Erlent

Rússar vilja að Saddam lifi

MYND/AP

Neðri deild rússneska þingsins varaði í dag við því að aftaka Saddams Hussein gæti enn aukið á ofbeldið í Írak.

Þingið samþykkti samhljóða ályktun þar sem sagði að fullnæging dómsins myndi ekki leysa vanda hinnar langþjáðu írösku þjóðar heldur búið til ný vandamál og hrint af stað nýrri öldu átaka, hefndar og haturs.

Dúman hvatti til þess að þegar örlög Saddams væru endanlega ákveðin, yrði tekið tillit til þessara þátta.

Íraskur dómstóll dæmdi forsetann fyrrverandi til dauða fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×