Erlent Fillon verður forsætisráðherra Nicolas Sarkozy hefur tilkynnt að Francois Fillon verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn sinni. Fillon er einn af hægrihandarmönnum Sarkozy og búist er við því að hann taki við embætti síðar í dag. Sarkozy ætlar sér að útnefna afganginn af ríkisstjórn sinni á morgun. Hann hefur lofað að fækka ráðherrum í 15 og að um helmingur þeirra verði konur. Erlent 17.5.2007 10:08 25 féllu á Gaza í gær 25 féllu í átökum liðsmanna Hamas og Fatah á Gazaströndinni í gær og hafa því yfir 40 látið lífið í bardögum síðustu sex daga. Mahmoud Abbas forseti Palestínu og Ismael Haniyeh ætluðu að halda neyðarfund um stöðuna í dag en ekki er öruggt að af honum verði. Erlent 17.5.2007 10:02 Járnbrautarlestir fóru á milli Norður- og Suður-Kóreu Tvær járnbrautarlestir, önnur frá Norður-Kóreu með fimmtíu manns innanborðs, hin frá Suður-Kóreu með hundrað manns innanborðs, fóru yfir landamæri ríkjanna í morgun. Þetta eru fyrstu lestarsamgöngur á milli ríkjanna tveggja frá því að Kóreustríðið hófst árið 1950. Erlent 17.5.2007 09:59 Gordon Brown sjálfkjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, verður sjálfkjörinn til leiðtogaembættis Verkamannaflokksins. Í gærkvöld rann út framboðsfresturinn en engum nema Brown tókst að safna þeim 45 þingmönnum á stuðningsmannalista sem tilskilinn er. Erlent 17.5.2007 09:56 Blása af kenningu um ísöld í N-Evrópu Loftslagsfræðingar sem óttast hafa að hlýnun loftslags gæti haft þau þverstæðu áhrif að loftslag í Norðvestur Evrópu yrði kaldara, eru nú hættir að hafa áhyggjur af því. Á tímabili var því haldið fram að möguleiki væri á lítill ísöld á svæðinu. Sú kenning hefur tekið bólfestu í huga almennings segir í New York Times í dag. Erlent 16.5.2007 22:07 Uppgötva gen sem örvar hárvöxt Hingað til hefur því verið trúað að ekki væri hægt að laga skemmda hársekki sem hætt hafa að framleiða hár. Lið vísindamanna í Háskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hafa þróað nýjar hárfrumur í músum. Þeir segja að hægt sé að örva hárvöxt með einu geni. Erlent 16.5.2007 22:32 Stjórnarskrá ESB er brýnt verkefni Nicolas Sarkosy forseti Frakklands sagði í dag að brýnt væri að koma Evrópusambandinu úr stjórnarskrárlegri „lömun.“ Ummælin lét hann falla á fundi með Angelu Merkel kanslara Þýskalands í Berlín. Þjóðverjar fara með formennsku í Evrópusambandinu og G8 hópnum. Erlent 16.5.2007 21:02 Gordon Brown verður næsti forsætisráðherra Breta Sky sjónvarpsstöðin skýrði frá því fyrir stundu að Gordon Brown yrði næsti forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins. Þetta varð ljóst þegar Andrew MacKinlay, einn þingmanna flokksins, tilkynnti að hann styddi Brown. Fjármálaráðherrann hefur þá fengið 308 stuðningsatkvæði sem nægja til að tryggja honum sætið án þess að keppninautar hans hafi möguleika. Erlent 16.5.2007 19:56 Litla hafmeyjan máluð rauð Enn einu sinni hefur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þegar menn fóru á stjá í gær sáu þeir að rauðri málningu hafði verið slett á andlit, brjóst