Erlent

Megrunarpilla gefin frjáls

Megrunarlyfið Alli hefur verið leyst undan lyfseðilsskyldu í Bandaríkjunum, og verður í sumar hægt að fá það í hvaða verslun sem er. Það var Bandaríska lyfjastofnunin sem ákvað að gefa lyfið frjálst. Lyfið nýtur mikilla vinsælda þar vestra.

Alli virkar þannig að hluti af þeirri fitu sem fólk borðar meltist ekki í meltingaveginum heldur skilar sér eftir augljósri leið. Ef fólk borðar mikið af fitu meðan það tekur pillurnar geta aukaverkanir verið magakveisur og þrumandi niðurgangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×