Erlent Hagnaður Euronext jókst um 8 prósent Hagnaður samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext nam 92,28 milljónum evra, um 8,4 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæplega 8 prósenta meiri hagnaði en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 16.11.2006 09:37 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í júlí síðastliðnum og lét þar með af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi undanfarin fimm ár. Viðskipti erlent 16.11.2006 09:25 Dýrkeypt að bíða lengur Kofi Annan segir miklu ódýrara að draga nú þegar úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda heldur en að bíða þar til takast þarf á við afleiðingarnar. Erlent 15.11.2006 22:20 Biður Íslendinga að íhuga stöðu Ísraela Sendiherra Ísraels segir íslenska stjórnmálamenn "einblína um of á atvikið í Beit Hanoun". Hún biður Íslendinga að setja sig í spor Ísraela og fordæma þá ekki fyrir þær aðgerðir sem þeir grípa til í því skyni að tryggja öryggi sitt. Erlent 15.11.2006 22:20 Segjast ekki láta kúga sig Utanríkisráðherra Tyrklands segir að Tyrkir ætli ekki að láta kúga sig nú fremur en áður til þess að gefa eftir í Kýpurdeilunni. Erlent 15.11.2006 22:20 Ætlar ekki í stjórnmál á ný Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, hefur alls ekki í hyggju að snúa aftur á svið stjórnmálanna í Taílandi, að því er lögfræðingur hans greindi frá í gær. Thaksin var steypt af stóli í byltingu hers-ins 19. september síðastliðinn. Erlent 15.11.2006 22:20 Japanir veiða 860 hvali Sex japönsk hvalveiðiskip héldu úr höfn í gær í árlegan hvalveiðileiðangur á Suðurskautsmið. Þar ætla Japanar að veiða 860 hvali í vetur, og segja þeir veiðarnar gerðar í vísindaskyni. Erlent 15.11.2006 22:20 Umhverfismál ofarlega á baugi í Bandaríkjunum Þrír demókratar í bandarísku öldungadeildinni sem koma til með að verða yfir nefndum um umhverfismál í Bandaríkjunum segjast óánægðir með framlag George W. Bush, bandaríkjaforseta, í umhverfismálum. Þeir segjast ætla að setja á hann pressu um að koma með lög sem takmarka losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið. Erlent 15.11.2006 23:48 Ísraelsk kona lætur lífið í eldflaugaárás Palenstínskir vígamenn skutu eldflaugum frá Gaza svæðinu í dag og urðu ísraelskri konu að bana og særðu tvo í ísraelska landamærabænum Sderot. Ísraelsk yfirvöld segjast ætla að gera allt sem í valdi sínu stendur til þess að ná þeim sem eru ábyrgir. Erlent 15.11.2006 23:27 Bush og Putin funda George W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladimir Putin Rússlandsforseti áttu "ótrúlega góðan" fund í dag. Bush er sem stendur á ferðalagi til Asíu en kom við í Moskvu til þess að fylla á flugvél sína. Putin kom þá við á flugvellinum til þess að heilsa upp á Bush og ræða við hann um væntanlega inngöngu Rússa í Alþjóðaviðskiptaráðið. Innlent 15.11.2006 23:10 Mannréttindaráð SÞ fordæmir mannréttindabrot Ísraela á Gaza Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðana fordæmdi í dag mikil og skipulögð mannréttindabrot Ísraels á Gaza svæðinu og sendi þangað sendinefnd til þess að rannsaka lát 19 óbreyttra palenstínskra borgara í Beit Hanoun í síðustu viku. Erlent 15.11.2006 22:27 Bandaríski herinn hugsanlega farinn frá Írak innan árs Bandaríski yfirhershöfðinginn í Írak, John Abizaid, sagði í dag að það gæti tekið skemmri tíma en áður var haldið að þjálfa upp íraska herinn. Áður hafði verið talað um að minnsta kosti eitt ár í viðbót en hann telur að verkefninu gæti verið lokið á undir einu ári. Erlent 15.11.2006 21:53 Ísraelsk herþyrla gerir árásir á Gaza Ísraelsk herþyrla skaut rétt í þessu tveimur loftskeytum á hús í palenstínska hluta Gaza svæðisins, samkvæmt frásögnum sjónarvotta. Íbúar sögðu að einhverjir hefðu slasast og hugsanlega látið lífið í árásinni á Shathi flóttamannabúðirnar en það fékk ekki staðfest. Talsmaður ísraelska hersins hafði ekkert um málið að segja að svo stöddu. Erlent 15.11.2006 21:37 Flóðbylgjur í Japan reyndust 20 til 40 sm háar Öflugur jarðskjálfti reið yfir Kúríleyjar norður af Japan í dag. