Erlent

Fréttamynd

Það koma fleiri bækur um Harry Potter

JK Rowling, höfundur Harry Potter bókanna hefur upplýst að hún sé ekki hætt að skrifa um hann. Það koma fleiri bækur um galdrastrákinn. Það er þó ekki ný skáldsaga í burðarliðunum að sinni, heldur uppsláttarbók fyrir aðdáendur Harrys og félaga.

Erlent
Fréttamynd

Tileinka íröksku þjóðinni sigur sinn í undanúrslitum Asíukeppninnar

Írakska landsliðið í fótbolta tileinkaði sigur sinn í undanúrslitum Asíukeppninnar íröksku þjóðinni. Liðið vann sigur á Suður-Kóreu í dag á eins dramatískan hátt og hægt er í fótbolta, eða í vítaspyrnukeppni. Markvörður Íraka, Noor Sabri, var valinn maður leiksins. Hann varði fjórðu vítaspyrnu Suður-Kóreumanna í leiknum.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskyldur smitaðra barna fordæma náðun

Fjölskyldur barnanna sem smituðust af HIV/AIDS í Líbýu hafa skorað á líbýsk stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Búlgaríu, reka alla búlgarska ríkisborgara úr landi og hætta viðskiptum við búlgörsk fyrirtæki.

Erlent
Fréttamynd

Múslimar hafna sjálfsmorðsárásum -og Bin Laden

Fáir múslimar styðja sjálfsmorðsárásir samkvæmt nýrri alþjóðlegri könnun sem sagt er frá á fréttavef BBC. Úrtakið var 45 þúsund manns í 47 löndum. Þar hafði stuðningur múslima allsstaðar minnkað nema í Palestínu. Stuðningur við Osama bin-Laden hefur einnig minnkað verulega.

Erlent
Fréttamynd

Da Silva hreinsar til í flugmálum Brasilíu

Luiz Inacio da Silva, forseti Brasilíu, ætlar sér að skipta um ráðherra flugmála vegna slyssins sem varð þar í landi í síðustu viku. Nærri 200 manns létu lífið þegar farþegaþota rann útaf flugbraut á flugvellinum í Sao Paulo og hafnaði á bensínstöð.

Erlent
Fréttamynd

Sprengja sprakk á leið Tour de France

Lítil sprening varð um hádegisbil á spænska legg Tour de France hjólreiðakeppninnar. Stuttu áður hafði maður sem kynnti sig sem meðlim ETA, basknesku aðskilnaðarsamtakanna, hringt í vegagerðina á Spáni og fullyrt að hópurinn hefði sett sprengjur við hluta leiðarinnar. Enginn særðist í sprengingunni og keppnin hélt áfram án áfalla.

Erlent
Fréttamynd

Búlgaría afpöntuð ókeypis

Norsk ferðaskrifstofa hefur ákveðið að leyfa ungum viðskiptavinum sínum að afpanta ferðir til Búlgaríu sér að kostnaðarlausu. Fjölmargar fréttir hafa borist um nauðganir og önnur ofbeldisverk gegn Norrænum unglingum í baðstrandarbænum Sunny Beach á Svartahafsströnd landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ítalir rökræða stöðu kvenna í þjóðfélaginu

Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndbrot með fréttinni.

Erlent
Fréttamynd

Starfsfólk BBC á námskeið til að læra að segja satt

Yfir 16 þúsund starfsmenn breska ríkissjónvarpsins BBC hafa verið sendir á námskeið þar sem þeir eiga að læra að segja satt. Þetta var ákveðið eftir að upplýst var um stórfelldar falsanir í útvarps- og sjónvarpsþáttum þar sem fé var safnað.

Erlent
Fréttamynd

Stofnandi Facebook sakaður um að hafa stolið hugmyndinni

Tengslavefurinn Facebook á nú yfir höfði sér málsókn frá stofnendum annars tengslavefs, ConnectU. Þeir segja stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, hafa stolið hugmyndinni frá sér á meðan þau voru saman við nám í Harvard háskóla.

Erlent
Fréttamynd

MySpace lokar heimasvæðum 29.000 kynferðisafbrotamanna

Fjöldi kynferðisafbrotamanna frá Bandaríkjunum sem setur upp heimasvæði á tengslasíðunni MySpace hefur að sögn forsvarsmanna hans fjórfaldast og telur nú 29 þúsund. Í yfirlýsingu frá MySpace segjast þeir þó hafa lokað á þær allar.

Erlent
Fréttamynd

Fjárframlög aukin vegna flóðanna

Breska ríkisstjórnin ætlar að auka fjárframlög um 10 milljónir punda vegna fóðanna sem herja á landið . Ákvörðunin var tekin eftir að ljóst varð að um 350 þúsund manns verða án hreins vatns í allt að tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Samgönguráðherra Bretlands lofar úrbótum á lestarsamgöngum

Ruth Kelly, samgönguráðherra Bretlands, hefur greint frá því að milljörðum punda verði varið til að bæta lestarsamgöngur í landinu. En samgöngurnar anna sem stendur ekki eftirspurn. Aðgerðirnar eiga að stuðla að stærri og öflugri járnbrautum sem geta flutt allt að helmingi fleiri farþega fyrir 2030.

