Erlent

Hæ pabbi...?

Þýskur kvensjúkdómalæknir hefur verið dæmdur til þess að greiða meðlag með barni til átján ára aldurs, vegna þess að getnaðarvörn sem hann kom fyrir í móðurinni brást. Þýskir fjölmiðlar fordæma úrskurð dómstólsins.

Það var alríkis áfrýjunardómstóll í Karlsruhe sem dæmdi lækninn til þess að greiða fimmtíu og fimmþúsund krónur á mánuði, með barninu, þartil það nær átján ára aldri. Læknirinn hafði komið fyrir getnaðarvörn í móðurinni, sem átti að vera örugg í þrjú ár.

Konan varð hinsvegar ófrísk eftir sex mánuði, og við rannsókn kom í ljós að getnaðarvörnin var horfin. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn bæri ábyrgð á þungun konunnar, og því bæri honum að borga meðlagið.

Móðirin og barnsfaðir hennar höfðu hætt sambúð áður en dómurinn var kveðinn upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×