Erlent

Bráðabirgðaúrslit kosninga voru birt í Austur-Kongó í dag

Bráðabirgðaúrslit kosninga voru birt í Austur-Kongó (Kongó) í dag. Samkvæmt þeim sigraði núverandi forseti landsins, Joseph Kabila, mótframbjóðanda sinn, Jean-Pierre Bemba, með 58% gegn 42% eftir að talningu allra atkvæða var lokið.

Kjörstjórnin segir að hún verði þó að taka á þeim kvörtunum sem hafa borist úr herbúðum Bemba áður en sigurvegarinn verði formlega tilkynntur. Kosningunum var ætlað að binda endi á umbrotatímabilið sem kom í kjölfar "Heimsstyrjaldar Afríku" svokallaðrar, en á tímabilinu 1998 til 2003 drógust fleiri en sex ríki inn í óöldina sem geisaði í Kongó. Fjórar milljónir manna létu lífið vegna aðstæðna sem sköpuðust í framhaldinu og talið er að allt að 1.200 manns láti lífið á degi hverjum vegna slæms aðbúnaðar og áframhaldandi baráttu vígahópa um hinar gríðarlegu auðlindir sem eru í austurhluta Kongó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×