og kjöltu þessa frægasta kennileiti borgarinnar. Erlent 16.5.2007 18:23 Virginia Tech-skotleikur vekur upp reiði Tölvuleikur sem notar skotárásirnar í Virginia Tech-háskólanum sem sögusvið hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. Höfundur leiksins segist munu taka hann af netinu gegn greiðslu. Erlent 16.5.2007 18:16 Sarkozy farinn til fundar við Merkel Nicolas Sarkozy sór embættiseið sem forseti Frakklands í dag. Í innsetningarræðu sinni kvaðst hann ætla að efla þjóðareiningu og blása í glæður efnahagslífsins. Búist er við að nýi forsetinn skipi ríkisstjórn sína á morgun Erlent 16.5.2007 18:12 Búist við afsögn Wolfowitz í dag Stjórn Alþjóðabankans leggur nú lokahönd á áætlun sem auðveldar Paul Wolfowitz bankastjóra að komast frá starfi sínu sem fyrst án þess að hljóta mikinn álitshnekki. Búist er við að Wolfowitz segi af sér seinna í dag vegna tilrauna hans til þess að fá stöðu- og launahækkun fyrir ástkonu sína sem vinnur hjá bankanum. Fréttastofa ABC greinir frá þessu. Erlent 16.5.2007 17:26 Bræðravíg Palestínumanna halda áfram Mahmoud Abbas forseti Palestínu hefur verið hvattur til að lýsa yfir neyðarástandi eftir að að minnsta kosti sextán manns féllu í innbyrðis átökum Palestínumanna í dag. Að minnsta kosti fjörutíu manns hafa fallið í bardögum síðan á föstudag. Það eru Fatah samtök Abbas og Hamas samtökin sem berast á banaspjót. Erlent 16.5.2007 16:41 Rússar vildu eyða kjarnorkuveri Ísraela Tveir ísraelskir rithöfundar halda því fram í nýrri bók að Sovétríkin hafi hrint sex daga stríðinu af stað, til þess að geta eyðilagt kjarnorkuvopnabúr Ísraels. Vopnin hafi snúist í höndum Rússa þegar Ísraelar gersigruðu heri Arabaríkjanna á ótrúlega skömmum tíma. Erlent 16.5.2007 16:09 Nauðguðu, pyntuðu og myrtu heila fjölskyldu Íbúar í smábænum Kherlani á Indlandi urðu svo reiðir þegar lágstéttarfjölskylda keypti sér lóð í bænum að þeir réðust á heimili hennar. Þeir nauðguðu, misþyrmdu og myrtu alla sem þeir náðu í. Þetta gerðist í september á síðasta ári, en málið er fyrst nú komið fram í dagsljósið. Í Bhotmange fjölskyldunni voru hjón, 17 ára dóttir og tveir synir 21 og 23 ára. Yfir 100 mann réðust á heimilið. Erlent 16.5.2007 14:08 Serbar hafa tekið sig á Yfirvöld í Serbíu hafa hert leitina að Ratko Mladic, sem grunaður er um stórfellda stríðsglæpi á tímum Balkanstríðanna, og því eru góðar líkur á að undirbúningur að viðræðum um ESB-aðild landsins fari í gang á ný. Þetta sagði Olli Rehn, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins, eftir samtöl við serbneska ráðamenn í Belgrað í morgun. Erlent 16.5.2007 13:19 Skapadægur Wolfowitz nálgast Búist er við að framtíð Pauls Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans, ráðist á fundi stjórnar bankans síðar í dag. Wolfowitz hefur legið undir miklu ámæli fyrir að hygla ástkonu sinni sem vinnur við bankann og hefur þrýstingur á bankastjórnina farið sívaxandi um að segja honum upp störfum. Erlent 16.5.2007 13:17 Sarkozy orðinn forseti Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. Erlent 16.5.2007 