Körfuboltakvöld: „Ef ég hefði pissað í hálfleik hefði ég líklega ekki fallið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 14:01 Ómar Sævarsson er sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Grindavíkur. Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gær. Þar sagði sérfræðingurinn Ómar Sævarsson söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi árið 2013. Stefán Árni Pálsson stýrði Subway Körfuboltakvöldi í gær þar sem farið var yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar karla. Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins og sagði Ómar söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar árið 2013. „Ég hef nú ekki séð þessa frétt lengi. Ég forðaðist að horfa á fjölmiðla á þessum tíma,“ sagði Ómar eftir að hafa séð frétt Stöðvar 2 frá því þegar málið kom upp. „Við í Grindavík hoppum upp í rútu á leið í höllina og þegar við komum í rútuna þá sit ég við hliðina á Ryan Pettinella sem er að fá sér orkudrykk. Ég spyr hann hvort þetta sé ekki viðbjóðslegt því það var eitthvað bragð af þessu en hann sagði að þetta væri allt í lagi. Ég tek flöskuna og tek tvo sopa og hugsa að þetta sé nú allt í lagi, þetta sé ekki svo slæmt.“ Ómar sagðist ekkert spá meira í þessu en sagði að allir leikmenn vissu að tveir þeirra væru teknir í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik og að hann hefði oftar en ekki verið sá útvaldi. „Ég ákvað því viljandi að pissa ekki í hálfleik. Síðan kom reyndar í ljós að þetta var svo fáránlega lítið magn að ef ég hefði pissað í hálfleik þá hefði ég líklega ekki fallið.“ Ómar sagðist ekki hafa haft neinar áhyggjur eftir prófið en fékk síðan símtal nokkrum vikum seinna og var viss um að verið væri að grínast í sér. Þessa skemmtilega innslag úr þættinum má sjá hér fyrir neðan þar sem Ómar segir meðal annars frá afar duglegum starfsmanni lyfjaeftirlitsins sem sinnti starfi sínu og vel það. Klippa: Körfuboltakvöld - Lyfjaprófssaga Ómars Sævarssonar Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Stefán Árni Pálsson stýrði Subway Körfuboltakvöldi í gær þar sem farið var yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar karla. Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins og sagði Ómar söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar árið 2013. „Ég hef nú ekki séð þessa frétt lengi. Ég forðaðist að horfa á fjölmiðla á þessum tíma,“ sagði Ómar eftir að hafa séð frétt Stöðvar 2 frá því þegar málið kom upp. „Við í Grindavík hoppum upp í rútu á leið í höllina og þegar við komum í rútuna þá sit ég við hliðina á Ryan Pettinella sem er að fá sér orkudrykk. Ég spyr hann hvort þetta sé ekki viðbjóðslegt því það var eitthvað bragð af þessu en hann sagði að þetta væri allt í lagi. Ég tek flöskuna og tek tvo sopa og hugsa að þetta sé nú allt í lagi, þetta sé ekki svo slæmt.“ Ómar sagðist ekkert spá meira í þessu en sagði að allir leikmenn vissu að tveir þeirra væru teknir í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik og að hann hefði oftar en ekki verið sá útvaldi. „Ég ákvað því viljandi að pissa ekki í hálfleik. Síðan kom reyndar í ljós að þetta var svo fáránlega lítið magn að ef ég hefði pissað í hálfleik þá hefði ég líklega ekki fallið.“ Ómar sagðist ekki hafa haft neinar áhyggjur eftir prófið en fékk síðan símtal nokkrum vikum seinna og var viss um að verið væri að grínast í sér. Þessa skemmtilega innslag úr þættinum má sjá hér fyrir neðan þar sem Ómar segir meðal annars frá afar duglegum starfsmanni lyfjaeftirlitsins sem sinnti starfi sínu og vel það. Klippa: Körfuboltakvöld - Lyfjaprófssaga Ómars Sævarssonar
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira