Erlent

Bræðravíg Palestínumanna halda áfram

Óli Tynes skrifar
Bræður berjast nú á Gaza ströndinni.
Bræður berjast nú á Gaza ströndinni.

Mahmoud Abbas forseti Palestínu hefur verið hvattur til að lýsa yfir neyðarástandi eftir að að minnsta kosti sextán manns féllu í innbyrðis átökum Palestínumanna í dag. Að minnsta kosti fjörutíu manns hafa fallið í bardögum síðan á föstudag. Það eru Fatah samtök Abbas og Hamas samtökin sem berast á banaspjót.

Vopnahléi var að vísu lýst yfir á föstudag, en það var rofið jafnharðan. Hamas samtökin hafa nú lýst yfir einhliða vopnahléi frá klukkan fimm í dag, en ekki eru bundnar miklar vonir við að það haldi.

Pólitískir talsmenn Hamas hafa lýst því yfir að ef ekki takist að hemja byssumenn muni þjóðstjórnin falla, sem var stofnuð fyrir tveim mánuðum.

Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels sagði í dag að þeir væru reiðubúnir að hjálpa Abbas forseta. Þeir myndu ekki taka þátt í bardögunum en veita þá aðstoð aðra sem þeir yrðu beðnir um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×