13:09 Danir börðust í sex tíma fyrir lífi sínu Erlent 16.5.2007 11:35 MySpace eyðir vefsíðum kynferðisafbrotamanna Stjórnendur tengslavefsins MySpace sögðu í gær að þeir hefðu borið kennsl á og eytt vefsíðum þúsunda dæmdra kynferðisafbrotamanna. Þetta gera eigendur MySpace til þess að vernda yngri notendur. MySpace tilkynnti um þetta aðeins degi eftir að átta bandarískir saksóknarar kröfðust þess að tengslavefurinn léti af hendi upplýsingar um vefsíður kynferðisglæpamanna og eyddi þeim síðan. Samtals eru 175 milljón manns með vefsíðu á MySpace. Erlent 16.5.2007 10:35 Dýr myndi James allur Safnarar geta verið dálítið galnir. Til dæmis safnarinn sem borgaði rúmar fimm milljónir króna fyrir hnúðinn á gírstönginni af Aston Martin bílnum sem James Bond ók í Goldfinger. Myndin var frumsýnd árið 1964. Þessi gírhnúður var þeim eiginleikum gæddur að ef toppurinn á honum var opnaður var takki undir sem var notaður til þess að skjóta farþegasætinu upp úr bílnum. Alveg eins og í orrustuflugvél. Erlent 16.5.2007 10:34 Allir út að ýta - lestinni Á Indlandi er það þannig að lestarnar fá rafstraum á vissum köflum leiðarinnar. Það fleytir þeim yfir rafmagnslausu kaflana og að næsta aflgjafa. Í Bihar héraði á dögunum vildi svo til að einhver tók óvart í neyðarbremsu og lestin stoppaði rétt áður en hún komst að kafla með rafmagni. En það vill svo vel til að Indverjar eru margir og lestarnar alltaf yfirfullar. Erlent 16.5.2007 10:11 Hættuástandi aflétt Sprengiefnið, sem fannst í íbúð í grennd við Sjelör stöðina í Kaupmannahöfn í morgun, reyndist eldgamalt dínamít, sem hefur jafnvel verið í íbúðinni í áratugi. Búið var að rýma hús í grendinni og loka fyrir bílaumferð þegar sprengjusérfræðingar kváðu upp þennan úrskurð og var hættuástandi aflétt. Erlent 16.5.2007 08:56 Bein útsending á Vísi: Sarkozy orðinn forseti Hægt er að fylgjast með embættistöku Nicolas Sarkozy í beinni útsendingu hér á Vísi. Athöfnin hófst klukkan níu. Hann tekur við embætti forseta Frakklands af Jacques Chirac, sem hefur verið forseti í tólf ár. Smellið á „meira“ og síðan á hlekkinn inni í fréttinni til þess að fylgjast með athöfninni. Erlent 16.5.2007 08:43 Fann lík í nýju íbúðinni Spænskur maður sem keypti sér íbúð á uppboði án þess að skoða hana fyrst fann lík fyrrum eiganda hennar í íbúðinni. Líkið hafði varðveist fullkomnlega en eigandinn, kona sem var 55 ára, lést af eðlilegum orsökum sex árum áður. Íbúðin var seld á uppboði þar sem eigandinn hætti af greiða af húsnæðisláni sínu. Erlent 16.5.2007 08:11 Selja eignir til að eiga fyrir skaðabótum Rómversk-kaþólska kirkjan í Los Angeles í Bandaríkjunum sagði í gær að hún myndi selja eignir sínar, þar á meðal aðalskrifstofu sína, til þess að geta greitt fórnarlömbum kynferðislegrar misnotkunnar presta hennar skaðabætur. Kirkjan ætlar þó ekki að leggja niður neina söfnuði. Í desember á síðasta ári greiddi kirkjan skaðabætur í 46 málum og hundruð eru enn í farveginum. Erlent 16.5.2007 07:54 Lögregla í Kaupmannahöfn finnur kíló af sprengiefni Lögregla í Kaupmannahöfn fann