Erlent

Fréttamynd

Námusprenging í Rússlandi grandar 38

Að minnsta kosti 38 létust og sex slösuðust í metangassprengju í rússneskri kolanámu í Síberíu í dag. Tæplega 180 manns var bjargað lifandi úr námunni eftir sprenginguna, en tveggja er enn saknað. Náman er í Kemerovo héraði. Í mars síðastliðnum létust 100 manns í sprengingu í annarri námu í héraðinu.

Erlent
Fréttamynd

Bush: Krítískur tími fyrir Írak

George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við því að komandi vikur og mánuðir yrðu krítískir fyrir velgengni nýrrar öryggisáætlunar fyrir Írak. Bush talaði við fréttamenn í Hvíta húsinu og sagði síðustu hermenn sem sendir verða til Íraks til að fylgja áætluninni eftir myndu fara þangað um miðjan júní. Hörð átök myndu halda áfram í Írak á þessum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Seinfeld stjarna á grænni grein

Það er kallað "Seinfeld bölvunin." Leikurum í Seinfeld þáttaröðinni hefur ekki gengið neitt sérlega vel að fá hlutverk eftir að þættirnir voru slegnir af. Nema hvað Jerry hefur nóg að gera. Það er þó kannski ástæðulaust að vorkenna þeim, því þau voru orðin moldrík á þáttunum.

Erlent
Fréttamynd

Mamma barði hákarlinn í klessu

Fimm barna áströlsk móðir barði hákarl svo fast í hausinn með myndavél sinni að hann sleppti taki sínu á fæti hennar og synti burt frá henni og tveimur sonum hennar. Becky Cooke er þrjátíu og átta ára gömul. Hún var ásamt fjölskyldu sinni að vaða í sjónum við ströndina í Perth, þegar hún fann eitthvað skella á fæti sínum af miklum þunga.

Erlent
Fréttamynd

SAS fellir niður flug á morgun

Skandinavíska flugfélagið SAS tilkynnti í dag að öll flug frá sænskum flugvöllum yrðu felld niður á morgun vegna verkfalls flugliða. Sænska verkalýðsfélagið HTF sagði að um 800 hundruð flugliðar sem staðsettir eru í Svíþjóð færu í verkfall frá og með morgundeginum. Laun-og vinnuaðstæður eru meðal ágreiningsefna, auk matar- og hvíldartíma.

Erlent
Fréttamynd

Kærastan farin frá Wolfowitz

Maí var ekki góður mánuður fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Fyrst missti hann vinnuna fyrir að hygla kærustu sinni. Og hann var ekki fyrr búinn að missa vinnuna en kærastan fór frá honum. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að Shaha Riza hafi sagt bankastjóranum fyrrverandi upp.

Erlent
Fréttamynd

General Motors krafið gagna

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum um síðasta ársuppgjör bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Fyrirtækið segir að búist hafi verið við þess að eftirlitið myndi óska eftir gögnunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

3 til 8 ár í kjarnorkuvopn

Að öllu óbreyttu verða Íranar búnir að framleiða sín fyrstu kjarnorkuvopn inna þriggja til átta ára. Þetta fullyrti Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, á alþjóðaráðstefnu um kjarnorkuvá sem hófst í Lúxembúrg í morgun.

Erlent
Fréttamynd

McDonalds vill breyta skilgreiningu á McStarfi

Skyndibitarisinn McDonalds hefur farið fram á að skilgreining á hugtakinu McJob verði breytt. Í enskum orðabókum er orðið skýrt sem lýsing á starfi sem sé ekki hvetjandi, illa borgað og bjóði upp á lítinn ávinning eða möguleika á stöðuhækkun. McDonalds segir að þessi lýsing sé úrelt og móðgandi.

Erlent
Fréttamynd

Vill banna hundaföt

Tíu ára gömul norsk telpa hefur skrifað Dýraverndarráði landsins og krafist þess að fólki verði bannað að klæða hunda sína í föt, skó, sólgleraugu og annað prjál. Lotta Nilsson segir að það sé dýrunum óeðlilegt að hafa þetta utan á sér og að þau líði fyrir það. Dýraverndarráðið er sammála Lottu.

Erlent
Fréttamynd

Bretland: Þrír grunaðir hryðjuverkamenn strjúka

Breska lögreglan tilkynnti í gærkvöldi að þrír grunaðir hryðjuverkamenn sem hafa verið í nokkurs konar stofufangelsi hafi strokið. Ákvörðun Scotland Yard um að létta nafnleynd yfir mönnunum þykir benda til hversu alvarlegum augum hvarf mannanna er litið. Tveir þeirra eru bræður manns sem var fangelsaður í síðasta mánuði fyrir að skipuleggja sprengjuárásir í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Kenna stuðningsmönnum Liverpool um vandræðin

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur.

Erlent
Fréttamynd

60 metra eldsúlur standa til himins í Björgvin

Gríðarlegir olíueldar geisa í olíuhreinsunarstöð í Björgvin í Noregi, eftir að þar varð mikil sprenging í morgun. Eldsúlurnar standa 50 til 60 metra í loft upp og verið er að rýma næsta nágrenni. Ekki er vitað um manntjón á þessari stundu. Slökkvilið og björgunarsveitir streyma til Björgvinjar úr nágrannabæjum og herþyrlur hafa einnig verið sendar á vettvang.

