Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld: „Regla númer eitt í lífinu“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Remy Martin skilaði boltanum ofan í þrátt fyrir að of margir hafi verið inn á vellinum.
Remy Martin skilaði boltanum ofan í þrátt fyrir að of margir hafi verið inn á vellinum. Vísir/Bára Dröfn

Keflavík lagði Hamar í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Það var þó ekki það sem vakti athygli í Körfuboltakvöldi heldur þegar Keflavík brunaði upp völlinn en einn af starfsmönnum leiksins stóð á miðjum vellinum eftir að hafa verið að þrífa gólfið.

Keflavík og Hamar mættust þann 4. janúar síðastliðinn og höfðu heimamenn betur með tólf stiga mun, lokatölur 100-88. Með sigrinum lyfti Keflavík sér upp í 3. sæti deildarinnar með 8 sigra í 12 leikjum, líkt og bæði Álftanes og Njarðvík. Hamar er á sama tíma á botni deildarinnar án stiga.

Það var hins vegar atvik sem í raun tengdist leikmönnum liðanna ekki neitt sem vakti hvað mestan áhuga í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Í myndbandinu hér að neðan sést þegar Remy Martin skeiðar upp völlinn í hraða sókn en það vill svo skemmtilega til að starfsmaður Keflavíkur – eða íþróttahússins þar í bæ – er enn inn á vellinum eftir að hafa verið að þrífa bleytu á gólfinu.

„Þetta er náttúrulega bara regla númer eitt í lífinu, aldrei að panikka. Hann spilaði þetta hárrétt, er kominn í tóma vitleysu og ákveður að labba stór út af. Ef dómarinn þarf að stoppa leikinn þá stoppar hann bara þennan helvítis leik,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur þáttarins, við mikla kátínu viðstaddra.

Sjón er sögu ríkari en atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Regla númer eitt í lífinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×