fyrir stundu eitt kíló af sprengiefni í íbúð á Håndelsvej 3, um 100 metra frá Sjælör stöðinni, að sögn Jótlandspóstsins. Lögregla er nú að flytja íbúa í nærliggjandi íbúðum í burtu. Tækni- og sprengjudeild lögreglu er á leiðinni á vettvang. Erlent 16.5.2007 07:53 Kína skorar á alþjóðasamfélagið að hjálpa Afríku Forsætisráðherra Kínverja, Wen Jiabao, skoraði í gær á alþjóðasamfélagið að gera meira til þess að aðstoða Afríku. Þetta sagði hann á fundi Þróunarbanka Afríku sem fram fór í Shanghai. Fleiri en 700 kínversk fyrirtæki starfa í Afríku og hafa viðskipti á milli Kína og Afríku fjórfaldast á síðastliðnum sex árum. Erlent 16.5.2007 07:04 Örlög Wolfowitz ráðast í dag Stjórn Alþjóðabankans hitti í gær PAul Wolfowitz, forseta hans. Hann er nú undir miklum þrýstingi um að segja af sér eftir að nefnd sérfræðinga á vegum bankans sagði að hann hefði gerst brotlegur við lög hans. Stjórn bankans mun ákveða örlög hans síðar í dag á öðrum fundi. Hvíta húsið styður ennþá við bakið á Wolfowitz, sem var áður aðstoðarvarnarmálaráðherra í Bandaríkjunum. Erlent 16.5.2007 07:01 Þriðja vopnahléið á Gaza rofið Vígamenn á Gaza svæðinu drápu að minnsta kosti fjóra í árás á heimili embættismanns Fatah hreyfingarinnar í nótt. Árásin batt enda á þriðja vopnahléið á jafnmörgum dögum en hún átti sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnihléi var lýst yfir. Stuttu áður var sprengju varpað á skrifstofu Forseta Palestínu, Mahmoud Abbas. Þá var einnig ráðist á lögreglustöð Hamas hreyfingunnar. Erlent 16.5.2007 07:00 « ‹ 109 110 111 112 113 114 115 116 117 … 334 ›
Fillon verður forsætisráðherra Nicolas Sarkozy hefur tilkynnt að Francois Fillon verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn sinni. Fillon er einn af hægrihandarmönnum Sarkozy og búist er við því að hann taki við embætti síðar í dag. Sarkozy ætlar sér að útnefna afganginn af ríkisstjórn sinni á morgun. Hann hefur lofað að fækka ráðherrum í 15 og að um helmingur þeirra verði konur. Erlent 17.5.2007 10:08
25 féllu á Gaza í gær 25 féllu í átökum liðsmanna Hamas og Fatah á Gazaströndinni í gær og hafa því yfir 40 látið lífið í bardögum síðustu sex daga. Mahmoud Abbas forseti Palestínu og Ismael Haniyeh ætluðu að halda neyðarfund um stöðuna í dag en ekki er öruggt að af honum verði. Erlent 17.5.2007 10:02
Járnbrautarlestir fóru á milli Norður- og Suður-Kóreu Tvær járnbrautarlestir, önnur frá Norður-Kóreu með fimmtíu manns innanborðs, hin frá Suður-Kóreu með hundrað manns innanborðs, fóru yfir landamæri ríkjanna í morgun. Þetta eru fyrstu lestarsamgöngur á milli ríkjanna tveggja frá því að Kóreustríðið hófst árið 1950. Erlent 17.5.2007 09:59
Gordon Brown sjálfkjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, verður sjálfkjörinn til leiðtogaembættis Verkamannaflokksins. Í gærkvöld rann út framboðsfresturinn en engum nema Brown tókst að safna þeim 45 þingmönnum á stuðningsmannalista sem tilskilinn er. Erlent 17.5.2007 09:56