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út af ótta við að öflug flóðbylgja myndi skella á norður- og austurströndum Japans og jafnvel ná að Kyrrhafsströnd Rússlands. Flóðbylgjurnar sem skullu síðan á japönsku eyjunni Hokkaídó voru mun minni en óttast var og eru þær sagðar hafa mælst 20 til 40 sentrimetrar á hæð. Erlent 15.11.2006 20:42 Fyrrum aðalendurskoðandi Enron fundinn sekur um bókhaldssvik Bandarískur dómari dæmdi í dag fyrrum aðalendurskoðanda Enron, Richard Causey, í fangelsi í 66 mánuði, eða fimm og hálft ár, þar sem það var hann sem samþykkti hin miklu bókhaldssvik sem leiddu til falls fyrirtækisins. Erlent 15.11.2006 20:24 Bandarískur hermaður játar nauðgun og morð Bandarískur hermaður hefur játað að hafa nauðgað 14 ára gamalli íraskri stúlku og hjálpað til við að myrða hana og fjölskyldu hennar. Lögfræðingur hans sagði að hann hefði játað á sig morðið til þess að reyna að komast hjá dauðrefsingunni. Hermaðurinn er einn fjögurra sem tóku þátt í verknaðinum. Erlent 15.11.2006 20:09 Samstarfsörðugleikar í írösku ríkisstjórninni Íraska ríkisstjórnin hefur skipst í tvær fylkingar vegna örlaga fólksins sem var rænt í mannráninu í gær. Segja margir þeirra að vígahópar öfgatrúarmanna hafi sýnt að ástandið í Írak er ekki jafngott og sumir vilja vera láta. Erlent 15.11.2006 19:03 Bandaríkin tilbúin til viðræðna við Íran vegna Íraks David Satterfield, háttsettur ráðgjafi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og umsjónarmaður málefna Íraks, sagði í dag að Bandaríkin væru tilbúin í viðræður við Íran varðandi ástandið í Írak en hvenær það myndi gerast væri óvíst. Erlent 15.11.2006 17:43 Bráðabirgðaúrslit kosninga voru birt í Austur-Kongó í dag Bráðabirgðaúrslit kosninga voru birt í Austur-Kongó í dag. Samkvæmt þeim sigraði núverandi forseti landsins, Joseph Kabila, mótframbjóðanda sinn, Jean-Pierre Bemba, með 58% gegn 42% eftir að talningu allra atkvæða var lokið. Erlent 15.11.2006 17:14 Rússar vilja að Saddam lifi Neðri deild rússneska þingsins varaði í dag við því að aftaka Saddams Hussein gæti enn aukið á ofbeldið í Írak. Erlent 15.11.2006 17:12 Svikin lyf ógna mannslífum í fátækum ríkjum Um þrjátíu prósent lyfja sem seld eru í sumum fátækari löndum heims eru lyfleysur sem gera ekkert gagn og geta jafnvel skaðað þá sem taka þær. Erlent 15.11.2006 16:47 Nauðguðu og myrtu í Írak Bandarískur hermaður hefur játað að hafa nauðgað fjórtán ára gamalli íraskri stúlku og hjálpað svo til að myrða hana og þrjá ættingja hennar. Erlent 15.11.2006 16:35 Hverjir rændu hverjum og hvers vegna ? Ringulreiðin í Írak er slík að stjórnvöld virðast ekki hafa hugmynd um hversu mörgum mönnum var rænt úr menntamálaráðuneyti landsins í gær, né hversu margra er enn saknað. Menntamálaráðherrann er hættur þáttöku í ríkisstjórn Íraks, þartil gíslunum hefur verið sleppt. Erlent 15.11.2006 16:14 Geimhænsni Kentucky Fried Kjúklingaveitingastaðurinn Kentucky Fried Chicken hefur breytt aðeins vörumerki sínu og í tilefni af því hefur verið gerð risastór mynd af Sanders ofursta á jörðinni, í Nevada fylki. Það er sagt fyrsta vörumerkið sem sést utan úr geimnum. Erlent 15.11.2006 15:30 Lolu