Erlent

Pútin segir framsalskröfu Breta bera vott um úreltan nýlenduhugsunarhátt

Vladimir Pútin
Vladimir Pútin MYND/AP

Vladimir Pútin forseti Rússlands segir kröfu Breta um að Rússar framselji Andrei Lugovoy, meintan morðingja Alexanders Litvinenko, vera móðgun og bera vott um úreltan nýlenduhugsunarhátt Breta. "Krafa þeirra er augljós vottur um leifar af nýlenduhugsunarhætti," sagði Pútin í rússneska ríkissjónvarpinu í dag.

Pútin hefur neitað því að framselja meintan morðingja Litvinenko til London til að hægt verði að rétta yfir honum.

"Bretar hafa augljóslega gleymt því að þeir hafa ekki lengur nýlenduvald og eiga engar nýlendur eftir. Guði sé lof þá hefur Rússland aldrei verið bresk nýlenda," sagði Pútin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×