Blása af kenningu um ísöld í N-Evrópu Loftslagsfræðingar sem óttast hafa að hlýnun loftslags gæti haft þau þverstæðu áhrif að loftslag í Norðvestur Evrópu yrði kaldara, eru nú hættir að hafa áhyggjur af því. Á tímabili var því haldið fram að möguleiki væri á lítill ísöld á svæðinu. Sú kenning hefur tekið bólfestu í huga almennings segir í New York Times í dag. Erlent 16.5.2007 22:07
Uppgötva gen sem örvar hárvöxt Hingað til hefur því verið trúað að ekki væri hægt að laga skemmda hársekki sem hætt hafa að framleiða hár. Lið vísindamanna í Háskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hafa þróað nýjar hárfrumur í músum. Þeir segja að hægt sé að örva hárvöxt með einu geni. Erlent 16.5.2007 22:32
Stjórnarskrá ESB er brýnt verkefni Nicolas Sarkosy forseti Frakklands sagði í dag að brýnt væri að koma Evrópusambandinu úr stjórnarskrárlegri „lömun.“ Ummælin lét hann falla á fundi með Angelu Merkel kanslara Þýskalands í Berlín. Þjóðverjar fara með formennsku í Evrópusambandinu og G8 hópnum. Erlent 16.5.2007 21:02
Gordon Brown verður næsti forsætisráðherra Breta Sky sjónvarpsstöðin skýrði frá því fyrir stundu að Gordon Brown yrði næsti forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins. Þetta varð ljóst þegar Andrew MacKinlay, einn þingmanna flokksins, tilkynnti að hann styddi Brown. Fjármálaráðherrann hefur þá fengið 308 stuðningsatkvæði sem nægja til að tryggja honum sætið án þess að keppninautar hans hafi möguleika. Erlent 16.5.2007 19:56
Litla hafmeyjan máluð rauð Enn einu sinni hefur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þegar menn fóru á stjá í gær sáu þeir að rauðri málningu hafði verið slett á andlit, brjóst og kjöltu þessa frægasta kennileiti borgarinnar. Erlent 16.5.2007 18:23
Virginia Tech-skotleikur vekur upp reiði Tölvuleikur sem notar skotárásirnar í Virginia Tech-háskólanum sem sögusvið hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. Höfundur leiksins segist munu taka hann af netinu gegn greiðslu. Erlent 16.5.2007 18:16
Sarkozy farinn til fundar við Merkel Nicolas Sarkozy sór embættiseið sem forseti Frakklands í dag. Í innsetningarræðu sinni kvaðst hann ætla að efla þjóðareiningu og blása í glæður efnahagslífsins. Búist er við að nýi forsetinn skipi ríkisstjórn sína á morgun Erlent 16.5.2007 18:12
Búist við afsögn Wolfowitz í dag Stjórn Alþjóðabankans leggur nú lokahönd á áætlun sem auðveldar Paul Wolfowitz bankastjóra að komast frá starfi sínu sem fyrst án þess að hljóta mikinn álitshnekki. Búist er við að Wolfowitz segi af sér seinna í dag vegna tilrauna hans til þess að fá stöðu- og launahækkun fyrir ástkonu sína sem vinnur hjá bankanum. Fréttastofa ABC greinir frá þessu. Erlent 16.5.2007 17:26
Bræðravíg Palestínumanna halda áfram Mahmoud Abbas forseti Palestínu hefur verið hvattur til að lýsa yfir neyðarástandi eftir að að minnsta kosti sextán manns féllu í innbyrðis átökum Palestínumanna í dag. Að minnsta kosti fjörutíu manns hafa fallið í bardögum síðan á föstudag. Það eru Fatah samtök Abbas og Hamas samtökin sem berast á banaspjót. Erlent 16.5.2007 16:41