Erlent
Fréttamynd

Greenspan olli lækkun á markaði

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,5 prósent í dag eftir að Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær að gengi bréfanna ofmetið og sagðist sjá mikla leiðréttingu á verði þeirra í framtíðinni. Þá lækkaði gengi bréfa sömuleiðis á helstu mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum af sömu sökum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

32 látnir eftir námuslys í Síberíu

32 hafa nú fundist látnir eftir gassprengingu sem varð í námu í Síberíu í morgun. Sex manns er enn saknað en tekist hefur að bjarga 179 manns. Sprengingin varð þegar 217 manns voru að störfum í námunni. Slys í námum í Rússlandi eru algeng en námuverkamenn þar í landi fá borgað eftir framleiðni. Þeir slökkva því oft á öryggisbúnaði sem varar við gasmagni til þess að geta unnið meira úr námunum.

Erlent
Fréttamynd

19 látnir og 25 særðir eftir sprengjuárás

Bílsprengja sprakk við jarðarför í Falluja í Írak í morgun. Talið er að 19 manns hafi látið lífið og 25 særst í sprengingunni. Þegar hún átti sér stað voru aðstandendur samankomnir til erfidrykkju í tjaldi á staðnum. Sjúkrahúsið í Falluja skýrði frá þessu. Falluja er vestur af höfuðborginni Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Merkel segir óvíst um endurnýjun Kyoto samkomulagsins

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og núverandi forseti Evrópusambandsins, sagði í morgun að óvíst væri hvort að leiðtogafundur G8 ríkjanna myndi leggja línurnar fyrir endurnýjun Kyoto samkomulagsins um loftslagsbreytingar. Hún tók þó fram að samkomulag um Doha viðræðurnar væri enn mögulegt.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar handtóku háttsetta Hamasmenn í nótt

Ísraelskar hersveitir réðust inn á Gaza í morgun og handtóku fleiri en 30 háttsetta Hamas menn. Á meðal þeirra voru ráðherrar, þingmenn og borgarstjórar. Sá hæst setti var menntamálaráðherra Palestínu, Nasser Shaer.

Erlent
Fréttamynd

Brown eykur fylgi Verkamannaflokksins í Bretlandi

Mjög hefur dregið saman með Verkamannaflokknum breska og Íhaldsflokknum eftir að tilkynnt var að Gordon Brown myndi taka við embætti formanns flokksins. Aðeins munar nú um tveimur prósentustigum í könnunum en áður hafði munað allt að 12 prósentum á þeim.

Erlent
Fréttamynd

Tamíltígrar gera árás á bækistöðvar sjóhersins

Uppreisnarmenn Tamíltígra á Sri Lanka sögðu í nótt að þeir hefðu orðið 35 stjórnarsjóliðum að bana í árás á stöðvar sjóhersins í norðurhluta landsins. Talsmaður sjóhersins á Sri Lanka sagði þó aðeins tíu sjóliða hafa látið lífið. Á Sri Lanka er nú í gildi friðarsamkomulag en það er ítrekað virt að vettugi og æ líklegra er að borgarastyrjöld hefjist að nýju.

Erlent
Fréttamynd

Castro segir heilsu sína batna

Fidel Castro, forseti Kúbu, sagði í nótt að heilsa hans hefði batnað verulega. Hann skrifar nú pistla í dagblöð stjórnarinnar á Kúbu til þess að auka áhrif sín á ný en hann hefur ekki sést opinberlega í tíu mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Gassprenging í námu í Síberíu

Gassprenging varð í námu í Síberíu í nótt. 217 námuverkamenn voru inni í námunni þegar sprengingin átti sér stað. Rúmlega 150 hefur þegar verið bjargað en hinir eru enn inni í námunni. Enn sem komið er eru fjórtán dauðsföll staðfest. Náman er á svipuðu svæði og náman sem sprakk í Síberíu í mars síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Pilla sem stöðvar tíðarhring

Fyrsta getnaðarvarnarpillan sem hönnuð er til að stöðva blæðingar kvenna hefur verið samþykkt til almennrar notkunar í Bandaríkjunum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið studdi samfellda notkun pillunnar Lybrel sem framleidd er af Wyeth. Sé pillan tekin daglega getur hún stöðvað mánaðartíðir auk þess að koma í veg fyrir getnað.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkneska konan með 12 kg af sprengiefni

Kona sem tyrkneska lögreglan tók höndum í suðurhluta Tyrklands í dag áætlaði að gera sjálfsmorðsárás. Konan var handtekin í borginni Adana. Ilhan Atis ríkisstjóri borgarinnar sagði fréttastofunni Anatolian að konan hefði verið með rúmlega 12 kg af sprengiefni, þar af tvær handsprengjur og 12 hvellhettur.

Erlent
Fréttamynd

Eldflaugavarnir í A-Evrópu skaðlegar

Rússar hafa engan áhuga á samvinnu við Bandaríkin vegna áforma þeirra um að koma upp eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. Vladimir Putin forseti Rússlands sagði ekkert nýtt vera í áætlunum Bandaríkjamanna og þeim hefði ekki tekist að fullvissa Rússa um nauðsyn varnanna eða samvinnu. Skoðun Rússa sé sú að varnarkerfið sé fullkomlega skaðlegt.

Erlent
Fréttamynd

Eldsneytisbirgðir jukust í Bandaríkjunum

Eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum jukust um 1,5 milljónir tunna á milli vikna, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þetta er talsvert yfir væntingum markaðsaðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íranar vanvirða tímamörk SÞ

Íranar hafa ekki einungis hunsað tímamörk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að stoppa tilraunir með auðgun úrans. Þeir hafa aukið við kjarnorkuáætlun sína og ganga þannig þvert gegn ályktunum öryggisráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull

Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005.

Erlent