Erlent

Fjölskyldur smitaðra barna fordæma náðun

Fjölskyldur barnanna sem smituðust af HIV/AIDS í Líbýu hafa skorað á líbýsk stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Búlgaríu, reka alla búlgarska ríkisborgara úr landi og hætta viðskiptum við búlgörsk fyrirtæki.

Þá sagði í yfirlýsingu sem kom frá þeim að heilbrigðisstarfsfólkið sem sýknað var ætti að vera handtekið á ný af Interpol og að það ætti að sitja af sér dóma sína. Einnig sagði að náðunin sannaði staðhæfingu Osama Bin Laden um að vesturlönd mætu líf músmlima lítils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×