Erlent
Fréttamynd

Heilbrigðisstarfsfólkið náðað

Forseti Búlgaríu náðaði sex heilbrigðisstarfsmenn um leið og þeir komu til Búlgaríu frá Líbýu í dag. Þar höfðu þeir setið í fangelsi í átta ár. Líbýumenn fá bæði mikið fé og aukin stjórnmálatengsl fyrir að sleppa fólkinu.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar við Thamesá varaðir við flóðum

Óttast er að enn fleiri hús verði flóðunum í Bretlandi að bráð á morgun, þegar flóðbylgjur berast niðureftir Thamesánni. Spáð er áframhaldandi úrkomu sem myndi enn auka á vatnsflauminn.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð hitabylgja í Ungverjalandi og víðar í Suður-Evrópu

Um 500 dauðsföll í Ungverjalandi síðastliðna viku eru rakin til hitabylgjunnar sem gengur nú yfir Suður-Evrópu. Þetta er mesta mannfall vegna hita í landinu um margra ára skeið. Um 30 manns í nágrannalandinu Rúmeníu hafa einnig látið lífið í hitabylgjunni.

Erlent
Fréttamynd

Pútin segir framsalskröfu Breta bera vott um úreltan nýlenduhugsunarhátt

Vladimir Pútin forseti Rússlands segir kröfu Breta um að Rússar framselji Andrei Lugovoy, meintan morðingja Alexanders Litvinenko, vera móðgun og bera vott um úreltan nýlenduhugsunarhátt Breta. "Krafa þeirra er augljós vottur um leifar af nýlenduhugsunarhætti," sagði Pútin í rússneska ríkissjónvarpinu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Norska prinsessan segist vera skyggn

Norska prinsessan Marta Lovísa tilkynnti í dag að hún sé skyggn og að hún ætli sér að hjálpa fólki að tala við engla. Marta Lovísa, sem er 35 ára, er menntaður sjúkraþjálfari.

Erlent
Fréttamynd

Framdi sjálfsmorð með handsprengju

Fyrrverandi fangi í Gvantanamó fangelsinu á Kúbu framdi sjálfsmorð með handsprengju í Pakistan í dag, frekar en komast undir manna hendur. Abdullah Mehsud var handtekinn í Afganistan þar sem hann barðist með Talibönum.

Erlent
Fréttamynd

Lentu flugvél á þjóðvegi

Kennsluflugvél úr síðari heimsstyrjöldinni var nauðlent á þjóðvegi í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær vegna vélarbilunar. Vélin lenti innan um bíla sem voru þar á ferð, og varð að vonum uppi fótur og fit.

Erlent
Fréttamynd

Heilbrigðisstarfsfólk loksins frjálst

Sex heilbrigðisstarfsmenn sem hafa setið í fangelsi í Líbýu í átta ár eru komnir heim til Búlgaríu. Fólkið var sakað um að hafa vísvitandi sýkt yfir 400 libysk börn af alnæmi.

Erlent
Fréttamynd

Varnargarðar reistir meðfram Thames-ánni

Breskar björgunarsveitir hamast nú við að byggja varnargarða neðarlega meðfram Thamesá þar sem búist er við miklum flóðum á næstu dögum. Hundruð þúsunda manna hafa enn ekki neitt hreint vatn til drykkjar, en verið er að koma rafmagni á á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

Frambjóðendur demókrata tókust á með hjálp YouTube

Í gærkvöldi sátu átta frambjóðendur demókrata til forsetakosninga í Bandaríkjunum fyrir svörum í fyrstu kappræðunum þar sem einungis er stuðst við spurningar sem áhorfendur senda inn á netinu. Kappræðurnar voru samstarfsverkefni CNN fréttastöðvarinnar og myndbandavefsins Youtube. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndbrot frá kappræðunum.

Erlent
Fréttamynd

Spánverjar handtaka rússneskan njósnara

Spænska leyniþjónustan handtók í morgun grunaðan gagnnjósnara sem talið er að hafi sent ýmis ríkisleyndarmál til Rússlands. Alberto Saiz, yfirmaður leyniþjónustunnar skýrði frá þessu í morgun. Gagnnjósnarinn hafði unnið fyrir rússa síðastliðin þrjú ár. Ekki var gefið upp hversu lengi hann hafði unnið fyrir Spánverja.

Erlent
Fréttamynd

80 þúsund heimili rafmagnslaus í Barcelona í dag

Um 80 þúsund heimili í Barcelona, næststærstu borg Spánar, sjá í dag fram á annan daginn í röð án rafmagns. Rafmagnskapall slitnaði í gær og varð til þess að eldar kviknuðu á fjölmörgum rafstöðum. Í gær voru allt að 300 þúsund heimili rafmagnslaus vegna atviksins.

Erlent
Fréttamynd

Mugabe ætlar að þjóðnýta fyrirtæki í Zimbabwe

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, mun á næstunni kynna nýtt frumvarp um þjóðnýtingu og annað þess efnis að forseti landsins verði ekki kosinn af almenningi heldur þingmönnum. Zimbabwe, sem var áður eitt gjöfulasta land í suðurhluta Afríku, berst nú í bökkum vegna mikils matarskorts og gríðarlegrar verðbólgu.

Erlent