Háleit markmið Hauka verða ekki að veruleika: „Leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2024 11:31 Helgi Már Magnússon var ekki mjög bjartsýnn fyrir komandi misseri hjá Haukum og sagði neikvæða orku svífa yfir vötnum á Völlunum. skjáskot / subway körfuboltakvöld Haukar höfðu háleit markmið fyrir tímabilið í Subway deild karla en finna sig nú öllu nær botninum en toppinum. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds sammæltust um að útlitið væri ekki bjart. Máté Dalmay, þjálfara Hauka, lét hafa það eftir sér í viðtali við Körfuna að liðið ætlaði sér að “verða Íslandsmeistarar í meistaraflokk, ungmennaflokk, tólfta flokk og ellefta flokk”. Þær yfirlýsingar hafa ekki raungerst og Haukar herja nú baráttu á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, með 3 sigra og 9 töp. Breiðablik er í 11. sætinu með 2 sigra og 10 töp. „Þarf bara að sætta mig við að við séum í fallbaráttu. Það er eitthvað sem ég þekki persónulega ekki. Þarf maður ekki bara setja sig í stellingar fyrir það og bjarga því sem hægt er að bjarga í vetur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, við erum ekki að horfa upp töfluna heldur niður“ sagði Máté eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Klippa: Haukar í fallbaráttu „Hann er bara í bullandi vandræðum, bullandi fallbaráttu og þetta hljóta að vera hrikalega mikil vonbrigði“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöldsins. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið raunhæft markmið, þeir misstu nánast allt byrjunarliðið frá í fyrra. Fengu vissulega frambærilega leikmenn en það náði ekki að smella. Hvort Máté hafi verið í fallbaráttu áður skiptir engu máli, nú þarf bara að stilla sig inn á það, koma þessu liði í gang og reyna að vinna einhverja leiki. Ég horfði á þennan leik, það er leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ hafði Helgi Már Magnússon að segja um vandræði Hauka. „Mér finnst Máté þurfa að læra að hætta að einbeita sér að sjálfum sér. Þegar liðið spilar illa kennir hann leikmönnum um, þegar gengur vel er það honum að þakka. Ég væri til í að heyra hann tala meira um liðið sem heild. Þeir eru með fínt lið á pappírum, takið ykkur saman í andlitinu, farið í eitt gott partý, lífgið upp á hópinn og hafið smá gaman“ ráðlagði Sævar Sævarsson þeim að gera. Haukar heimsækja Njarðvík í næstu umferð, leikurinn fer fram þann 11. janúar klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Máté Dalmay, þjálfara Hauka, lét hafa það eftir sér í viðtali við Körfuna að liðið ætlaði sér að “verða Íslandsmeistarar í meistaraflokk, ungmennaflokk, tólfta flokk og ellefta flokk”. Þær yfirlýsingar hafa ekki raungerst og Haukar herja nú baráttu á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, með 3 sigra og 9 töp. Breiðablik er í 11. sætinu með 2 sigra og 10 töp. „Þarf bara að sætta mig við að við séum í fallbaráttu. Það er eitthvað sem ég þekki persónulega ekki. Þarf maður ekki bara setja sig í stellingar fyrir það og bjarga því sem hægt er að bjarga í vetur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, við erum ekki að horfa upp töfluna heldur niður“ sagði Máté eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Klippa: Haukar í fallbaráttu „Hann er bara í bullandi vandræðum, bullandi fallbaráttu og þetta hljóta að vera hrikalega mikil vonbrigði“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöldsins. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið raunhæft markmið, þeir misstu nánast allt byrjunarliðið frá í fyrra. Fengu vissulega frambærilega leikmenn en það náði ekki að smella. Hvort Máté hafi verið í fallbaráttu áður skiptir engu máli, nú þarf bara að stilla sig inn á það, koma þessu liði í gang og reyna að vinna einhverja leiki. Ég horfði á þennan leik, það er leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ hafði Helgi Már Magnússon að segja um vandræði Hauka. „Mér finnst Máté þurfa að læra að hætta að einbeita sér að sjálfum sér. Þegar liðið spilar illa kennir hann leikmönnum um, þegar gengur vel er það honum að þakka. Ég væri til í að heyra hann tala meira um liðið sem heild. Þeir eru með fínt lið á pappírum, takið ykkur saman í andlitinu, farið í eitt gott partý, lífgið upp á hópinn og hafið smá gaman“ ráðlagði Sævar Sævarsson þeim að gera. Haukar heimsækja Njarðvík í næstu umferð, leikurinn fer fram þann 11. janúar klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti