Innlent

Konur í aðalhlutverki

Sendinefndin sem fylgdi Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra á ferð hennar um Afríku í síðustu viku var þorra ferðarinnar eingöngu skipuð konum. Ekki eru dæmi um að svo hátt sett sendinefnd hafi verið þannig skipuð.

Valgerður var á ferðalagi sínu um Afríku í síðustu og þarsíðustu viku, meðal annars til að kynna sér starf Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Úganda, opna sendiráð Íslands í Pretoríu í Suður-Afríku og funda með ráðamönnum þessara ríkja.

Í fylgdarliði ráðherra voru Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra í Suður-Afríku, svo og sviðstjóri og aðstoðarmaður Valgerðar úr utanríkisráðuneytinu, hvort tveggja konur. Þá eru umdæmisstjóri og allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Úganda konur. Aldrei hefur svo hátt sett sendinefnd frá Íslandi verið einvörðungu skipuð konum. Valgerður segir þetta afar ánægjulega staðreynd enda hafi margir tekið eftir þessu í ferðinni og haft á því orð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×