Erlent

Virginia Tech-skotleikur vekur upp reiði

Tölvuleikur sem notar skotárásirnar í Virginia Tech-háskólanum sem sögusvið hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. Höfundur leiksins segist munu taka hann af netinu gegn greiðslu.

Í dag er réttur mánuður síðan suðurkóreskur maður skaut 32 skólafélaga sína við Virginia Tech-háskólann í Virginíu til bana. Ástralskur piltur hefur að áeggjan vina sinna búið til tölvuleik sem byggist á fjöldamorðunum en markmiðið í honum er að drepa sem flesta. Höfundur leiksins segist hafa þótt uppátækið fyndið en ættingjar þeirra sem dóu í drápshrinunni er allt annað en hlátur í hug. Þeir segja tiltækið hneykslanlegt og yfirvöld eiga að sjá til þess að það verði bannað.

Leikinn er að finna á internetinu og kveðst pilturinn til viðræðu um að fjarlægja hann gegn greiðslu. Enginn hefur enn brugðist við því tilboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×