gert að skila brókum Bonos U2 söngvarinn Bono hefur unnið mál gegn fyrrverandi stílista hljómsveitarinnar. Lolu Cashman var gert að skila söngvaranum brókum hans, kúrekahatti og öðrum smáhlutum sem hún sagði að sér hefðu verið gefnir meðan hún starfaði fyrir hljómsveitina. Erlent 15.11.2006 14:21 Hæ pabbi...? Þýskur kvensjúkdómalæknir hefur verið dæmdur til þess að greiða meðlag með barni til átján ára aldurs vegna þess að getnaðarvörn sem hann kom fyrir í móðurinni brást. Þýskir fjölmiðlar fordæma úrskurð dómstólsins. Erlent 15.11.2006 14:04 Flóðbylgjan í Japan reyndist lítil Flóðbylgjan sem varað var við eftir jarðskjálfta norður af Japan, skall á norðurströnd landsins um hádegið, en reyndist ekki nema fjörutíu sentimetra há og olli engum skemmdum. Erlent 15.11.2006 13:40 Risasamruni flugfélaga í farvatninu Bandaríska flugfélagið US Airways hefur gert 8 milljarða dala yfirtökutilboð í bandaríska félagið Delta Air Lines. Þetta svarar til 566,8 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna flugfélaganna verður til eitt stærsta flugfélag í heimi. Viðskipti erlent 15.11.2006 12:59 Velflestir gíslar fengu frelsi Velflestir þeirra sem rænt var í menntamálaráðuneytinu í Bagdad í gær hafa nú verið látnir lausir eða frelsaðir af lögreglu. Ekki hefur fengist staðfest að allir gíslarnir hafi fengið frelsi. Erlent 15.11.2006 12:40 Flóðbylgjuviðvörun fyrir Japan og Rússland Íbúar á Hokkaido- og Honshu-eyja í Japan hafa verið hvattir til að flýja frá ströndinni þar sem búist er við flóðbylgju eftir að jarðskjálfti upp á 8,1 á Richter varð neðjansjávar undan ströndum Chijima-eyja fyrir stundu. Varað er við að a.m.k. tveggja metra háar öldur geti skollið á norður- og austurströnd Japans, einnig gætu Rússar verið í hættu. Erlent 15.11.2006 11:51 « ‹ 225 226 227 228 229 230 231 232 233 … 334 ›
Hagnaður Euronext jókst um 8 prósent Hagnaður samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext nam 92,28 milljónum evra, um 8,4 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæplega 8 prósenta meiri hagnaði en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 16.11.2006 09:37
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í júlí síðastliðnum og lét þar með af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi undanfarin fimm ár. Viðskipti erlent 16.11.2006 09:25
Dýrkeypt að bíða lengur Kofi Annan segir miklu ódýrara að draga nú þegar úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda heldur en að bíða þar til takast þarf á við afleiðingarnar. Erlent 15.11.2006 22:20
Biður Íslendinga að íhuga stöðu Ísraela Sendiherra Ísraels segir íslenska stjórnmálamenn "einblína um of á atvikið í Beit Hanoun". Hún biður Íslendinga að setja sig í spor Ísraela og fordæma þá ekki fyrir þær aðgerðir sem þeir grípa til í því skyni að tryggja öryggi sitt. Erlent 15.11.2006 22:20
Segjast ekki láta kúga sig Utanríkisráðherra Tyrklands segir að Tyrkir ætli ekki að láta kúga sig nú fremur en áður til þess að gefa eftir í Kýpurdeilunni. Erlent 15.11.2006 22:20
Ætlar ekki í stjórnmál á ný Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, hefur alls ekki í hyggju að snúa aftur á svið stjórnmálanna í Taílandi, að því er lögfræðingur hans greindi frá í gær. Thaksin var steypt af stóli í byltingu hers-ins 19. september síðastliðinn. Erlent 15.11.2006 22:20
Japanir veiða 860 hvali Sex japönsk hvalveiðiskip héldu úr höfn í gær í árlegan hvalveiðileiðangur á Suðurskautsmið. Þar ætla Japanar að veiða 860 hvali í vetur, og segja þeir veiðarnar gerðar í vísindaskyni. Erlent 15.11.2006 22:20
