Erlent

Sprengja sprakk á leið Tour de France

MYND/AFP

Lítil sprening varð um hádegisbil á spænska legg Tour de France hjólreiðakeppninnar. Stuttu áður hafði maður sem kynnti sig sem meðlim ETA, basknesku aðskilnaðarsamtakanna, hringt í vegagerðina á Spáni og fullyrt að hópurinn hefði sett sprengjur við hluta leiðarinnar. Enginn særðist í sprengingunni og keppnin hélt áfram án áfalla.

Hjólreiðamennirnir höfðu þegar farið framhjá staðnum þar sem sprengingin varð, við bæinn Beluga í Navarre. Þá skýrði spænska lögreglan frá því að meðlimur ETA hefði verið handtekinn í Frakklandi í morgun. ETA hefur áður hótað árásum á keppnina.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×