Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Það er líka bara mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem að við höfum valið. Ég er mjög stoltur af þeim, hvernig þau hafa mótast í þessu og hvers konar manneskjur og karakterar, sérstaklega unglingstelpurnar mínar, eru orðnar. Ég á svo ungan dreng líka og hvað konan mín er sterk og gerir þetta vel maður. Það er geggjað. Svo sjáum við til hvað setur. Tíminn leiðir það í ljós en markmiðið er svo að þau verði með mér frá og með haustinu.ׅ“
Íslendingar erlendis Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53 Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26 Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sjá meira
Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53
Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti