Erlent

Ráðherra landhersins segir af sér

Francis Harvey sést hér í jakkafötum að leggja blómsveig að minnisvarða óþekktra hermanna.
Francis Harvey sést hér í jakkafötum að leggja blómsveig að minnisvarða óþekktra hermanna. MYND/AFP

Ráðherra bandaríska landhersins, Francis Harvey, hefur sagt af sér. Hann átti að sjá um að herinn gengi eins og smurð vél. Á meðal verka hans var að sjá um hermenn sem höfðu slasast í Írak eða Afganistan.



Fréttir fóru nýlega að berast af því að hermennirnir hefðu þurft að vera í húsum sem kakkalakkar væru í. Einnig væru þar mýs og rottur. Harvey var ráðinn til starfans í nóvember 2004. Tilkynnt var um afsögn hans í dag. Deginum áður hafði yfirmaður sjúkrastöðva hersins verið rekinn úr starfi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×