Erlent

Örlög Wolfowitz ráðast í dag

Stjórn Alþjóðabankans hitti í gær PAul Wolfowitz, forseta hans. Hann er nú undir miklum þrýstingi um að segja af sér eftir að nefnd sérfræðinga á vegum bankans sagði að hann hefði gerst brotlegur við lög hans. Stjórn bankans mun ákveða örlög hans síðar í dag á öðrum fundi. Hvíta húsið styður ennþá við bakið á Wolfowitz, sem var áður aðstoðarvarnarmálaráðherra í Bandaríkjunum.

Engu að síður viðurkenndu þau í fyrsta sinn í gær að hann hefði gert mistök og að þau væru tilbúin að ræða um framtíð hans. Búist er við því að Wolfowitz eigi eftir að yfirgefa stöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×