Rússar vildu eyða kjarnorkuveri Ísraela Tveir ísraelskir rithöfundar halda því fram í nýrri bók að Sovétríkin hafi hrint sex daga stríðinu af stað, til þess að geta eyðilagt kjarnorkuvopnabúr Ísraels. Vopnin hafi snúist í höndum Rússa þegar Ísraelar gersigruðu heri Arabaríkjanna á ótrúlega skömmum tíma. Erlent 16.5.2007 16:09
Nauðguðu, pyntuðu og myrtu heila fjölskyldu Íbúar í smábænum Kherlani á Indlandi urðu svo reiðir þegar lágstéttarfjölskylda keypti sér lóð í bænum að þeir réðust á heimili hennar. Þeir nauðguðu, misþyrmdu og myrtu alla sem þeir náðu í. Þetta gerðist í september á síðasta ári, en málið er fyrst nú komið fram í dagsljósið. Í Bhotmange fjölskyldunni voru hjón, 17 ára dóttir og tveir synir 21 og 23 ára. Yfir 100 mann réðust á heimilið. Erlent 16.5.2007 14:08
Serbar hafa tekið sig á Yfirvöld í Serbíu hafa hert leitina að Ratko Mladic, sem grunaður er um stórfellda stríðsglæpi á tímum Balkanstríðanna, og því eru góðar líkur á að undirbúningur að viðræðum um ESB-aðild landsins fari í gang á ný. Þetta sagði Olli Rehn, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins, eftir samtöl við serbneska ráðamenn í Belgrað í morgun. Erlent 16.5.2007 13:19
Skapadægur Wolfowitz nálgast Búist er við að framtíð Pauls Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans, ráðist á fundi stjórnar bankans síðar í dag. Wolfowitz hefur legið undir miklu ámæli fyrir að hygla ástkonu sinni sem vinnur við bankann og hefur þrýstingur á bankastjórnina farið sívaxandi um að segja honum upp störfum. Erlent 16.5.2007 13:17
Sarkozy orðinn forseti Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. Erlent 16.5.2007 13:09
MySpace eyðir vefsíðum kynferðisafbrotamanna Stjórnendur tengslavefsins MySpace sögðu í gær að þeir hefðu borið kennsl á og eytt vefsíðum þúsunda dæmdra kynferðisafbrotamanna. Þetta gera eigendur MySpace til þess að vernda yngri notendur. MySpace tilkynnti um þetta aðeins degi eftir að átta bandarískir saksóknarar kröfðust þess að tengslavefurinn léti af hendi upplýsingar um vefsíður kynferðisglæpamanna og eyddi þeim síðan. Samtals eru 175 milljón manns með vefsíðu á MySpace. Erlent 16.5.2007 10:35
Dýr myndi James allur Safnarar geta verið dálítið galnir. Til dæmis safnarinn sem borgaði rúmar fimm milljónir króna fyrir hnúðinn á gírstönginni af Aston Martin bílnum sem James Bond ók í Goldfinger. Myndin var frumsýnd árið 1964. Þessi gírhnúður var þeim eiginleikum gæddur að ef toppurinn á honum var opnaður var takki undir sem var notaður til þess að skjóta farþegasætinu upp úr bílnum. Alveg eins og í orrustuflugvél. Erlent 16.5.2007 10:34
Allir út að ýta - lestinni Á Indlandi er það þannig að lestarnar fá rafstraum á vissum köflum leiðarinnar. Það fleytir þeim yfir rafmagnslausu kaflana og að næsta aflgjafa. Í Bihar héraði á dögunum vildi svo til að einhver tók óvart í neyðarbremsu og lestin stoppaði rétt áður en hún komst að kafla með rafmagni. En það vill svo vel til að Indverjar eru margir og lestarnar alltaf yfirfullar. Erlent 16.5.2007 10:11
