„Við ætlum að byrja þennan þátt á því að koma með skúbb fyrir ykkur. Við ætlum að segja ykkur það að það er búið að gera ‚trade' í Subway-deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson.
Við þekkjum leikmannaskipti úr NBA deildinni en ekki í þeirri íslensku.
„Það er verið að endurskrifa söguna ‚NBA-style'. Leikmaður inn og leikmaður út. Það eru nágrannarnir Haukar og Álftanes sem eru að skipta á leikmönnum. Við erum með ansi góðar heimildir fyrir því. Daniel Love fer til Hauka en Ville Tahvanainen fer til Álftaness. Slétti skipti. Ég samt ekki hvort þeir skipta á íbúðum og bíl líka. Það verður að koma í ljós,“ sagði Tómas Steindórsson.
Álftaness lætur eins og Tómas sagði frá sér sænsk-bandaríska bakvörðinn Daniel Love í skiptum fyrir finnska bakvörðinn Ville Tahvanainen.
Love var með 11 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í átta leikjum með Álftanesliðinu en hann hitti þó aðeins úr 21 prósent þriggja stiga skota sinna eða 4 af 19.
Tahvanainen var með 16,0 stig og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í átta leikjum með Haukaliðinu en hann hitti úr 38 prósent þriggja stiga skota sinna eða 28 af 73.
Subway Körfuboltakvöld Extra verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21.10 í kvöld en gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Tómasar Steindórssonar í kvöld er Haukamaðurinn Steinar Aronsson.
Hér fyrir neðan má sjá þá byrja þáttinn á þessu skúbbi og ræða síðan þessi leikmannaskipti. Þeir fara yfir hvort félagið þeim finnst græða meira á þessum skiptum.