Umhverfismál ofarlega á baugi í Bandaríkjunum Þrír demókratar í bandarísku öldungadeildinni sem koma til með að verða yfir nefndum um umhverfismál í Bandaríkjunum segjast óánægðir með framlag George W. Bush, bandaríkjaforseta, í umhverfismálum. Þeir segjast ætla að setja á hann pressu um að koma með lög sem takmarka losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið. Erlent 15.11.2006 23:48
Ísraelsk kona lætur lífið í eldflaugaárás Palenstínskir vígamenn skutu eldflaugum frá Gaza svæðinu í dag og urðu ísraelskri konu að bana og særðu tvo í ísraelska landamærabænum Sderot. Ísraelsk yfirvöld segjast ætla að gera allt sem í valdi sínu stendur til þess að ná þeim sem eru ábyrgir. Erlent 15.11.2006 23:27
Bush og Putin funda George W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladimir Putin Rússlandsforseti áttu "ótrúlega góðan" fund í dag. Bush er sem stendur á ferðalagi til Asíu en kom við í Moskvu til þess að fylla á flugvél sína. Putin kom þá við á flugvellinum til þess að heilsa upp á Bush og ræða við hann um væntanlega inngöngu Rússa í Alþjóðaviðskiptaráðið. Innlent 15.11.2006 23:10
Mannréttindaráð SÞ fordæmir mannréttindabrot Ísraela á Gaza Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðana fordæmdi í dag mikil og skipulögð mannréttindabrot Ísraels á Gaza svæðinu og sendi þangað sendinefnd til þess að rannsaka lát 19 óbreyttra palenstínskra borgara í Beit Hanoun í síðustu viku. Erlent 15.11.2006 22:27
Bandaríski herinn hugsanlega farinn frá Írak innan árs Bandaríski yfirhershöfðinginn í Írak, John Abizaid, sagði í dag að það gæti tekið skemmri tíma en áður var haldið að þjálfa upp íraska herinn. Áður hafði verið talað um að minnsta kosti eitt ár í viðbót en hann telur að verkefninu gæti verið lokið á undir einu ári. Erlent 15.11.2006 21:53
Ísraelsk herþyrla gerir árásir á Gaza Ísraelsk herþyrla skaut rétt í þessu tveimur loftskeytum á hús í palenstínska hluta Gaza svæðisins, samkvæmt frásögnum sjónarvotta. Íbúar sögðu að einhverjir hefðu slasast og hugsanlega látið lífið í árásinni á Shathi flóttamannabúðirnar en það fékk ekki staðfest. Talsmaður ísraelska hersins hafði ekkert um málið að segja að svo stöddu. Erlent 15.11.2006 21:37
Flóðbylgjur í Japan reyndust 20 til 40 sm háar Öflugur jarðskjálfti reið yfir Kúríleyjar norður af Japan í dag. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út af ótta við að öflug flóðbylgja myndi skella á norður- og austurströndum Japans og jafnvel ná að Kyrrhafsströnd Rússlands. Flóðbylgjurnar sem skullu síðan á japönsku eyjunni Hokkaídó voru mun minni en óttast var og eru þær sagðar hafa mælst 20 til 40 sentrimetrar á hæð. Erlent 15.11.2006 20:42
Fyrrum aðalendurskoðandi Enron fundinn sekur um bókhaldssvik Bandarískur dómari dæmdi í dag fyrrum aðalendurskoðanda Enron, Richard Causey, í fangelsi í 66 mánuði, eða fimm og hálft ár, þar sem það var hann sem samþykkti hin miklu bókhaldssvik sem leiddu til falls fyrirtækisins. Erlent 15.11.2006 20:24
Bandarískur hermaður játar nauðgun og morð Bandarískur hermaður hefur játað að hafa nauðgað 14 ára gamalli íraskri stúlku og hjálpað til við að myrða hana og fjölskyldu hennar. Lögfræðingur hans sagði að hann hefði játað á sig morðið til þess að reyna að komast hjá dauðrefsingunni. Hermaðurinn er einn fjögurra sem tóku þátt í verknaðinum. Erlent 15.11.2006 20:09
Samstarfsörðugleikar í írösku ríkisstjórninni Íraska ríkisstjórnin hefur skipst í tvær fylkingar vegna örlaga fólksins sem var rænt í mannráninu í gær. Segja margir þeirra að vígahópar öfgatrúarmanna hafi sýnt að ástandið í Írak er ekki jafngott og sumir vilja vera láta. Erlent 15.11.2006 19:03
