Erlent

Vill greiða fyrir viðskiptum

Á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, í Höfðaborg í vikunni kom fram gagnkvæmur áhugi á samningum á sviði loftferða og tvísköttunar. Samkomulag um slíkt myndi greiða verulega fyrir viðskiptum landanna.

Valgerður hefur undanfarna daga ferðast um Afríku, meðal annars til að kynna sér starf Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Úganda og opna sendiráð Íslands í Pretoríu í Suður-Afríku. Í fyrradag hitti hún Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, í Höfðaborg en sá fundur var ákveðinn með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara.

Þá voru millríkjaviðskipti einnig til umræðu og í því samhengi samningar á sviði tvísköttunar og loftferða. Slíkir samningar myndu auðvelda viðskipti á milli landanna verulega. Þótt viðræður um þá séu í bígerð vill Valgerður ekki segja til um hvenær þeir verða undirritaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×