Erlent

Bandaríkin tilbúin til viðræðna við Íran vegna Íraks

Satterfield að koma í yfirheyrslurnar í morgun. Hann er annar frá hægri.
Satterfield að koma í yfirheyrslurnar í morgun. Hann er annar frá hægri. MYND/AP

David Satterfield, háttsettur ráðgjafi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og umsjónarmaður málefna Íraks, sagði í dag að Bandaríkin væru tilbúin í viðræður við Íran varðandi ástandið í Írak en hvenær það myndi gerast væri óvíst.

"Við erum reiðubúnir til þess að ræða stöðu Íran í Írak". Þetta kom fram í yfirheyrslum sérstakrar öldungadeildarþingnefndar sem fjallar um Íraksstríðið. Lagði Satterfield áherslu á að þetta væri aðeins spurning um tímasetningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×