Erlent

Fréttamynd

Átta fórust í flugslysi í Austurríki

Átta manns létu lífið þegar lítil eins hreyfils flugvél lenti í árekstri við þyrlu yfir skíðasvæðinu í Zell am See í Austurríki í dag. Sjö voru um borð í þyrlunni en einn í flugvélinni og komst enginn lífs af.

Erlent
Fréttamynd

Ungdómshúsið rifið

Ungdómshúsið, á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, var rifið í morgun af grímuklæddum verkamönnum sem óttuðust hefndaraðgerðir mótmælenda. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í borginni á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

NATO banar níu almennum borgurum í Afganistan

Níu almennir borgarar í norðurhluta Afganistan létu lífið í loftárásum NATO í dag. NATO gerði þá árásir fyrir mistök á íbúðarhúsnæði en þeir töldu að þar hefðu verið hryðjuverkamenn á ferð.

Erlent
Fréttamynd

Flestum meintum hryðjuverkamönnum sleppt

Meirihluti þeirra sem hafa verið handteknir samkvæmt hryðjuverkalögum, í Bretlandi, síðan árásin var gerð á bandaríkin 11. september 2001, hefur verið látinn laus án ákæru. Samkvæmt tölum frá innanríkisráðuneytinu, sem birtar voru í dag, voru 1.126 handteknir frá árásinni til loka síðasta árs. Fjörutíu til viðbótar sátu í varðhaldi vegna aðgerða lögreglu gegn hryðjuverkum. Af þessum var 652 sleppt án ákæru.

Erlent
Fréttamynd

Megrunarpilla gefin frjáls

Megrunarlyfið Alli hefur verið leyst undan lyfseðilsskyldu í Bandaríkjunum, og verður í sumar hægt að fá það í hvaða verslun sem er. Það var Bandaríska lyfjastofnunin sem ákvað að gefa lyfið frjálst. Lyfið nýtur mikilla vinsælda þar vestra.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar senda liðsauka til Mið-Afríku

Frakkar hafa sent liðsauka frá Gabon til Mið-Afríku lýðveldisins, eftir að hermenn þeirra þar lentu í átökum við uppreisnarmenn um helgina. Um eitthundrað hermenn voru sendir úr liði sem Frakkar hafa í Gabon. Uppreisnarmennirnir vilja steypa Francois Bozize, forseta af stóli.

Erlent
Fréttamynd

Lítil breyting á markaði í Bandaríkjunum

Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu fyrir skömmu. Lækkanir á vísitölum á mörkuðum í Asíu og í Evrópu virðast ekki hafa skilað sér vestur um haf enda hækkuðu helstu vísitölur á bandaríska markaðnum lítillega við opnun markaða. Greinendur eru ekki vissir um hvað dagurinn feli í skauti sér en vísa til orða Henry Paulsons, fjármálaráðherra, sem segist hafa tröllatrú á bandaríska hagkerfinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Danir vilja grafa 9000 km af raflínum í jörðu

Mikil samstaða er um það hjá stjórnmálaflokkum í Danmörku að grafa 9000 kílómetra af raflínum í jörðu, aðallega til þess að losna við risastór möstur og línur sem eru lýti á umhverfinu. Að sögn Jótlandspóstsins er meirihluti fyrir því á þingi að grafa línurnar.

Erlent
Fréttamynd

Rauðglóandi Visakort

Sænskri móður brá í brún þegar hún fékk Visa reikninginn sinn þar sem fram kom að hún hefði keypt fyrir rífar 260 þúsund krónur í vefversluninni Playahead. Það kom enda á daginn að það var þrettán ára dóttir hennar sem hafði gerst svona umsvifamikil í viðskiptum og keypt bæði fyrir sjálfa sig og fjörutíu félaga sína.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir pyntingar á Serbum

Hæstiréttur Króatíu hefur staðfest fangelsisdóma yfir átta fyrrverandi herlögreglumönnum fyrir að pynta og myrða serbneska fanga í stríðinu árið 1992. Fórnarlömb þeirra voru bæði serbneskir hermenn og almennir borgarar. Mennirnir fengu sex til átta ára fangelsisdóma.

Erlent
Fréttamynd

Skattmann stekkur á Alexöndru

Þegar Alexandra prinsessa sagði já við kærastann sinn klukkan fjögur á föstudag, urðu umtalsverðar breytingar á hennar högum. Hún er nú ekki lengur prinsessa heldur aðeins greifynja, og danski skattmann mun hér eftir hirða drjúgan skerf af tekjum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Konur í aðalhlutverki

Sendinefndin sem fylgdi Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra á ferð hennar um Afríku í síðustu viku var þorra ferðarinnar eingöngu skipuð konum. Ekki eru dæmi um að svo hátt sett sendinefnd hafi verið þannig skipuð.

Innlent
Fréttamynd

Al-Kaída hótar að myrða Harry

Hryðjuverkasamtökin Al-Kaída hafa hótað því að ræna Harry bretaprins, þegar hann verður sendur til Íraks, í maí næstkomandi, að sögn breska blaðsins The Sun. Blaðið segir að hótunin hafi komið fram á vefsíðu sem róttækir múslimar halda úti. "Múslimar í Írak munu drepa Harry prins, megi Allah gefa honum það sem hann á skilið," segir meðal annars á vefsíðunni.

