Hörður Axel orðinn stoðsendingahæsti leikmaður sögunnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. janúar 2024 10:31 Hörður Axel í leik með Álftanesi. Hann varð í gær stoðsendingahæsti leikmaður sögunnar þegar liðið lagði Tindastól að velli, 68-80. Vísir / Anton Brink Hörður Axel Vilhjálmsson varð í gær stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Úrvalsdeildarinnar í körfubolta þegar Álftanes vann frækinn sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls. Sérfræðingar í setti á Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports ræddu leikinn og tóku fyrir frábæra frammistöðu Hauks Helga Pálssonar, sem og stoðsendingamet Harðar Axels. „Einn af hans bestu leikjum á tímabilinu, 22 stig og 10 fráköst“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, um frammistöðu Hauks Helga. „Leiddi liðið á báðum endum vallarins, það er aldrei spurning með Hauk varnarlega, yfirleitt mjög þéttur og öflugur þar en þegar hann setur þessi skot og gefur þeim þetta vopn sóknarlega þá eru þeir bara með helvíti gott lið. Það munar um minna að fá Hörð Axel líka. Til að stýra og finna leikmennina, setja upp réttu kerfin og vera með rétta tempóið“ bætti Sævar Sævarsson þá við. Klippa: Hörður Axel stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Úrvalsdeildarinnar Þá var dregið upp tölfræði þar sem greint var frá því að Hörður Axel hafi tekið fram úr Justin Shouse sem stoðsendingahæsti leikmaður á Íslandsmótinu. Hörður gaf fjórar stoðsendingar í leiknum og er samtals kominn með 1996 stoðsendingar í deildar- og úrslitakeppni. „Segir mikið til um gæði Harðar, hvað hann er búinn að vera stöðugur og góður í gegnum árin. Þetta er líka maður sem hefur spilað erlendis í töluverðan tíma og þessi tala gæti verið miklu hærri“ sagði Helgi Már Magnússon um afrek Harðar. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir „Mér hefur aldrei liðið jafnvel og í dag“ Álftnesingar sóttu góðan sigur norður yfir heiðar í kvöld gegn Íslandsmeisturum Tindastóls, lokatölur á Sauðarkróki 68-80. Haukur Helgi Pálsson fór fyrir stigaskori gestanna með 22 stig og virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir þrálát meiðsli. 5. janúar 2024 22:37 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Álftanes 68 - 80 | Nýliðarnir lögðu Íslandsmeistarana Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. 5. janúar 2024 23:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Sérfræðingar í setti á Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports ræddu leikinn og tóku fyrir frábæra frammistöðu Hauks Helga Pálssonar, sem og stoðsendingamet Harðar Axels. „Einn af hans bestu leikjum á tímabilinu, 22 stig og 10 fráköst“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, um frammistöðu Hauks Helga. „Leiddi liðið á báðum endum vallarins, það er aldrei spurning með Hauk varnarlega, yfirleitt mjög þéttur og öflugur þar en þegar hann setur þessi skot og gefur þeim þetta vopn sóknarlega þá eru þeir bara með helvíti gott lið. Það munar um minna að fá Hörð Axel líka. Til að stýra og finna leikmennina, setja upp réttu kerfin og vera með rétta tempóið“ bætti Sævar Sævarsson þá við. Klippa: Hörður Axel stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Úrvalsdeildarinnar Þá var dregið upp tölfræði þar sem greint var frá því að Hörður Axel hafi tekið fram úr Justin Shouse sem stoðsendingahæsti leikmaður á Íslandsmótinu. Hörður gaf fjórar stoðsendingar í leiknum og er samtals kominn með 1996 stoðsendingar í deildar- og úrslitakeppni. „Segir mikið til um gæði Harðar, hvað hann er búinn að vera stöðugur og góður í gegnum árin. Þetta er líka maður sem hefur spilað erlendis í töluverðan tíma og þessi tala gæti verið miklu hærri“ sagði Helgi Már Magnússon um afrek Harðar. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir „Mér hefur aldrei liðið jafnvel og í dag“ Álftnesingar sóttu góðan sigur norður yfir heiðar í kvöld gegn Íslandsmeisturum Tindastóls, lokatölur á Sauðarkróki 68-80. Haukur Helgi Pálsson fór fyrir stigaskori gestanna með 22 stig og virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir þrálát meiðsli. 5. janúar 2024 22:37 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Álftanes 68 - 80 | Nýliðarnir lögðu Íslandsmeistarana Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. 5. janúar 2024 23:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
„Mér hefur aldrei liðið jafnvel og í dag“ Álftnesingar sóttu góðan sigur norður yfir heiðar í kvöld gegn Íslandsmeisturum Tindastóls, lokatölur á Sauðarkróki 68-80. Haukur Helgi Pálsson fór fyrir stigaskori gestanna með 22 stig og virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir þrálát meiðsli. 5. janúar 2024 22:37
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Álftanes 68 - 80 | Nýliðarnir lögðu Íslandsmeistarana Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. 5. janúar 2024 23:00