
Körfuboltakvöld

Valdi bestu liðin skipuð uppöldum leikmönnum
Þrjú félög gætu sett saman mjög öflug fimm mannna lið ef þau fengju að kalla til alla sína uppöldu stráka.

„Á ég að gera þetta, á ég að gera þetta? Já ég ætla að gera þetta“
Að venju valdi Körfuboltakvöld helstu tilþrif umferðarinnar eftir að 18. umferð í Subway deild karla í körfubolta lauk. Tilþrif umferðarinnar komu að þessu sinni úr Smáranum þar sem Breiðablik og Tindastóll mættust.

„Veigar Áki steig heldur betur upp“
Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því.

Körfuboltakvöld: Hvernig var þetta leyft?
Tindastóll sótti sigur í Smárann í síðustu umferð Subway deildar karla þrátt fyrir að hafa lent 21 stigi undir í leiknum. Þar munaði miklu um frábæran stuðning sem liðið fékk á áhorfendapöllunum.

„Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna“
„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hverjir væru þrír bestu leikmennirnir í Subway deild karla í körfubolta og fleira skemmtilegt. Að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Örvar Þór Kristjánsson ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda.

Telur að Keflvíkingar séu einfaldlega að hugsa: „Vá, þetta er bara að gerast aftur“
„Þetta var erfitt, þetta var alltaf að vera erfitt án Harðar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar en Hörður Axel Vilhjálmsson, lykilmaður Keflavíkur, var fjarri góðu gamni í leiknum.

„Þegar hann er góður þá vinnur Tindastóll flest lið“
„Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik, hann átti svona leiðtogaleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um frammistöðu Péturs Rúnars í sigri Tindastóls á Grindavík. Farið var yfir áhrif Pavel Ermolinskij, nýs þjálfara Stólanna, á Pétur Rúnar í þættinum.

„Orðið annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft“
Þrátt fyrir ungan aldur eru bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fyrir löngu orðnir þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Þeir skiluðu báðir flottri frammistöðu er Þór Þ. vann öruggan sigur gegn Íslandsmeisturum Vals síðastliðinn föstudag og voru til umræðu í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi.

Keflvíkingar í fýlu á toppnum
Þrátt fyrir að Keflavík sé á toppi Subway-deildar karla í körfubolta finnst sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eins og ekki sé allt með felldu í Bítlabænum.

Subway Körfuboltakvöld: Bestu og verstu liðin í dag
Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á föstudaginn þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Darri Freyr Atlason fóru yfir helstu málin úr síðustu umferð.

Sjáðu flottustu tilþrif 16. umferðar: Bræðratvenna í Þorlákshöfn
Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir tilþrif 16.umferðar í Subway-deildinni í þættinum á föstudag. Bræðurnir Tómas Valur og Styrmir Snær Þrastarsynir voru þar efstir á lista.

„Þetta er búið hjá KR“
Eitt sigursælasta körfuboltalið landsins mun að öllum líkindum leika í B-deild á næstu leiktíð.

Körfuboltakvöld: Finnur Freyr talinn besti þjálfarinn
„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þar leggur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurningar fyrir sérfræðinga þáttarins sem þeir þurfa að svara og rökstyðja.

Subway Körfuboltakvöld: „Í þessum leik var hann töffarinn sem þeir gátu leitað til“
Í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið fóru þeir Kjartan Atli Kjartansson, Örvar Þór Kristjánsson og Hermann Hauksson vel yfir mikilvægan sigur ÍR á Grindavík.

Telja fallbaráttulið Þórs vera með tvo af fimm bestu leikmönnum deildarinnar
Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja fallbaráttulið Þórs frá Þorlákshöfn vera með tvo af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta í sínum röðum.

Frábær tilþrif í 15.umferð: Stórkostleg troðsla Styrmis
Fimmtánda umferðin í Subway-deild karla í körfuknattleik var gerð upp í gærkvöldi.

Subway Körfuboltakvöld: Umræða um breytt fyrirkomulag Subway-deildar kvenna
Þátturinn Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á fimmtudag þar sem Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar fóru yfir tillögur sem liggja fyrir um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna.

„Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali“
Sérfræðingur í körfuboltakvöldi telur að gengið hafi verið fram hjá einum leikmanni í Subway deild kvenna í körfubolta þegar nýjasti landsliðshópurinn var valinn.

„Hélt hann myndi taka þetta tímabil með trompi“
Að sjálfsögðu var „Framlengingin“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurninga sem sérfræðingarnir þurfa að svara. Farið var yfir hvaða leikmaður deildarinnar hefur komið mest á óvart ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

Körfuboltakvöld um troðsluna hans Hilmars Smára og brotið sem fylgdi: „Heppinn að slasa sig ekki“
„Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T. Mögulega tilþrif ársins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um troðslu Hilmars Smára Henningssonar í sigri Hauka á KR í framlengdum leik í Subway-deild karla á föstudagskvöld.

„Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku“
Frammistaða Ólafs Ólafssonar í leik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway deild karla var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hversu mikið mæðir á Ólafi þegar Grindavík spilar og hvernig hans bestu árum hefur í raun verið sóað í meðalmennsku eftir að Grindavík komst í úrslit árið 2017.

Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum
Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld.

Framlengingin: Núll prósent líkur að KR haldi sér uppi
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl eins og svo oft áður í Framlengingunni í seinasta þætti. Meðal þess sem þeir ræddu voru líkurnar á því að KR haldi sæti sínu í Subway-deildinni.

Körfuboltakvöld: „Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun“
Teitur Örlygsson og Jón Eðvarð Halldórsson eru ekki hrifnir af því að Dagur Kár Jónsson hafi ákveðið að skipta út sökkvandi skipi KR fyrir Stjörnuna í Subway deild karla. Þeir viðruðu skoðun sína í síðasta þætti Körfuboltakvölds.

Tilþrifin: „Gummi greyið springur náttúrulega bara úr hlátri“
Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds fóru yfir bestu tilþrif 12. umferðar í seinasta þætti.

Körfuboltakvöld: Bræðurnir frá Þorlákshöfn unnu vel saman
Frammistaða bræðranna Styrmis Snæs og Tómasar Vals Þrastarsonar var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru heillaðir af spilamennsku þeirra.

Framlengingin: Kristófer Acox er besti leikmaður deildarinnar
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl í sínum uppáhaldslið, Framlengingunni, í síðasta þætti. Þar ræddu þeir meðal annars um hver besti leikmaður deildarinnar væri.

Subway Körfuboltakvöld um Hött: „Þeir vita bara að þeir verða að halda sér uppi“
Lið Hattar frá Egilsstöðum var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á föstudaginn en nýliðarnir eru í 9.sæti Subway-deildarinnar með tíu stig eftir ellefu umferðir. Liðið hefur aldrei byrjað jafn vel í efstu deild.

Subway Körfuboltakvöld um Loga: „Ætlaði ekki að láta minnast þessa leiks sem hans slakasta El Clasico“
Í Subway Körfuboltakvöldi var farið vel yfir frammistöðu þeirra Loga Gunnarssonar og Elíasar Bjarka Pálssonar í sigri Njarðvíkur gegn Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudag. Tuttugu og þremur árum munar á aldri liðsfélaganna.

Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa
Farið var yfir bestu tilþrif tímabilsins til þessa í Subway deild karla í körfubolta. Mynd segir meira en þúsund orð og myndband segir mun meira en það. Hér að neðan má sjá hvað Körfuboltakvöld telur vera tilþrif tímabilsins til þessa.