Erlent
Fréttamynd

HSBC skilaði methagnaði

Alþjóðlegi bankinn HSBC, einn stærsti banki í Evrópu, skilaði 11,5 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 1.500 milljörðum íslenskra króna sem er fimm prósenta hækkun á milli ára. Þetta er langt yfir væntingum greinenda enda metafkoma í sögu bankans. Á sama tíma varð bankinn að afskrifa um 5,4 milljarða punda á bandaríska fasteignalánamarkaðnum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stórt vopnabúr í Kaliforníu

Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum komu niður á milljón skothylki í göngum á einkalóð fyrir helgi. Eldur brenndi hluta þaks af húsinu fyrir ofan og var slökkvilið kallað til. Einhver skotfæri sprungu meðan eldur logaði í húsinu og hitnaði í göngunum. Þar voru, auk skotfæranna, rúm 30 kíló af svörtu byssupúðri, fjölmargar skammbyssur, haglabyssur og árásarrifflar.

Erlent
Fréttamynd

Þingkosningar í Eistlandi

Búist er við að sitjandi ríkisstjórn mið- og hægriflokkar í Eistlandi haldi velli í þingkosningum í landinu í dag. Kosningarnar eru þær elleftu frá því landið fékk sjálfstæði árið 1991. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma og verður lokað klukkan sex. Búist er við að úrslit liggi fyrir klukkan tíu í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Minni harka í mótmælunum

Til nokkurra átaka kom milli mótmælenda og lögreglu á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt en ekki jafn alvarlegra og liðnar nætur. Lögregla var fjölmenn á götum borgarinnar og talið að það hafi komið í veg fyrir hörð átök líkt og í fyrrinótt þegar eldar loguðu víða. Deilt er um rýmingu Ungdómshússins svokallaða, æskulýðsmiðstöðvar á Norðurbrú.

Erlent
Fréttamynd

Friðsamleg mótmæli í dag

Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðir á Norðurbrú aðra nóttina í röð

Vel á annað hundrað mótmælendur frá ýmsum löndum voru handteknir í óeirðum á götum Norðurbrúar í Kaupmannahöfn í nótt. Óeirðasamt hefur verið í þessum borgarhluta síðan á fimmtudaginn þegar lögregla rýmdi æskulýðsmiðstöð á svæðinu með valdi. Að minnsta kosti einn mótmælandi slasaðist í atganginum í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherra landhersins segir af sér

Ráðherra bandaríska landhersins, Francis Harvey, hefur sagt af sér. Hann átti að sjá um að herinn gengi eins og smurð vél. Á meðal verka hans var að sjá um hermenn sem höfðu slasast í Írak eða Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Tunglmyrkvi annað kvöld

Stjörnuáhugamenn bíða nú með óþreyju tunglmyrkvans sem á að vera á morgun. Hann á eftir að sjást best í Evrópu. Hann byrjar klukkan 18 mínútur yfir átta annað kvöld og verður tunglið alfarið í skugga jarðarinnar á milli 22:44 og 23:58 að íslenskum tíma. Hann mun sjást skýrt og greinilega á Íslandi, ef skýjafar leyfir.

Erlent
Fréttamynd

Nowak ákærð fyrir tilraun til mannráns

Lisa Nowak, geimfarinn sem keyrði yfir hálf Bandaríkin íklædd bleyju, til þess að geta náð sér niðri á konu sem hún taldi keppinaut sinn um ástir annars geimfara, hefur verið ákærð fyrir tilraun til mannráns.

Erlent
Fréttamynd

Miklir viðskiptamöguleikar fyrir íslensk fyrirtæki

Íslensk fyrirtæki telja mikla möguleika felast í viðskiptum við Suður-Afríku, ekki síst vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem þar fer fram árið 2010. Landsvirkjun er á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í afrísku útrásinni.

Erlent
Fréttamynd

Vill greiða fyrir viðskiptum

Á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, í Höfðaborg í vikunni kom fram gagnkvæmur áhugi á samningum á sviði loftferða og tvísköttunar. Samkomulag um slíkt myndi greiða verulega fyrir viðskiptum landanna.

Erlent
Fréttamynd

Jolie-Pitt að ættleiða aftur

Angelina Jolie og Brad Pitt ætla sér að ættleiða barn frá Víetnam á næstu dögum. Ættleiðingarfulltrúi í Víetnam sagði að Angelina hefði skilað inn eyðublaði þar sem hún biður um leyfi til þess að ættleiða barn frá landinu.

Lífið
Fréttamynd

Stálu 5 hundum

Fjölskylda, í Los Angeles, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í gær þegar vopnaðir glæpamenn réðust inn á heimili hennar og rændu þaðan fimm hundum, þar af fjórum hvolpum sem voru til sölu. Atgangurinn náðist allur á myndband.

Erlent