Bandaríkin tilbúin til viðræðna við Íran vegna Íraks David Satterfield, háttsettur ráðgjafi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og umsjónarmaður málefna Íraks, sagði í dag að Bandaríkin væru tilbúin í viðræður við Íran varðandi ástandið í Írak en hvenær það myndi gerast væri óvíst. Erlent 15.11.2006 17:43
Bráðabirgðaúrslit kosninga voru birt í Austur-Kongó í dag Bráðabirgðaúrslit kosninga voru birt í Austur-Kongó í dag. Samkvæmt þeim sigraði núverandi forseti landsins, Joseph Kabila, mótframbjóðanda sinn, Jean-Pierre Bemba, með 58% gegn 42% eftir að talningu allra atkvæða var lokið. Erlent 15.11.2006 17:14
Rússar vilja að Saddam lifi Neðri deild rússneska þingsins varaði í dag við því að aftaka Saddams Hussein gæti enn aukið á ofbeldið í Írak. Erlent 15.11.2006 17:12
Svikin lyf ógna mannslífum í fátækum ríkjum Um þrjátíu prósent lyfja sem seld eru í sumum fátækari löndum heims eru lyfleysur sem gera ekkert gagn og geta jafnvel skaðað þá sem taka þær. Erlent 15.11.2006 16:47
Nauðguðu og myrtu í Írak Bandarískur hermaður hefur játað að hafa nauðgað fjórtán ára gamalli íraskri stúlku og hjálpað svo til að myrða hana og þrjá ættingja hennar. Erlent 15.11.2006 16:35
Hverjir rændu hverjum og hvers vegna ? Ringulreiðin í Írak er slík að stjórnvöld virðast ekki hafa hugmynd um hversu mörgum mönnum var rænt úr menntamálaráðuneyti landsins í gær, né hversu margra er enn saknað. Menntamálaráðherrann er hættur þáttöku í ríkisstjórn Íraks, þartil gíslunum hefur verið sleppt. Erlent 15.11.2006 16:14
Geimhænsni Kentucky Fried Kjúklingaveitingastaðurinn Kentucky Fried Chicken hefur breytt aðeins vörumerki sínu og í tilefni af því hefur verið gerð risastór mynd af Sanders ofursta á jörðinni, í Nevada fylki. Það er sagt fyrsta vörumerkið sem sést utan úr geimnum. Erlent 15.11.2006 15:30
Lolu gert að skila brókum Bonos U2 söngvarinn Bono hefur unnið mál gegn fyrrverandi stílista hljómsveitarinnar. Lolu Cashman var gert að skila söngvaranum brókum hans, kúrekahatti og öðrum smáhlutum sem hún sagði að sér hefðu verið gefnir meðan hún starfaði fyrir hljómsveitina. Erlent 15.11.2006 14:21
Hæ pabbi...? Þýskur kvensjúkdómalæknir hefur verið dæmdur til þess að greiða meðlag með barni til átján ára aldurs vegna þess að getnaðarvörn sem hann kom fyrir í móðurinni brást. Þýskir fjölmiðlar fordæma úrskurð dómstólsins. Erlent 15.11.2006 14:04
Flóðbylgjan í Japan reyndist lítil Flóðbylgjan sem varað var við eftir jarðskjálfta norður af Japan, skall á norðurströnd landsins um hádegið, en reyndist ekki nema fjörutíu sentimetra há og olli engum skemmdum. Erlent 15.11.2006 13:40
Risasamruni flugfélaga í farvatninu Bandaríska flugfélagið US Airways hefur gert 8 milljarða dala yfirtökutilboð í bandaríska félagið Delta Air Lines. Þetta svarar til 566,8 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna flugfélaganna verður til eitt stærsta flugfélag í heimi. Viðskipti erlent 15.11.2006 12:59
Velflestir gíslar fengu frelsi Velflestir þeirra sem rænt var í menntamálaráðuneytinu í Bagdad í gær hafa nú verið látnir lausir eða frelsaðir af lögreglu. Ekki hefur fengist staðfest að allir gíslarnir hafi fengið frelsi. Erlent 15.11.2006 12:40
Flóðbylgjuviðvörun fyrir Japan og Rússland Íbúar á Hokkaido- og Honshu-eyja í Japan hafa verið hvattir til að flýja frá ströndinni þar sem búist er við flóðbylgju eftir að jarðskjálfti upp á 8,1 á Richter varð neðjansjávar undan ströndum Chijima-eyja fyrir stundu. Varað er við að a.m.k. tveggja metra háar öldur geti skollið á norður- og austurströnd Japans, einnig gætu Rússar verið í hættu. Erlent 15.11.2006 11:51