Hættuástandi aflétt Sprengiefnið, sem fannst í íbúð í grennd við Sjelör stöðina í Kaupmannahöfn í morgun, reyndist eldgamalt dínamít, sem hefur jafnvel verið í íbúðinni í áratugi. Búið var að rýma hús í grendinni og loka fyrir bílaumferð þegar sprengjusérfræðingar kváðu upp þennan úrskurð og var hættuástandi aflétt. Erlent 16.5.2007 08:56
Bein útsending á Vísi: Sarkozy orðinn forseti Hægt er að fylgjast með embættistöku Nicolas Sarkozy í beinni útsendingu hér á Vísi. Athöfnin hófst klukkan níu. Hann tekur við embætti forseta Frakklands af Jacques Chirac, sem hefur verið forseti í tólf ár. Smellið á „meira“ og síðan á hlekkinn inni í fréttinni til þess að fylgjast með athöfninni. Erlent 16.5.2007 08:43
Fann lík í nýju íbúðinni Spænskur maður sem keypti sér íbúð á uppboði án þess að skoða hana fyrst fann lík fyrrum eiganda hennar í íbúðinni. Líkið hafði varðveist fullkomnlega en eigandinn, kona sem var 55 ára, lést af eðlilegum orsökum sex árum áður. Íbúðin var seld á uppboði þar sem eigandinn hætti af greiða af húsnæðisláni sínu. Erlent 16.5.2007 08:11
Selja eignir til að eiga fyrir skaðabótum Rómversk-kaþólska kirkjan í Los Angeles í Bandaríkjunum sagði í gær að hún myndi selja eignir sínar, þar á meðal aðalskrifstofu sína, til þess að geta greitt fórnarlömbum kynferðislegrar misnotkunnar presta hennar skaðabætur. Kirkjan ætlar þó ekki að leggja niður neina söfnuði. Í desember á síðasta ári greiddi kirkjan skaðabætur í 46 málum og hundruð eru enn í farveginum. Erlent 16.5.2007 07:54
Lögregla í Kaupmannahöfn finnur kíló af sprengiefni Lögregla í Kaupmannahöfn fann fyrir stundu eitt kíló af sprengiefni í íbúð á Håndelsvej 3, um 100 metra frá Sjælör stöðinni, að sögn Jótlandspóstsins. Lögregla er nú að flytja íbúa í nærliggjandi íbúðum í burtu. Tækni- og sprengjudeild lögreglu er á leiðinni á vettvang. Erlent 16.5.2007 07:53
Kína skorar á alþjóðasamfélagið að hjálpa Afríku Forsætisráðherra Kínverja, Wen Jiabao, skoraði í gær á alþjóðasamfélagið að gera meira til þess að aðstoða Afríku. Þetta sagði hann á fundi Þróunarbanka Afríku sem fram fór í Shanghai. Fleiri en 700 kínversk fyrirtæki starfa í Afríku og hafa viðskipti á milli Kína og Afríku fjórfaldast á síðastliðnum sex árum. Erlent 16.5.2007 07:04
Örlög Wolfowitz ráðast í dag Stjórn Alþjóðabankans hitti í gær PAul Wolfowitz, forseta hans. Hann er nú undir miklum þrýstingi um að segja af sér eftir að nefnd sérfræðinga á vegum bankans sagði að hann hefði gerst brotlegur við lög hans. Stjórn bankans mun ákveða örlög hans síðar í dag á öðrum fundi. Hvíta húsið styður ennþá við bakið á Wolfowitz, sem var áður aðstoðarvarnarmálaráðherra í Bandaríkjunum. Erlent 16.5.2007 07:01
Þriðja vopnahléið á Gaza rofið Vígamenn á Gaza svæðinu drápu að minnsta kosti fjóra í árás á heimili embættismanns Fatah hreyfingarinnar í nótt. Árásin batt enda á þriðja vopnahléið á jafnmörgum dögum en hún átti sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnihléi var lýst yfir. Stuttu áður var sprengju varpað á skrifstofu Forseta Palestínu, Mahmoud Abbas. Þá var einnig ráðist á lögreglustöð Hamas hreyfingunnar. Erlent 16.5.2007 07:00