Erlent

Svikin lyf ógna mannslífum í fátækum ríkjum

Um þrjátíu prósent lyfja sem seld eru í sumum fátækari löndum heims eru lyfleysur sem gera ekkert gagn og geta jafnvel skaðað þá sem taka þær.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin hvatti í dag ríkisstjórnir til þess að grípa til aðgerða gegn glæpamönnum, sem raka inn hundruðum milljarða króna árlega á því að selja sviknar heilbrigðisvörur til þróunarlandanna.

Þau lönd sem mest verða fyrir barðinu á þessum svikurum eru í Suður-Ameríku, Suðaustur-Asíu og Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×